Umbætur í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 28. október 2015 10:38 Niðurstöður ítarlegrar greiningar á fjárhag og rekstri stofnana Hafnarfjarðarbæjar liggja nú fyrir. Það var eitt af fyrstu verkefnum nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn að fá óháða ráðgjafa til þess verks. Ráðgjafarnir lögðu fram hundruð tillagna um hvernig bæta mætti reksturinn, ná fram meiri skilvirkni í kerfinu og almennt ráðstafa betur fjármunum bæjarbúa með betri nýtingu innviða í huga og án þess að skerða þjónustu til íbúanna. Nokkrar tillagnanna, einkum þær er lutu að breytingum á stjórnkerfinu, hafa þegar komið til framkvæmda. Meðal annars hefur rekstrar-, fjármála- og lögfræðistarf bæjarins verið styrkt. Aðrar tillögur hafa verið lagðar fram og eru til lýðræðislegrar umfjöllunar í viðeigandi ráðum, nefndum og/eða hjá stjórnsýslu bæjarins. Næðu allar tillögur ráðgjafanna fram að ganga er talið að árleg útgjöld gætu minnkað um allt að 600 milljónir króna. Hafnarfjarðarbær hefur um árabil verið í hópi allra skuldsettustu sveitarfélaga landsins. Fyrstu verk meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks voru því að ráða bæjarstjóra með sterkan grunn í rekstri og fjármálum sveitarfélaga og greina síðan tækifæri bæjarins til úrbóta á markvissan og ítarlegan hátt með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga. Í aðdraganda síðustu kosninga lá fyrir að brýnt væri að gera breytingar við stjórnun og rekstur sveitarfélagsins. Fyrir lá að sveitarfélagið hefði einfaldlega ekki borð fyrir báru kæmi til mikilla óvæntra útgjalda, vegna þungrar skuldastöðu. Nýlegar og fyrirsjáanlegar launahækkanir og auknar lífeyrisskuldbindingar eru því mikil áskorun fyrir Hafnarfjarðarbæ. Nýr meirihluti gerði sér grein fyrir því að viðsnúningur í fjárhag bæjarins yrði eitt af stóru verkefnunum á kjörtímabilinu. Nú er hins vegar ljóst að róðurinn er mun þyngri en áætlanir á síðasta kjörtímabili gerðu ráð fyrir. Öll sveitarfélög takast nú á við aukinn kostnað í kjölfar kjarasamningsbreytinga og skuldsetning fyrri ára er íþyngjandi í þeirri glímu. Rekstrargreining bæjarins, eitt af forgangsverkefnum nýs meirihluta, er mikill styrkur í þeirri áskorun sem fram undan er. Nú þarf að taka höndum saman við að rétta fjárhaginn til framtíðar með markvissum hætti, snúa vörn í sókn og efla bæjarfélagið. Fjölmörg umbótaverkefni hafa þegar farið af stað og önnur eru í undirbúningi í ráðum og nefndum bæjarins. Við ætlum að koma Hafnarfirði í fremstu röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Niðurstöður ítarlegrar greiningar á fjárhag og rekstri stofnana Hafnarfjarðarbæjar liggja nú fyrir. Það var eitt af fyrstu verkefnum nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn að fá óháða ráðgjafa til þess verks. Ráðgjafarnir lögðu fram hundruð tillagna um hvernig bæta mætti reksturinn, ná fram meiri skilvirkni í kerfinu og almennt ráðstafa betur fjármunum bæjarbúa með betri nýtingu innviða í huga og án þess að skerða þjónustu til íbúanna. Nokkrar tillagnanna, einkum þær er lutu að breytingum á stjórnkerfinu, hafa þegar komið til framkvæmda. Meðal annars hefur rekstrar-, fjármála- og lögfræðistarf bæjarins verið styrkt. Aðrar tillögur hafa verið lagðar fram og eru til lýðræðislegrar umfjöllunar í viðeigandi ráðum, nefndum og/eða hjá stjórnsýslu bæjarins. Næðu allar tillögur ráðgjafanna fram að ganga er talið að árleg útgjöld gætu minnkað um allt að 600 milljónir króna. Hafnarfjarðarbær hefur um árabil verið í hópi allra skuldsettustu sveitarfélaga landsins. Fyrstu verk meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks voru því að ráða bæjarstjóra með sterkan grunn í rekstri og fjármálum sveitarfélaga og greina síðan tækifæri bæjarins til úrbóta á markvissan og ítarlegan hátt með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga. Í aðdraganda síðustu kosninga lá fyrir að brýnt væri að gera breytingar við stjórnun og rekstur sveitarfélagsins. Fyrir lá að sveitarfélagið hefði einfaldlega ekki borð fyrir báru kæmi til mikilla óvæntra útgjalda, vegna þungrar skuldastöðu. Nýlegar og fyrirsjáanlegar launahækkanir og auknar lífeyrisskuldbindingar eru því mikil áskorun fyrir Hafnarfjarðarbæ. Nýr meirihluti gerði sér grein fyrir því að viðsnúningur í fjárhag bæjarins yrði eitt af stóru verkefnunum á kjörtímabilinu. Nú er hins vegar ljóst að róðurinn er mun þyngri en áætlanir á síðasta kjörtímabili gerðu ráð fyrir. Öll sveitarfélög takast nú á við aukinn kostnað í kjölfar kjarasamningsbreytinga og skuldsetning fyrri ára er íþyngjandi í þeirri glímu. Rekstrargreining bæjarins, eitt af forgangsverkefnum nýs meirihluta, er mikill styrkur í þeirri áskorun sem fram undan er. Nú þarf að taka höndum saman við að rétta fjárhaginn til framtíðar með markvissum hætti, snúa vörn í sókn og efla bæjarfélagið. Fjölmörg umbótaverkefni hafa þegar farið af stað og önnur eru í undirbúningi í ráðum og nefndum bæjarins. Við ætlum að koma Hafnarfirði í fremstu röð.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar