Ekki sama bankakerfi og fyrir hrun? Skjóðan skrifar 16. desember 2015 09:00 Íslendingar virðast ætla að forðast eins og heitan eldinn að draga lærdóm af bankahruninu sem hér varð fyrir sjö árum. Vissulega var íslenska bankahrunið angi af alþjóðlegri fjármálakrísu sem lagði að velli fjölda heimsþekktra og virtra fjármálafyrirtækja en ekkert annað land mátti horfa upp á fjármálakerfi sitt hrynja til grunna nánast í einu lagi. Eitthvað hefur því verið sér á parti hér á landi. Reglu- og lagaumhverfi fjármálastofnana hefur lítið sem ekkert verið breytt frá því fyrir hrun. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur fengið aukna fjármuni en þar hefur ekkert breyst – að minnsta kosti ekki til bóta. Í nokkur ár stýrði FME maður, sem varð uppvís að því að misnota aðstöðu sína á saknæman hátt til að reyna að klekkja á og ófrægja einstaklinga úti í bæ. Stofnað var embætti sérstaks saksóknara, sem varið hefur mörgum árum í að sækja til saka suma stjórnendur og eigendur gömlu íslensku bankanna. Val á sakborningum virðist þó vera heldur handahófskennt. Dæmi um það er að annar bankastjóri Landsbankans hefur sætt ákæru í fleiri en einu máli og hlotið fangelsisdóm en hinn bankastjórinn þarf ekki einu sinni að ómaka sig til að mæta í réttarsal til að bera vitni, hvað þá að hann sé sóttur til saka. Þegar fram komu ásakanir um að einn æðsti stjórnandi Arion banka hefði sem lykilmaður í Kaupþingi gerst sekur um innherjasvik með sölu á hlutabréfum í Kaupþingi 3. október 2008, komst FME að því að ekki hefði verið um innherjasvik að ræða, viðkomandi hefði ekki haft meiri innherjaupplýsingar en maðurinn á götunni. Yfirmenn hans í Kaupþingi voru þó dæmdir í margra ára fangelsi á grundvelli vitnisburðar þessa manns. Maðurinn sem hafði að mati Hæstaréttar Íslands slíka yfirsýn yfir stöðu mála og athafnir æðstu stjórnenda í Kaupþingi þá örlagaríku daga sem liðu frá því Lehman Brothers féll 15. september 2008 þar til Kaupþing féll 8. október sama ár, að hægt var að byggja margra ára fangelsisdóma yfir fjórum mönnum á vitnisburði hans, hafði 3. október engar innherjaupplýsingar um bankann að mati FME. Þar réð slembilukkan ein að mati FME. Sami maður hefur úthlutað gömlum skólafélögum sínum hlutabréfum á afsláttarverði í fyrirtækjum sem Arion banki hefur selt úr eignasafni sínu. Eflaust verður það niðurstaða FME að þar hafi slembilukkan enn verið á ferð ef málið verður þá yfirleitt skoðað. Nýja bankakerfið býr við sama regluverk og lagaumhverfi og gamla kerfið sem hrundi til grunna. FME virðist vera enn slappara en fyrr. En kannski erum við ekki að byggja upp sama bankakerfi og áður.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira
Íslendingar virðast ætla að forðast eins og heitan eldinn að draga lærdóm af bankahruninu sem hér varð fyrir sjö árum. Vissulega var íslenska bankahrunið angi af alþjóðlegri fjármálakrísu sem lagði að velli fjölda heimsþekktra og virtra fjármálafyrirtækja en ekkert annað land mátti horfa upp á fjármálakerfi sitt hrynja til grunna nánast í einu lagi. Eitthvað hefur því verið sér á parti hér á landi. Reglu- og lagaumhverfi fjármálastofnana hefur lítið sem ekkert verið breytt frá því fyrir hrun. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur fengið aukna fjármuni en þar hefur ekkert breyst – að minnsta kosti ekki til bóta. Í nokkur ár stýrði FME maður, sem varð uppvís að því að misnota aðstöðu sína á saknæman hátt til að reyna að klekkja á og ófrægja einstaklinga úti í bæ. Stofnað var embætti sérstaks saksóknara, sem varið hefur mörgum árum í að sækja til saka suma stjórnendur og eigendur gömlu íslensku bankanna. Val á sakborningum virðist þó vera heldur handahófskennt. Dæmi um það er að annar bankastjóri Landsbankans hefur sætt ákæru í fleiri en einu máli og hlotið fangelsisdóm en hinn bankastjórinn þarf ekki einu sinni að ómaka sig til að mæta í réttarsal til að bera vitni, hvað þá að hann sé sóttur til saka. Þegar fram komu ásakanir um að einn æðsti stjórnandi Arion banka hefði sem lykilmaður í Kaupþingi gerst sekur um innherjasvik með sölu á hlutabréfum í Kaupþingi 3. október 2008, komst FME að því að ekki hefði verið um innherjasvik að ræða, viðkomandi hefði ekki haft meiri innherjaupplýsingar en maðurinn á götunni. Yfirmenn hans í Kaupþingi voru þó dæmdir í margra ára fangelsi á grundvelli vitnisburðar þessa manns. Maðurinn sem hafði að mati Hæstaréttar Íslands slíka yfirsýn yfir stöðu mála og athafnir æðstu stjórnenda í Kaupþingi þá örlagaríku daga sem liðu frá því Lehman Brothers féll 15. september 2008 þar til Kaupþing féll 8. október sama ár, að hægt var að byggja margra ára fangelsisdóma yfir fjórum mönnum á vitnisburði hans, hafði 3. október engar innherjaupplýsingar um bankann að mati FME. Þar réð slembilukkan ein að mati FME. Sami maður hefur úthlutað gömlum skólafélögum sínum hlutabréfum á afsláttarverði í fyrirtækjum sem Arion banki hefur selt úr eignasafni sínu. Eflaust verður það niðurstaða FME að þar hafi slembilukkan enn verið á ferð ef málið verður þá yfirleitt skoðað. Nýja bankakerfið býr við sama regluverk og lagaumhverfi og gamla kerfið sem hrundi til grunna. FME virðist vera enn slappara en fyrr. En kannski erum við ekki að byggja upp sama bankakerfi og áður.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira