Ekki sama bankakerfi og fyrir hrun? Skjóðan skrifar 16. desember 2015 09:00 Íslendingar virðast ætla að forðast eins og heitan eldinn að draga lærdóm af bankahruninu sem hér varð fyrir sjö árum. Vissulega var íslenska bankahrunið angi af alþjóðlegri fjármálakrísu sem lagði að velli fjölda heimsþekktra og virtra fjármálafyrirtækja en ekkert annað land mátti horfa upp á fjármálakerfi sitt hrynja til grunna nánast í einu lagi. Eitthvað hefur því verið sér á parti hér á landi. Reglu- og lagaumhverfi fjármálastofnana hefur lítið sem ekkert verið breytt frá því fyrir hrun. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur fengið aukna fjármuni en þar hefur ekkert breyst – að minnsta kosti ekki til bóta. Í nokkur ár stýrði FME maður, sem varð uppvís að því að misnota aðstöðu sína á saknæman hátt til að reyna að klekkja á og ófrægja einstaklinga úti í bæ. Stofnað var embætti sérstaks saksóknara, sem varið hefur mörgum árum í að sækja til saka suma stjórnendur og eigendur gömlu íslensku bankanna. Val á sakborningum virðist þó vera heldur handahófskennt. Dæmi um það er að annar bankastjóri Landsbankans hefur sætt ákæru í fleiri en einu máli og hlotið fangelsisdóm en hinn bankastjórinn þarf ekki einu sinni að ómaka sig til að mæta í réttarsal til að bera vitni, hvað þá að hann sé sóttur til saka. Þegar fram komu ásakanir um að einn æðsti stjórnandi Arion banka hefði sem lykilmaður í Kaupþingi gerst sekur um innherjasvik með sölu á hlutabréfum í Kaupþingi 3. október 2008, komst FME að því að ekki hefði verið um innherjasvik að ræða, viðkomandi hefði ekki haft meiri innherjaupplýsingar en maðurinn á götunni. Yfirmenn hans í Kaupþingi voru þó dæmdir í margra ára fangelsi á grundvelli vitnisburðar þessa manns. Maðurinn sem hafði að mati Hæstaréttar Íslands slíka yfirsýn yfir stöðu mála og athafnir æðstu stjórnenda í Kaupþingi þá örlagaríku daga sem liðu frá því Lehman Brothers féll 15. september 2008 þar til Kaupþing féll 8. október sama ár, að hægt var að byggja margra ára fangelsisdóma yfir fjórum mönnum á vitnisburði hans, hafði 3. október engar innherjaupplýsingar um bankann að mati FME. Þar réð slembilukkan ein að mati FME. Sami maður hefur úthlutað gömlum skólafélögum sínum hlutabréfum á afsláttarverði í fyrirtækjum sem Arion banki hefur selt úr eignasafni sínu. Eflaust verður það niðurstaða FME að þar hafi slembilukkan enn verið á ferð ef málið verður þá yfirleitt skoðað. Nýja bankakerfið býr við sama regluverk og lagaumhverfi og gamla kerfið sem hrundi til grunna. FME virðist vera enn slappara en fyrr. En kannski erum við ekki að byggja upp sama bankakerfi og áður.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Íslendingar virðast ætla að forðast eins og heitan eldinn að draga lærdóm af bankahruninu sem hér varð fyrir sjö árum. Vissulega var íslenska bankahrunið angi af alþjóðlegri fjármálakrísu sem lagði að velli fjölda heimsþekktra og virtra fjármálafyrirtækja en ekkert annað land mátti horfa upp á fjármálakerfi sitt hrynja til grunna nánast í einu lagi. Eitthvað hefur því verið sér á parti hér á landi. Reglu- og lagaumhverfi fjármálastofnana hefur lítið sem ekkert verið breytt frá því fyrir hrun. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur fengið aukna fjármuni en þar hefur ekkert breyst – að minnsta kosti ekki til bóta. Í nokkur ár stýrði FME maður, sem varð uppvís að því að misnota aðstöðu sína á saknæman hátt til að reyna að klekkja á og ófrægja einstaklinga úti í bæ. Stofnað var embætti sérstaks saksóknara, sem varið hefur mörgum árum í að sækja til saka suma stjórnendur og eigendur gömlu íslensku bankanna. Val á sakborningum virðist þó vera heldur handahófskennt. Dæmi um það er að annar bankastjóri Landsbankans hefur sætt ákæru í fleiri en einu máli og hlotið fangelsisdóm en hinn bankastjórinn þarf ekki einu sinni að ómaka sig til að mæta í réttarsal til að bera vitni, hvað þá að hann sé sóttur til saka. Þegar fram komu ásakanir um að einn æðsti stjórnandi Arion banka hefði sem lykilmaður í Kaupþingi gerst sekur um innherjasvik með sölu á hlutabréfum í Kaupþingi 3. október 2008, komst FME að því að ekki hefði verið um innherjasvik að ræða, viðkomandi hefði ekki haft meiri innherjaupplýsingar en maðurinn á götunni. Yfirmenn hans í Kaupþingi voru þó dæmdir í margra ára fangelsi á grundvelli vitnisburðar þessa manns. Maðurinn sem hafði að mati Hæstaréttar Íslands slíka yfirsýn yfir stöðu mála og athafnir æðstu stjórnenda í Kaupþingi þá örlagaríku daga sem liðu frá því Lehman Brothers féll 15. september 2008 þar til Kaupþing féll 8. október sama ár, að hægt var að byggja margra ára fangelsisdóma yfir fjórum mönnum á vitnisburði hans, hafði 3. október engar innherjaupplýsingar um bankann að mati FME. Þar réð slembilukkan ein að mati FME. Sami maður hefur úthlutað gömlum skólafélögum sínum hlutabréfum á afsláttarverði í fyrirtækjum sem Arion banki hefur selt úr eignasafni sínu. Eflaust verður það niðurstaða FME að þar hafi slembilukkan enn verið á ferð ef málið verður þá yfirleitt skoðað. Nýja bankakerfið býr við sama regluverk og lagaumhverfi og gamla kerfið sem hrundi til grunna. FME virðist vera enn slappara en fyrr. En kannski erum við ekki að byggja upp sama bankakerfi og áður.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira