Klúður utanríkisráðherrans Össur Skarphéðinsson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson er staddur í mjög hættulegum persónulegum leiðangri gegn Þróunarsamvinnustofnun þar sem allar meginreglur stjórnsýslunnar eru brotnar. Í fyrstu virtust rök hans þau, að stofnunin væri ekki nógu vel rekin, tvíverknaður væri í gangi milli hennar og ráðuneytisins, og hann ýjaði með myrkum hætti að því að stofnunin gengi ekki í takt við utanríkisstefnu hans sjálfs. Á Alþingi gat hann ekki fært rök fyrir neinu af þessu. Sjálfstæð rannsókn utanríkismálanefndar fann heldur engin dæmi um ofangreint. Þvert á móti lauk Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður nefndarinnar, sérstöku lofsorði á stofnunina. Skoðun nefndarinnar leiddi í ljós að ÞSSÍ er fyrirmyndarstofnun, sem hlýtur hvarvetna lof, heima og erlendis, ekki síst fyrir nýmæli sem miklu stærri þjóðir vilja taka til eftirdæmis. Bestu einkunn hlaut hún þó þegar stórþjóðir vildu leggja henni til næstum þúsund milljónir króna til samlags við verkefni hennar. ÞSSÍ heldur sig innan fjárlaga og Ríkisendurskoðun gefur henni ítrekað góða umsögn. Hlálegast var þó, að hagræðið sem átti að skapast, og ráðherra varð tíðrætt um í upphafi, er ekkert. Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytis segir umbúðalaust að enginn sparnaður verði af því að leggja stofnunina niður. Þegar ofangreindum dylgjum ráðherrans var hrundið var næsta haldreipi hans að halda því fram að frumvarpið um að leggja stofnunina niður byggðist á ábendingum frá s.k. þróunarsamvinnunefnd OECD. En þegar það álit er lesið kemur í ljós, eins og ASÍ benti á í umsögn sinni, að þar eru hvergi tillögur, vísbendingar, ekki einu sinni ábendingar, um að rétt sé að leggja stofnunina niður. Skv. því er tillagan því byggð á hrapallegum misskilningi, þar sem ráðherrann hefur annaðhvort ekki skilið enskuna, eða ekki lesið skýrsluna. Svona stjórnsýsluklúður myndi ekki einu sinni gerast í vanþróuðustu ríkjum heims.Niðurlægðir starfsmenn Við þessu hefur ráðherrann brugðist með hálfgerðu stríði við starfsmenn stofnunarinnar. Hann niðurlægir þá með ýmsu móti. RÚV sló því þannig upp sem stórfrétt að ráðherrann neitaði að taka yfirstjórn stofnunarinnar með sér þegar hann heimsótti samvinnulönd hennar í Afríku. Það hafði aldrei gerst áður. Hann dinglaði nettri hótun yfir forstjóranum þegar hann lét þess getið að yrði frumvarpið ekki samþykkt, þá yrði forstjórinn ekki ráðinn áfram! – Hvers konar stjórnsýsla er þetta eiginlega? Við undirbúning málsins gætti ráðherrann þess vandlega að leita ekki til fræðimanna við HÍ sem gjörþekkja þróunarsamvinnu og hafa rannsakað um árabil. Álit þeirra, sem barst utanríkismálanefnd, var algerlega á hinn veginn. Háskóli Íslands varaði við því að ÞSSÍ yrði lögð niður, kallaði það „bráðræði“ og lagði þess í stað til að stofnunin yrði efld. Þar að auki brýtur tillaga ráðherrans algerlega gegn áratuga leiðbeiningum Ríkisendurskoðunar um að eftirlit og framkvæmd sé ekki á sömu hendi. Það er því ekki að ófyrirsynju að Gagnsæi – samtök gegn spillingu – hafa eindregið varað við tillögu ráðherrans, sem ætlar að taka verkefni ÞSSÍ, sem fara með mikið fjármagn, beint inn i ráðuneytið til sín. Frumvarpið um að leggja niður ÞSSÍ er versta þingmál sem ég hef séð í 25 ár. Það er algerlega óhugsað, illa undirbúið, og virðist skýrt dæmi um duttlungafulla geðþóttaákvörðun þar sem engin fagleg rök eru til staðar. Svona er ekki hægt að kalla annað en klúður af verstu tegund. Er þetta Nýja Ísland? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson er staddur í mjög hættulegum persónulegum leiðangri gegn Þróunarsamvinnustofnun þar sem allar meginreglur stjórnsýslunnar eru brotnar. Í fyrstu virtust rök hans þau, að stofnunin væri ekki nógu vel rekin, tvíverknaður væri í gangi milli hennar og ráðuneytisins, og hann ýjaði með myrkum hætti að því að stofnunin gengi ekki í takt við utanríkisstefnu hans sjálfs. Á Alþingi gat hann ekki fært rök fyrir neinu af þessu. Sjálfstæð rannsókn utanríkismálanefndar fann heldur engin dæmi um ofangreint. Þvert á móti lauk Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður nefndarinnar, sérstöku lofsorði á stofnunina. Skoðun nefndarinnar leiddi í ljós að ÞSSÍ er fyrirmyndarstofnun, sem hlýtur hvarvetna lof, heima og erlendis, ekki síst fyrir nýmæli sem miklu stærri þjóðir vilja taka til eftirdæmis. Bestu einkunn hlaut hún þó þegar stórþjóðir vildu leggja henni til næstum þúsund milljónir króna til samlags við verkefni hennar. ÞSSÍ heldur sig innan fjárlaga og Ríkisendurskoðun gefur henni ítrekað góða umsögn. Hlálegast var þó, að hagræðið sem átti að skapast, og ráðherra varð tíðrætt um í upphafi, er ekkert. Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytis segir umbúðalaust að enginn sparnaður verði af því að leggja stofnunina niður. Þegar ofangreindum dylgjum ráðherrans var hrundið var næsta haldreipi hans að halda því fram að frumvarpið um að leggja stofnunina niður byggðist á ábendingum frá s.k. þróunarsamvinnunefnd OECD. En þegar það álit er lesið kemur í ljós, eins og ASÍ benti á í umsögn sinni, að þar eru hvergi tillögur, vísbendingar, ekki einu sinni ábendingar, um að rétt sé að leggja stofnunina niður. Skv. því er tillagan því byggð á hrapallegum misskilningi, þar sem ráðherrann hefur annaðhvort ekki skilið enskuna, eða ekki lesið skýrsluna. Svona stjórnsýsluklúður myndi ekki einu sinni gerast í vanþróuðustu ríkjum heims.Niðurlægðir starfsmenn Við þessu hefur ráðherrann brugðist með hálfgerðu stríði við starfsmenn stofnunarinnar. Hann niðurlægir þá með ýmsu móti. RÚV sló því þannig upp sem stórfrétt að ráðherrann neitaði að taka yfirstjórn stofnunarinnar með sér þegar hann heimsótti samvinnulönd hennar í Afríku. Það hafði aldrei gerst áður. Hann dinglaði nettri hótun yfir forstjóranum þegar hann lét þess getið að yrði frumvarpið ekki samþykkt, þá yrði forstjórinn ekki ráðinn áfram! – Hvers konar stjórnsýsla er þetta eiginlega? Við undirbúning málsins gætti ráðherrann þess vandlega að leita ekki til fræðimanna við HÍ sem gjörþekkja þróunarsamvinnu og hafa rannsakað um árabil. Álit þeirra, sem barst utanríkismálanefnd, var algerlega á hinn veginn. Háskóli Íslands varaði við því að ÞSSÍ yrði lögð niður, kallaði það „bráðræði“ og lagði þess í stað til að stofnunin yrði efld. Þar að auki brýtur tillaga ráðherrans algerlega gegn áratuga leiðbeiningum Ríkisendurskoðunar um að eftirlit og framkvæmd sé ekki á sömu hendi. Það er því ekki að ófyrirsynju að Gagnsæi – samtök gegn spillingu – hafa eindregið varað við tillögu ráðherrans, sem ætlar að taka verkefni ÞSSÍ, sem fara með mikið fjármagn, beint inn i ráðuneytið til sín. Frumvarpið um að leggja niður ÞSSÍ er versta þingmál sem ég hef séð í 25 ár. Það er algerlega óhugsað, illa undirbúið, og virðist skýrt dæmi um duttlungafulla geðþóttaákvörðun þar sem engin fagleg rök eru til staðar. Svona er ekki hægt að kalla annað en klúður af verstu tegund. Er þetta Nýja Ísland?
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun