Afríka verður illa úti vegna samdráttar í Kína Lars Christensen skrifar 4. nóvember 2015 10:15 Velgengnissaga sem sjaldan er sögð úr hinu hnattræna hagkerfi síðustu tuttugu ára hefur verið Afríka. Af þeim tuttugu hagkerfum sem vaxið hafa hraðast í heiminum síðustu tvo áratugi er helmingurinn í Afríku. Mikilvægasti þátturinn í velgengni Afríku er sennilega sú staðreynd að lok kalda stríðsins, snemma á 10. áratug síðustu aldar, þýddu að stuðningi vesturveldanna og austurblokkarinnar við einræðisstjórnir í Afríku var hætt, og afleiðingin var sú að lýðræði – þótt ófullkomið sé – hefur smám saman breiðst út um Afríku og um leið meiri virðing fyrir réttarríkinu. Annar mjög mikilvægur þáttur er skörp hækkun á hrávöruverði í heiminum sem átti sér stað frá því seint á 10. áratugnum og til 2008. Og þar sem mörg Afríkuríki eru hrávöruútflytjendur hafa þau hagnast gríðarlega á hækkandi olíuverði. Hækkunin á hrávöruverði hefur að sjálfsögðu að miklu leyti verið afleiðing af mjög miklum hagvexti í Kína síðan snemma á 10. áratugnum. Þess vegna eru sterk tengsl á milli mikils kínversks hagvaxtar og hærra hrávöruverðs, sem aftur hefur stutt við hagvöxt í Afríku. En það eru líka sterkari tengsl á milli Afríku og Kína – miklar beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. En gæfan gæti verið á þrotum.Samdráttur í Kína slær á hagvöxt í Afríku Hægt hefur verulega á hagvexti í Kína á síðustu árum og það er ástæða til að ætla að samdrátturinn haldi áfram næstu áratugi þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum kerfislægum mótbyr, sérstaklega vegna mjög neikvæðrar mannfjöldaþróunar. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Afríku. Annars vegar hefur hrávöruverð hrapað samfara samdrættinum í Kína og hins vegar hefur komið fram aukinn þrýstingur á beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. Þannig hafa fjárfestingar Kínverja, samkvæmt mati sumra, minnkað um allt að 85% á þessu ári. „Kínverska áfallið“ hefur komið fram bæði á fjármálamörkuðum – þar sem gjaldmiðlar Afríku hafa veikst verulega á þessu ári – og í samdrætti hagvaxtar í Afríku. Svo með samdrætti í Kína er meðbyrinn að breytast í mótvind fyrir Afríku og það hefur ekki aðeins áhrif á markaði og hagvöxt heldur er líklegt að það hafi neikvæð pólitísk áhrif. Þegar þrengir að hagvexti er því líklegt að við sjáum aukin vandamál í ríkisfjármálum um alla Afríku og því fylgir aukin efnahagsleg óvissa og getur auðveldlega aukið pólitíska spennu í mörgum af viðkvæmustu lýðræðisríkjum Afríku. Niðurstaðan: Afríka hefur verið velgengnissaga sem sjaldan er sögð, en nú kunnum við að standa á krossgötum þar sem auðveldir kostir eru ekki lengur í boði. Að því sögðu: Mörg ríki Afríku hafa gert raunverulegar endurbætur á síðustu tíu til fimmtán árum og vonandi gerir það þeim kleift að komast í gegnum þrengingarnar þegar samdrátturinn heldur áfram í Kína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Velgengnissaga sem sjaldan er sögð úr hinu hnattræna hagkerfi síðustu tuttugu ára hefur verið Afríka. Af þeim tuttugu hagkerfum sem vaxið hafa hraðast í heiminum síðustu tvo áratugi er helmingurinn í Afríku. Mikilvægasti þátturinn í velgengni Afríku er sennilega sú staðreynd að lok kalda stríðsins, snemma á 10. áratug síðustu aldar, þýddu að stuðningi vesturveldanna og austurblokkarinnar við einræðisstjórnir í Afríku var hætt, og afleiðingin var sú að lýðræði – þótt ófullkomið sé – hefur smám saman breiðst út um Afríku og um leið meiri virðing fyrir réttarríkinu. Annar mjög mikilvægur þáttur er skörp hækkun á hrávöruverði í heiminum sem átti sér stað frá því seint á 10. áratugnum og til 2008. Og þar sem mörg Afríkuríki eru hrávöruútflytjendur hafa þau hagnast gríðarlega á hækkandi olíuverði. Hækkunin á hrávöruverði hefur að sjálfsögðu að miklu leyti verið afleiðing af mjög miklum hagvexti í Kína síðan snemma á 10. áratugnum. Þess vegna eru sterk tengsl á milli mikils kínversks hagvaxtar og hærra hrávöruverðs, sem aftur hefur stutt við hagvöxt í Afríku. En það eru líka sterkari tengsl á milli Afríku og Kína – miklar beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. En gæfan gæti verið á þrotum.Samdráttur í Kína slær á hagvöxt í Afríku Hægt hefur verulega á hagvexti í Kína á síðustu árum og það er ástæða til að ætla að samdrátturinn haldi áfram næstu áratugi þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum kerfislægum mótbyr, sérstaklega vegna mjög neikvæðrar mannfjöldaþróunar. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Afríku. Annars vegar hefur hrávöruverð hrapað samfara samdrættinum í Kína og hins vegar hefur komið fram aukinn þrýstingur á beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. Þannig hafa fjárfestingar Kínverja, samkvæmt mati sumra, minnkað um allt að 85% á þessu ári. „Kínverska áfallið“ hefur komið fram bæði á fjármálamörkuðum – þar sem gjaldmiðlar Afríku hafa veikst verulega á þessu ári – og í samdrætti hagvaxtar í Afríku. Svo með samdrætti í Kína er meðbyrinn að breytast í mótvind fyrir Afríku og það hefur ekki aðeins áhrif á markaði og hagvöxt heldur er líklegt að það hafi neikvæð pólitísk áhrif. Þegar þrengir að hagvexti er því líklegt að við sjáum aukin vandamál í ríkisfjármálum um alla Afríku og því fylgir aukin efnahagsleg óvissa og getur auðveldlega aukið pólitíska spennu í mörgum af viðkvæmustu lýðræðisríkjum Afríku. Niðurstaðan: Afríka hefur verið velgengnissaga sem sjaldan er sögð, en nú kunnum við að standa á krossgötum þar sem auðveldir kostir eru ekki lengur í boði. Að því sögðu: Mörg ríki Afríku hafa gert raunverulegar endurbætur á síðustu tíu til fimmtán árum og vonandi gerir það þeim kleift að komast í gegnum þrengingarnar þegar samdrátturinn heldur áfram í Kína.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun