Hatrið má ekki sigra Þórunn Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 12:03 Hjarta okkar slær með París í dag. Sársauki Parísarbúa er sársauki okkar allra. Í borg ástarinnar hefur hatrið verið að verki og tekið alltof mörg líf. Kvöldið áður upplifðu íbúar Beirút annan eins hrylling og alla daga lifa Sýrlendingar, Palestínumenn og fólk á öðrum átakasvæðum við það sem við sáum í beinni útsendingu frá París í gær. Hvert ættu íbúar Parísar að leita ef ástandið þar væri viðvarandi? Tækjum við á móti þeim með ást og alúð eða færum við að efast um að þeir væru að segja satt um ástandið í heimaborg þeirra? Ég held ekki. Því miður var hatrið það afl sem hafði yfirhöndina í gær. Ekki bara í París, heldur um allan heim. Í svona viðkvæmum aðstæðum þurfum við að vanda okkur. Ef við ætlum að mæta hatrinu með illsku, fordómum og virðingarleysi fyrir hvert öðru, þá vinnur hatrið. Svo einfalt er það. Þess í stað skulum við upphefja það sem getur unnið gegn hatrinu. Kærleika, mannúð og virðingu hvert fyrir öðru.Á flótta undan hatri.Milljónir manna streyma nú frá stríðshrjáðum svæðum til Evrópu. Fólk sem leitar að öruggu skjóli vegna stríðs og ofbeldis. Á flótta undan hatrinu sem hefur rústað tilveru þeirra, í þeirri trú að hér sé næg ást og mannúð til að tryggja öryggi okkar allra. Því trúi ég líka. Kvalarar þessa fólks eru kvalarar Parísarbúa. Atburðir gærkvöldsins ættu að skerpa á samstöðunni. Útrýma talinu um „okkur og þau". Við erum öll í þessu saman. Við á móti hatrinu.Óttinn og hatriðÉg reyni að líta framhjá því sem fram fer í kommentakerfum landsins hverju sinni, enda sjaldan uppörvandi eða fróðlegt að lesa það sem þar stendur. En í gær var engin leið að líta undan. Fólk sótti kommentakerfin og dreifði þeim um internetið gjörvallt og ótti minn við hatrið varð sterkari en áður. Hatrið er nefnilega óbærilegt og ógnvekjandi. Aflið sem myrti 127 manns í París í gærkvöldi. Sama afl og myrti 44 einstaklinga í Líbanon kvöldið áður. Sama afl og sendi þúsundir manns af stað í lífshættulega bátsferð yfir til Evrópu. Höfum það hugfast. Trúarbrögð fremja ekki glæpi. Íslam, kristni eða ásatrú sprengja ekki fólk í loft upp. Hatur gerir það. Aðstæður sem þessar kalla eðlilega fram ótta. Við verðum hrædd þegar við heyrum af París, af Beirút og af Sýrlandi. Ótti kallar oft fram órökrétt viðbrögð en ótti réttlætir ekki hatur. Hatrið í kommentakerfum gærkvöldsins og varð svo yfirgengilegt að ábyrgir fjölmiðlar lokuðu fyrir athugasemdir. Í dag er nýr dagur og við þurfum að ákveða hvernig við ætlum að sigrast á hatrinu. Hatrið er rót vandans. Það er það sem ógnar öryggi og tilvist okkar allra.Kjósum kærleikannHatrið má aldrei fá okkur til að efast um mátt kærleika og samstöðu. Sjálf hef ég aldrei verið meðvitaðari um mikilvægi þess að elska heitar, vona innilegar og trúa því að ástin geti sigrað hatrið, friðurinn sigri stríðið og að ljósið verði á endanum myrkrinu yfirsterkara. Kærleikurinn er máttugastur tilfinninga og hann gerir lífið innihaldsríkara og verðmætara á meðan hatrið er afl tilgangsleysis og eyðileggingar. Þótt öllum líði kannski ekki eins þá vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að virkja þau öfl sem vinna gegn hatrinu. Ég geri ekki kröfu um að fólk elski neitt sérstaklega heitt, bara að það hætti að hata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hryðjuverk í París Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hjarta okkar slær með París í dag. Sársauki Parísarbúa er sársauki okkar allra. Í borg ástarinnar hefur hatrið verið að verki og tekið alltof mörg líf. Kvöldið áður upplifðu íbúar Beirút annan eins hrylling og alla daga lifa Sýrlendingar, Palestínumenn og fólk á öðrum átakasvæðum við það sem við sáum í beinni útsendingu frá París í gær. Hvert ættu íbúar Parísar að leita ef ástandið þar væri viðvarandi? Tækjum við á móti þeim með ást og alúð eða færum við að efast um að þeir væru að segja satt um ástandið í heimaborg þeirra? Ég held ekki. Því miður var hatrið það afl sem hafði yfirhöndina í gær. Ekki bara í París, heldur um allan heim. Í svona viðkvæmum aðstæðum þurfum við að vanda okkur. Ef við ætlum að mæta hatrinu með illsku, fordómum og virðingarleysi fyrir hvert öðru, þá vinnur hatrið. Svo einfalt er það. Þess í stað skulum við upphefja það sem getur unnið gegn hatrinu. Kærleika, mannúð og virðingu hvert fyrir öðru.Á flótta undan hatri.Milljónir manna streyma nú frá stríðshrjáðum svæðum til Evrópu. Fólk sem leitar að öruggu skjóli vegna stríðs og ofbeldis. Á flótta undan hatrinu sem hefur rústað tilveru þeirra, í þeirri trú að hér sé næg ást og mannúð til að tryggja öryggi okkar allra. Því trúi ég líka. Kvalarar þessa fólks eru kvalarar Parísarbúa. Atburðir gærkvöldsins ættu að skerpa á samstöðunni. Útrýma talinu um „okkur og þau". Við erum öll í þessu saman. Við á móti hatrinu.Óttinn og hatriðÉg reyni að líta framhjá því sem fram fer í kommentakerfum landsins hverju sinni, enda sjaldan uppörvandi eða fróðlegt að lesa það sem þar stendur. En í gær var engin leið að líta undan. Fólk sótti kommentakerfin og dreifði þeim um internetið gjörvallt og ótti minn við hatrið varð sterkari en áður. Hatrið er nefnilega óbærilegt og ógnvekjandi. Aflið sem myrti 127 manns í París í gærkvöldi. Sama afl og myrti 44 einstaklinga í Líbanon kvöldið áður. Sama afl og sendi þúsundir manns af stað í lífshættulega bátsferð yfir til Evrópu. Höfum það hugfast. Trúarbrögð fremja ekki glæpi. Íslam, kristni eða ásatrú sprengja ekki fólk í loft upp. Hatur gerir það. Aðstæður sem þessar kalla eðlilega fram ótta. Við verðum hrædd þegar við heyrum af París, af Beirút og af Sýrlandi. Ótti kallar oft fram órökrétt viðbrögð en ótti réttlætir ekki hatur. Hatrið í kommentakerfum gærkvöldsins og varð svo yfirgengilegt að ábyrgir fjölmiðlar lokuðu fyrir athugasemdir. Í dag er nýr dagur og við þurfum að ákveða hvernig við ætlum að sigrast á hatrinu. Hatrið er rót vandans. Það er það sem ógnar öryggi og tilvist okkar allra.Kjósum kærleikannHatrið má aldrei fá okkur til að efast um mátt kærleika og samstöðu. Sjálf hef ég aldrei verið meðvitaðari um mikilvægi þess að elska heitar, vona innilegar og trúa því að ástin geti sigrað hatrið, friðurinn sigri stríðið og að ljósið verði á endanum myrkrinu yfirsterkara. Kærleikurinn er máttugastur tilfinninga og hann gerir lífið innihaldsríkara og verðmætara á meðan hatrið er afl tilgangsleysis og eyðileggingar. Þótt öllum líði kannski ekki eins þá vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að virkja þau öfl sem vinna gegn hatrinu. Ég geri ekki kröfu um að fólk elski neitt sérstaklega heitt, bara að það hætti að hata.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun