Umboðssvik í RÚV? Skjóðan skrifar 23. desember 2015 09:30 Ríkisstjórnarmeirihlutinn á Alþingi ákvað nú fyrir jólin að láta lækkun útvarpsgjalds standa. Skiljanlega voru stjórnendur RÚV ósáttir við þessa ákvörðun og gerðu hvað þeir gátu til að afstýra henni. Greinilega nutu þeir nokkurs stuðnings úti í samfélaginu. Öllum þykir okkur dálítið vænt um RÚV, sem nú í vikunni fagnaði 85 ára afmæli, en fyrsta útsending Ríkisútvarpsins var einmitt 21. desember 1930. Þeim fer fækkandi sem muna tilveruna án RÚV. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur og yfir muna þá tíma er enginn íslenskur ljósvakamiðill starfaði á Íslandi nema RÚV. Kaninn heyrðist á suðvesturhorninu og lengi vel var hægt að horfa á Kanasjónvarpið. Svo var lokað fyrir Kanann og ekki leið á löngu þar til einkaaðilar fengu að reka hljóðvarp og sjónvarp. Þó að nú séu liðnir meira en þrír áratugir frá því að einkaaðilar fengu leyfi til að reka ljósvakamiðla hefur enn ekki verið komið skikki á samkeppnismál á ljósvakamarkaði. RÚV hefur mikið samkeppnisforskot á einkarekna miðla þar sem það fær sérstakt gjald frá öllum skattgreiðendum auk þess sem það fær að keppa á auglýsingamarkaði. Stjórnendur og unnendur RÚV kvarta undan því að Alþingi hafi skert útvarpsgjaldið og hafa nokkuð til síns máls. Vitanlega er eitthvað bogið við að vera með sérstakt gjald sem merkt er RÚV en láta það ekki allt renna til RÚV. Stjórnendur RÚV geta hins vegar ekki vikið sér undan ábyrgð sinni. Skattgreiðendur eiga kröfu á að stjórnendur RÚV gæti þess að halda rekstri í jafnvægi og stilla útgjöld af á móti tekjum. Tveimur sólarhringum áður en fjárlög voru samþykkt mættu stjórnendur RÚV á fund til fjárlaganefndar og greindu frá því aðspurðir að engar niðurskurðaraðgerðir væru á borðinu þrátt fyrir að lengi hefði legið fyrir að boðuð lækkun útvarpsgjald kynni að hafa 500 milljóna tekjusamdrátt í för með sér. Hluthafar í almenningshlutafélagi væru snöggir að kalla eftir hluthafafundi til að skipta um stjórn og stjórnendur ef þeir kæmust að því að það ætti að keyra félagið í stórfelldan taprekstur og kalla svo eftir auknu hlutafé frá hluthöfum til að dekka tapið. Þetta er það sem stjórnendur RÚV gera. Þeir skera ekki niður kostnað þó að stórfelldur tekjusamdráttur sé fyrirsjáanlegur. Reikningurinn fyrir tapinu verður einfaldlega sendur til hluthafanna, sem eru íslenskir skattgreiðendur. Í ljósi refsidóma, sem fallið hafa í hrunmálum að undanförnu, mætti færa rök fyrir því að stjórnendur RÚV gerist sekir um umboðssvik með því að reyna ekki að laga útgjöld að tekjum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Ríkisstjórnarmeirihlutinn á Alþingi ákvað nú fyrir jólin að láta lækkun útvarpsgjalds standa. Skiljanlega voru stjórnendur RÚV ósáttir við þessa ákvörðun og gerðu hvað þeir gátu til að afstýra henni. Greinilega nutu þeir nokkurs stuðnings úti í samfélaginu. Öllum þykir okkur dálítið vænt um RÚV, sem nú í vikunni fagnaði 85 ára afmæli, en fyrsta útsending Ríkisútvarpsins var einmitt 21. desember 1930. Þeim fer fækkandi sem muna tilveruna án RÚV. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur og yfir muna þá tíma er enginn íslenskur ljósvakamiðill starfaði á Íslandi nema RÚV. Kaninn heyrðist á suðvesturhorninu og lengi vel var hægt að horfa á Kanasjónvarpið. Svo var lokað fyrir Kanann og ekki leið á löngu þar til einkaaðilar fengu að reka hljóðvarp og sjónvarp. Þó að nú séu liðnir meira en þrír áratugir frá því að einkaaðilar fengu leyfi til að reka ljósvakamiðla hefur enn ekki verið komið skikki á samkeppnismál á ljósvakamarkaði. RÚV hefur mikið samkeppnisforskot á einkarekna miðla þar sem það fær sérstakt gjald frá öllum skattgreiðendum auk þess sem það fær að keppa á auglýsingamarkaði. Stjórnendur og unnendur RÚV kvarta undan því að Alþingi hafi skert útvarpsgjaldið og hafa nokkuð til síns máls. Vitanlega er eitthvað bogið við að vera með sérstakt gjald sem merkt er RÚV en láta það ekki allt renna til RÚV. Stjórnendur RÚV geta hins vegar ekki vikið sér undan ábyrgð sinni. Skattgreiðendur eiga kröfu á að stjórnendur RÚV gæti þess að halda rekstri í jafnvægi og stilla útgjöld af á móti tekjum. Tveimur sólarhringum áður en fjárlög voru samþykkt mættu stjórnendur RÚV á fund til fjárlaganefndar og greindu frá því aðspurðir að engar niðurskurðaraðgerðir væru á borðinu þrátt fyrir að lengi hefði legið fyrir að boðuð lækkun útvarpsgjald kynni að hafa 500 milljóna tekjusamdrátt í för með sér. Hluthafar í almenningshlutafélagi væru snöggir að kalla eftir hluthafafundi til að skipta um stjórn og stjórnendur ef þeir kæmust að því að það ætti að keyra félagið í stórfelldan taprekstur og kalla svo eftir auknu hlutafé frá hluthöfum til að dekka tapið. Þetta er það sem stjórnendur RÚV gera. Þeir skera ekki niður kostnað þó að stórfelldur tekjusamdráttur sé fyrirsjáanlegur. Reikningurinn fyrir tapinu verður einfaldlega sendur til hluthafanna, sem eru íslenskir skattgreiðendur. Í ljósi refsidóma, sem fallið hafa í hrunmálum að undanförnu, mætti færa rök fyrir því að stjórnendur RÚV gerist sekir um umboðssvik með því að reyna ekki að laga útgjöld að tekjum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira