Íslenski boltinn

Vonast til þess að Sören leiki stærra hlutverk á næsta tímabili

Sören í leik í dönsku úrvalsdeildinni á sínum tíma.
Sören í leik í dönsku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Vísir/getty
Henrik Bödker, markvarðarþjálfari KR, var í viðtali við Bold.dk í dag þar sem hann spáir því að Sören Frederiksen, leikmaður liðsins, muni taka töluverðum framförum á öðru tímabili sínu á Íslandi.

Sören sem gekk til liðs við KR frá Álaborg síðasta vor lék alls 30 leiki í öllum keppnum á fyrsta tímabili sínu hjá félaginu og skoraði í þeim fimm mörk.

„Ég er spenntur að sjá Sören á næsta tímabili. Það er algengt að leikmenn þurfi að venjast íslensku deildinni og spili mun betur á öðru tímabili,“ sagði Henrik og bætti við:

„Við notuðumst við hann út um allan völl og hann spilaði mjög vel undir lok tímabilsins. Það er mikilvægt fyrir öll lið að hafa leikmenn eins og hann sem geta leikið hvar sem er á vellinum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×