Körfubolti

Drekarnir töpuðu fyrir toppliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir
Sundsvall Dragons tapaði í kvöld fyrir Södertälje, toppliði sænsku úrvalsdeildarinnar, 82-73.

Gestirnir frá Södertälje náðu forystunni snemma leiks og héldu henni til loks, þó svo að Drekarnir hafi aldrei verið langt undan.

Hlynur Bæringsson lék að venju stórt hlutverk í liði Sundsvall en hann skoraði fjórtán stig og tók níu fráköst á rúmum 34 mínútum. Hann nýtti fimm af tíu skotum sínum í leiknum.

Södertälje er efst í deildinni með 24 stig en Sundsvall er í fjórðta sætðinu með sextán stig. Borås er í öðru sæti með 22 stig.

Jakob Örn Sigurðarson skoraði sautján stig fyrir Borås sem vann botnlið Umeå, 87-77. Hann lék í tæpar 33 mínútur og nýtti þrjú af sex skotum sínum utan þriggja stiga línunnar.

Jakob nýtti þó aðeins eitt skot af fimm í teignum og náði ekki að gefa stoðsendingu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×