Körfubolti

Tiger: Erfitt að horfa á Kobe spila

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kobe grýtir látlaust á körfuna en lítið af boltum fer ofan í körfuna.
Kobe grýtir látlaust á körfuna en lítið af boltum fer ofan í körfuna. vísir/getty
Ef það er einhver sem veit hvernig Kobe Bryant líður þá er það líklega Tiger Woods. Báðir þekkja vel hvernig það er að falla harkalega af toppnum.

Tiger segist vel skilja af hverju Kobe geti ekki neitt lengur en viðurkennir að það sé samt sársaukafullt að horfa upp á hann.

Kobe er með 30 prósent skotnýtingu í vetur og hefur verið hörmulega lélegur.

„20 ár í NBA er meira en 20 ár í flestum öðrum íþróttum. Hann var leikmaður sem flaug. Menn eiga aðeins inni svo mörg stökk og svo margar lendingar. Svo hefur hann lent í mjög erfiðum meiðslum síðustu þrjú ár," sagði Tiger sem sjálfur gæti verið kominn á endastöð á sínum ferli.

Sjá einnig: Ekkert ljós við enda ganganna hjá Tiger

„Fyrir utan þessi þrjú ár þá var þessi leikmaður eins seigur og þeir verða. Hann spilaði af hörku á báðum endum vallarins og er búinn að spila mikinn körfubolta. Tvo Ólympíuleika og marga leiki í úrslitakeppnum.

„Það tekur sinn toll á skrokkinum og á endanum segir líkaminn hingað og ekki lengra. Það hefur verið sársaukafullt að horfa á hann í vetur og það er vel skiljanlegt að hann sé ekki að spila betur en þetta. Hann er búinn að standa í þessu í 20 ár."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×