Jafnrétti í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Það er erfitt að breyta menningu og það er erfitt að breyta samfélagi og það er þess vegna sem jafnréttisáætlanir eru svo mikilvægar. Áætlun um hvað við ætlum að gera til að leiðrétta mismunun og hvernig við ætlum að breyta, fræða og fræðast til að fyrirbyggja mismunun í framtíðinni. Það er til dæmis gjörsamlega óskiljanlegt og ólíðandi að konur fái lægri laun fyrir sitt vinnuframlag en karlar, að konur beri umönnunarbyrði samfélagsins í meira mæli og að svo hræðilega algengt sé að konur séu beittar ofbeldi.Fjölbreytni Nýsamþykkt jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar tekur einnig til þess hvernig jafna má stöðu fólks í Reykjavík út frá fleiri þáttum en kyni. Þar má nefna kynhneigð, upprunaland, aldur, heilsu og fötlun eða bara það sem á einhvern hátt er frábrugðið því sem samfélagið hefur ákveðið að sé norm. Þess vegna er mikilvægt að hugað sé að margfaldri mismunun við ákvarðanir og rekstur borgarinnar.Kyngreind gögn Við stjórn og stefnumótun borgarinnar er mikilvægt að nýta kynjaða fjárhagsáætlun. Það vinnulag leiðir til betri og réttlátari ákvarðanatöku og Reykjavík er að mörgu leyti til fyrirmyndar að þessu leyti. Það er mikilvægt að fá kyngreind gögn og að við notum jafnréttismat markvisst til þess að geta meðvitað í okkar ákvörðunum stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Það er líka mikilvægt að gefa út kyngreind gögn eins og mannréttindaskrifstofan hefur gert árum saman þar sem borgarbúar sjá svart á hvítu stöðuna eins og hún er.Fræðsla Til að koma í veg fyrir að næstu kynslóðir haldi áfram í sama fari eru áherslur á menntamál mikilvægar. Jafnréttisskólinn er fróðleiksbrunnur um jafnrétti í víðum skilningi í skóla- og frístundastarfi og það er gríðarlega mikilvægt að við stöndum vel að kennslu um jafnrétti. Við sjáum að enn hafa börn og ungmenni frekar staðlaðar hugmyndir um hlutverk og hæfileika kynjanna og það er skaðlegt og sorglegt um leið og setur því skorður hvaða nám og starf ungmenni velja sér í framtíðinni og viðheldur kynskiptum vinnumarkaði. Í anda nýsamþykktrar upplýsingastefnu borgarinnar finnst mér tilvalið að við opnum matskerfið sem er síðasta aðgerðin í þessari aðgerðaáætlun fyrir borgarbúum þannig að allir geti fylgst með hvernig vinnu samkvæmt þessari aðgerðaáætlun miðar.Sömu laun fyrir sömu vinnu Í nýlegri skýrslu um launamun kynjanna hjá Reykjavíkurborg kemur fram að hann er að minnka og það er vel en við verðum að halda þar ótrauð áfram. Það er enginn að segja að stjórnendur meðvitað ákveði að borga konum lægri laun en það gerist eins og sjálfkrafa að framlag karla er metið að meiri verðleikum en framlag kvenna, ósjálfrátt og ómeðvitað – aftur og aftur og aftur, ekki bara í launamálum heldur miklu víðar. Þess vegna þarf róttækar aðgerðir og stöðuga fræðslu.Ofbeldi gegn konum er ólíðandi Kynbundið ofbeldi er einnig afkvæmi þessa gamla kynjakerfis og er stærsta ofbeldisógn sem til staðar er í samfélaginu. Nýstofnuð ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar mun fylgja eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og ég bind miklar vonir við að þar munum við ná árangri.Mannréttindaborgin Reykjavík Reykjavíkurborg sem stærsta sveitarfélag landsins hefur mikil tækifæri til að hafa áhrif þar sem þjónusta borgarinnar snertir stóran hluta Íslendinga allt frá vöggu til grafar. Það þýðir líka að Reykjavíkurborg ber mikla ábyrgð á ástandinu eins og það er. Það er því á okkar ábyrgð að tryggja að Reykjavíkurborg verði raunverulegt hreyfiafl í baráttunni fyrir jöfnum rétti og tækifærum fólks. Reykjavíkurborg er og á að vera í fararbroddi í mannréttindamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að breyta menningu og það er erfitt að breyta samfélagi og það er þess vegna sem jafnréttisáætlanir eru svo mikilvægar. Áætlun um hvað við ætlum að gera til að leiðrétta mismunun og hvernig við ætlum að breyta, fræða og fræðast til að fyrirbyggja mismunun í framtíðinni. Það er til dæmis gjörsamlega óskiljanlegt og ólíðandi að konur fái lægri laun fyrir sitt vinnuframlag en karlar, að konur beri umönnunarbyrði samfélagsins í meira mæli og að svo hræðilega algengt sé að konur séu beittar ofbeldi.Fjölbreytni Nýsamþykkt jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar tekur einnig til þess hvernig jafna má stöðu fólks í Reykjavík út frá fleiri þáttum en kyni. Þar má nefna kynhneigð, upprunaland, aldur, heilsu og fötlun eða bara það sem á einhvern hátt er frábrugðið því sem samfélagið hefur ákveðið að sé norm. Þess vegna er mikilvægt að hugað sé að margfaldri mismunun við ákvarðanir og rekstur borgarinnar.Kyngreind gögn Við stjórn og stefnumótun borgarinnar er mikilvægt að nýta kynjaða fjárhagsáætlun. Það vinnulag leiðir til betri og réttlátari ákvarðanatöku og Reykjavík er að mörgu leyti til fyrirmyndar að þessu leyti. Það er mikilvægt að fá kyngreind gögn og að við notum jafnréttismat markvisst til þess að geta meðvitað í okkar ákvörðunum stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Það er líka mikilvægt að gefa út kyngreind gögn eins og mannréttindaskrifstofan hefur gert árum saman þar sem borgarbúar sjá svart á hvítu stöðuna eins og hún er.Fræðsla Til að koma í veg fyrir að næstu kynslóðir haldi áfram í sama fari eru áherslur á menntamál mikilvægar. Jafnréttisskólinn er fróðleiksbrunnur um jafnrétti í víðum skilningi í skóla- og frístundastarfi og það er gríðarlega mikilvægt að við stöndum vel að kennslu um jafnrétti. Við sjáum að enn hafa börn og ungmenni frekar staðlaðar hugmyndir um hlutverk og hæfileika kynjanna og það er skaðlegt og sorglegt um leið og setur því skorður hvaða nám og starf ungmenni velja sér í framtíðinni og viðheldur kynskiptum vinnumarkaði. Í anda nýsamþykktrar upplýsingastefnu borgarinnar finnst mér tilvalið að við opnum matskerfið sem er síðasta aðgerðin í þessari aðgerðaáætlun fyrir borgarbúum þannig að allir geti fylgst með hvernig vinnu samkvæmt þessari aðgerðaáætlun miðar.Sömu laun fyrir sömu vinnu Í nýlegri skýrslu um launamun kynjanna hjá Reykjavíkurborg kemur fram að hann er að minnka og það er vel en við verðum að halda þar ótrauð áfram. Það er enginn að segja að stjórnendur meðvitað ákveði að borga konum lægri laun en það gerist eins og sjálfkrafa að framlag karla er metið að meiri verðleikum en framlag kvenna, ósjálfrátt og ómeðvitað – aftur og aftur og aftur, ekki bara í launamálum heldur miklu víðar. Þess vegna þarf róttækar aðgerðir og stöðuga fræðslu.Ofbeldi gegn konum er ólíðandi Kynbundið ofbeldi er einnig afkvæmi þessa gamla kynjakerfis og er stærsta ofbeldisógn sem til staðar er í samfélaginu. Nýstofnuð ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar mun fylgja eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og ég bind miklar vonir við að þar munum við ná árangri.Mannréttindaborgin Reykjavík Reykjavíkurborg sem stærsta sveitarfélag landsins hefur mikil tækifæri til að hafa áhrif þar sem þjónusta borgarinnar snertir stóran hluta Íslendinga allt frá vöggu til grafar. Það þýðir líka að Reykjavíkurborg ber mikla ábyrgð á ástandinu eins og það er. Það er því á okkar ábyrgð að tryggja að Reykjavíkurborg verði raunverulegt hreyfiafl í baráttunni fyrir jöfnum rétti og tækifærum fólks. Reykjavíkurborg er og á að vera í fararbroddi í mannréttindamálum.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun