Sameinumst um réttlátari fjárlög Formenn stjórnarandstöðuflokkanna skrifar 9. desember 2015 07:00 Við í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum stöndum saman að breytingatillögum við fjárlög. Þar sýnum við að það er hægt að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta á sanngjarnari hátt bætta afkomu ríkissjóðs. Við setjum bætt kjör almennings í forgang og þeirra sem hafa lægstar tekjur, leggjum áherslu á heilbrigðisþjónustu, menningu og menntamál og á fjárfestingar í umhverfi og innviðum samfélagsins um allt land. Með þessu vinnum við í sameiningu gegn ójöfnuði á Íslandi og tryggjum að aukin hagsæld skiptist á réttlátan hátt. Allar okkar tillögur eru að fullu fjármagnaðar með tekjuöflun fyrir ríkissjóð.Tillögur okkar eru m.a.: Elli- og örorkulífeyrir almannatrygginga hækki afturvirkt og með sama hætti og lægstu laun á samningstíma kjarasamninga, sem miða við 300 þúsund króna mánaðarlaun. Landspítalinn fái nægilegt fé til að standa undir nauðsynlegri starfsemi. Barnafjölskyldum verði mætt með hækkun á þaki fæðingarorlofs upp í 500 þúsund og barnabætur hækki með hækkun á skerðingarviðmiðum. Framlög til háskóla hækki og fjármunum verði veitt til að aflétta fjöldatakmörkunum í framhaldsskólum og styrkja rekstur þeirra. Að blásið verði til sóknar fyrir íslenskt mál í stafrænum heimi. Fjárfestingar verði í innviðum og sóknaráætlun landshluta. Sérstakt átak í viðhald og nýframkvæmdir í vegagerð, enda þörfin afar brýn. Til að mæta skuldbindingum Íslands vegna loftslagsvandans er gert ráð fyrir auknum fjármunum til fjárfestinga í græna hagkerfinu og til Loftslagssjóðs. Að auki eru gerðar tillögur um ýmis mjög brýn réttlætismál: Aukin framlög til móttöku flóttamanna, aukins stuðnings við innflytjendur, til fangelsismála, til baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, til geðheilbrigðismála og til frumkvæðisathugana umboðsmanns Alþingis. Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti. Þar fyrir utan má minna á að á kjörtímabilinu hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna ríkissjóðs upp á tugi milljarða; m.a. lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts og heykst á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum. Með tillögum okkar í stjórnarandstöðunni sýnum við fram á að það er til svigrúm fyrir raunverulegar úrbætur í samfélaginu. Það skiptir öllu máli hverjir fara með stjórn opinberra fjármuna. Árni Páll ÁrnasonKatrín JakobsdóttirÓttarr ProppéHelgi Hrafn Gunnarssonformenn stjórnarandstöðuflokkanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Helgi Hrafn Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum stöndum saman að breytingatillögum við fjárlög. Þar sýnum við að það er hægt að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta á sanngjarnari hátt bætta afkomu ríkissjóðs. Við setjum bætt kjör almennings í forgang og þeirra sem hafa lægstar tekjur, leggjum áherslu á heilbrigðisþjónustu, menningu og menntamál og á fjárfestingar í umhverfi og innviðum samfélagsins um allt land. Með þessu vinnum við í sameiningu gegn ójöfnuði á Íslandi og tryggjum að aukin hagsæld skiptist á réttlátan hátt. Allar okkar tillögur eru að fullu fjármagnaðar með tekjuöflun fyrir ríkissjóð.Tillögur okkar eru m.a.: Elli- og örorkulífeyrir almannatrygginga hækki afturvirkt og með sama hætti og lægstu laun á samningstíma kjarasamninga, sem miða við 300 þúsund króna mánaðarlaun. Landspítalinn fái nægilegt fé til að standa undir nauðsynlegri starfsemi. Barnafjölskyldum verði mætt með hækkun á þaki fæðingarorlofs upp í 500 þúsund og barnabætur hækki með hækkun á skerðingarviðmiðum. Framlög til háskóla hækki og fjármunum verði veitt til að aflétta fjöldatakmörkunum í framhaldsskólum og styrkja rekstur þeirra. Að blásið verði til sóknar fyrir íslenskt mál í stafrænum heimi. Fjárfestingar verði í innviðum og sóknaráætlun landshluta. Sérstakt átak í viðhald og nýframkvæmdir í vegagerð, enda þörfin afar brýn. Til að mæta skuldbindingum Íslands vegna loftslagsvandans er gert ráð fyrir auknum fjármunum til fjárfestinga í græna hagkerfinu og til Loftslagssjóðs. Að auki eru gerðar tillögur um ýmis mjög brýn réttlætismál: Aukin framlög til móttöku flóttamanna, aukins stuðnings við innflytjendur, til fangelsismála, til baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, til geðheilbrigðismála og til frumkvæðisathugana umboðsmanns Alþingis. Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti. Þar fyrir utan má minna á að á kjörtímabilinu hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna ríkissjóðs upp á tugi milljarða; m.a. lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts og heykst á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum. Með tillögum okkar í stjórnarandstöðunni sýnum við fram á að það er til svigrúm fyrir raunverulegar úrbætur í samfélaginu. Það skiptir öllu máli hverjir fara með stjórn opinberra fjármuna. Árni Páll ÁrnasonKatrín JakobsdóttirÓttarr ProppéHelgi Hrafn Gunnarssonformenn stjórnarandstöðuflokkanna
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun