Losun í París, lokun í Genf Ögmundur Jónasson skrifar 9. desember 2015 07:00 Á sama tíma og fulltrúar heimsbyggðarinnar ræða hvernig hamla megi gegn losun gróðurhúsalofttegunda, koma fulltrúar TiSA-ríkjanna saman í Genf til að ræða hið gagnstæða; hvernig koma megi í veg fyrir að félagsleg sjónarmið standi í vegi fyrir markaðsvæðingu þess sem á TiSA-máli kallast „Environmental services“ eða umhverfistengd þjónustuviðskipti.Klippt á lýðræðislegar rætur TiSA er skammstöfun fyrir Trade in Services Agreement. Þessar fríverslunarviðræður spruttu upp úr GATS – General Agreement of Trade in Services – viðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um þjónustuviðskipti og hófust þær formlega árið 2013 eftir að hlé hafði verið gert á GATS-viðræðunum vegna vaxandi andstöðu almennings og fátækustu ríkja heims. GATS og TiSA eru af sama toga og ganga út á lýðræðisvana markaðsvæðingu. Annars vegar er hún óafturkræf. Ekki er hægt fyrir nýjar ríkisstjórnir að vinda ofan af skuldbindingum um markaðsvæðingu, sem forverarnir gáfu, nema eiga málssókn á hættu. Í annan stað byggja þessar málsóknir á gerðardómsréttarfari, það þýðir að ágreiningsmálum er ekki skotið til dómstóla í viðkomandi ríkjum heldur til gerðardóma með aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta þýðir að klippt er á dómsvald sem á sér lýðræðislegar rætur.Aðild Íslands að siðleysinu Þessar TiSA-samningaviðræður eru siðlausar af tveimur ástæðum fyrir utan það sem hér var nefnt. Annars vegar eru TiSA-viðræðurnar tilraun ríkari hluta heimsins til að komast að samkomulagi sem síðan verði þröngvað upp á hinn snauðari hluta. Þetta takmark hefur ekki verið farið í grafgötur með. Í skýrslu utanríkisráðherra Íslands í mars 2014 segir að vonast sé til að aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar „gerist aðilar að TiSA-samningnum þegar viðræðum er lokið“! Hér er vísað til allra 123 ríkjanna sem stóðu að GATS-viðræðunum. Hins vegar eru TiSA-viðræðurnar ósiðlegar vegna leyndarinnar. Í TiSA-viðræðunum er meiningin að komast að samkomulagi undir leyndarhjúp um mál sem varða samfélagið allt.Leikbrúður fjármagnsins Fréttir af TiSA-viðræðunum nú eigum við enn og aftur Wikileaks að þakka. Í síðustu viku kom Wikileaks fréttum af leynimakkinu í Genf á framfæri. Athyglisvert er að lekinn hefur vakið miklu meiri athygli í þriðja heiminum en í okkar heimshluta þótt rökrétt væri að öll heimsbyggðin risi upp þegar alþjóðafjármagnið gerir lýðræðislega fulltrúa okkar að leikbrúðum sínum. Samningsríkin í TiSA-viðræðunum eru ýmist talin 50 eða 23 eftir því hvort Evrópusambandsríkin eru talin öll sér eða litið á þau sem eina heild en þannig koma þau að þessum viðræðum. Ísland er þarna með á báti, sem áður segir, og var í fréttum í síðustu viku vísað í Noreg og Ísland sem tillöguríki um tiltekna þætti í þessum viðræðum án þess að nokkur opin umræða hafi farið fram um það hér á landi!Varnaðarorð alþjóðasamtaka launafólks Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu, Public Services International, PSI, hafa fylgst með þessum viðræðum eins og þau hafa getað og sagði Rosa Pavanelli, framkvæmdastjóri PSI, eftir að upplýsingarnar komu fram í síðustu viku, að með ólíkindum væri að heimurinn þurfi að reiða sig á Wikileaks um aðgang að upplýsingum um hvað ríkisstjórnir okkar eru að semja um á bak við tjöldin fyrir okkar hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ögmundur Jónasson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og fulltrúar heimsbyggðarinnar ræða hvernig hamla megi gegn losun gróðurhúsalofttegunda, koma fulltrúar TiSA-ríkjanna saman í Genf til að ræða hið gagnstæða; hvernig koma megi í veg fyrir að félagsleg sjónarmið standi í vegi fyrir markaðsvæðingu þess sem á TiSA-máli kallast „Environmental services“ eða umhverfistengd þjónustuviðskipti.Klippt á lýðræðislegar rætur TiSA er skammstöfun fyrir Trade in Services Agreement. Þessar fríverslunarviðræður spruttu upp úr GATS – General Agreement of Trade in Services – viðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um þjónustuviðskipti og hófust þær formlega árið 2013 eftir að hlé hafði verið gert á GATS-viðræðunum vegna vaxandi andstöðu almennings og fátækustu ríkja heims. GATS og TiSA eru af sama toga og ganga út á lýðræðisvana markaðsvæðingu. Annars vegar er hún óafturkræf. Ekki er hægt fyrir nýjar ríkisstjórnir að vinda ofan af skuldbindingum um markaðsvæðingu, sem forverarnir gáfu, nema eiga málssókn á hættu. Í annan stað byggja þessar málsóknir á gerðardómsréttarfari, það þýðir að ágreiningsmálum er ekki skotið til dómstóla í viðkomandi ríkjum heldur til gerðardóma með aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta þýðir að klippt er á dómsvald sem á sér lýðræðislegar rætur.Aðild Íslands að siðleysinu Þessar TiSA-samningaviðræður eru siðlausar af tveimur ástæðum fyrir utan það sem hér var nefnt. Annars vegar eru TiSA-viðræðurnar tilraun ríkari hluta heimsins til að komast að samkomulagi sem síðan verði þröngvað upp á hinn snauðari hluta. Þetta takmark hefur ekki verið farið í grafgötur með. Í skýrslu utanríkisráðherra Íslands í mars 2014 segir að vonast sé til að aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar „gerist aðilar að TiSA-samningnum þegar viðræðum er lokið“! Hér er vísað til allra 123 ríkjanna sem stóðu að GATS-viðræðunum. Hins vegar eru TiSA-viðræðurnar ósiðlegar vegna leyndarinnar. Í TiSA-viðræðunum er meiningin að komast að samkomulagi undir leyndarhjúp um mál sem varða samfélagið allt.Leikbrúður fjármagnsins Fréttir af TiSA-viðræðunum nú eigum við enn og aftur Wikileaks að þakka. Í síðustu viku kom Wikileaks fréttum af leynimakkinu í Genf á framfæri. Athyglisvert er að lekinn hefur vakið miklu meiri athygli í þriðja heiminum en í okkar heimshluta þótt rökrétt væri að öll heimsbyggðin risi upp þegar alþjóðafjármagnið gerir lýðræðislega fulltrúa okkar að leikbrúðum sínum. Samningsríkin í TiSA-viðræðunum eru ýmist talin 50 eða 23 eftir því hvort Evrópusambandsríkin eru talin öll sér eða litið á þau sem eina heild en þannig koma þau að þessum viðræðum. Ísland er þarna með á báti, sem áður segir, og var í fréttum í síðustu viku vísað í Noreg og Ísland sem tillöguríki um tiltekna þætti í þessum viðræðum án þess að nokkur opin umræða hafi farið fram um það hér á landi!Varnaðarorð alþjóðasamtaka launafólks Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu, Public Services International, PSI, hafa fylgst með þessum viðræðum eins og þau hafa getað og sagði Rosa Pavanelli, framkvæmdastjóri PSI, eftir að upplýsingarnar komu fram í síðustu viku, að með ólíkindum væri að heimurinn þurfi að reiða sig á Wikileaks um aðgang að upplýsingum um hvað ríkisstjórnir okkar eru að semja um á bak við tjöldin fyrir okkar hönd.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun