Íslenski boltinn

Atli líklega áfram hjá FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Andri Marinó
Mestar líkur eru á því að Atli Guðnason verði áfram í FH en það segir hann í viðtali við 433.is.

Atli er uppalinn FH-ingur en sagði fyrr í haust að hann væri að skoða stöðu sína. Mögulegt væri að hann færi frá FH og að hann myndi jafnvel hætta.

Sjá einnig: Atli Guðnason hefur mögulega spilað sinn síðasta leik

„Þetta er ekki alveg orðið klárt að ég verði í FH en svona næstum. Ég hugsa að ég verði í FH á næsta ári, það eru mestar líkur á því,“ sagði Atli.

Hann útilokar ekki enn að fara út fyrir landsteinana og segir að það sé einhver áhugi hjá erlendum liðum. Ekkert þeirra hafi þó gert honum tilboð, enn sem komið er.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×