Fótbolti

Róbert: Ekki hægt að sleppa svona tækifæri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hafnfirðingarnir Róbert og Emil í Leifsstöð fyrr í dag.
Hafnfirðingarnir Róbert og Emil í Leifsstöð fyrr í dag. Vísir/ESÁ
„Ég var bara í vinnuni og fékk skilaboð um þetta um ellefu leytið. Ég hoppaði bara af stað og skyldi vinnufélagana eftir,“ sagði Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á leiðinni til Tyrklands í dag.

Róbert var kallaður inn í landsliðið í dag eftir að markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson meiddist á æfingu í morgun. Kom í ljós í dag að hann fór úr axlarlið og verður frá næstu vikurnar.

„Vinnufélagarnir eru sem betur fer miklir fótboltaáhugamenn og fannst þetta sem betur fer ekkert mál.“

Róbert sagðist vera sáttur með að fá tækifærið en sendi Hannesi góðar kveðjur.

„Hannes er mjög góður vinur minn og það var leiðinlegt að heyra af meiðslunum og ég vill bara óska honum góðs bata. Þetta er hinsvegar frábær endir á góðu tímabili,“ sagði Róbert sem sagðist þurfa að fresta ferðaáætlunum sínum.

„Ég þarf að fresta ferðaáætlununum, ég var að fara til Perú á miðvikudaginn en ég redda því. Ég sleppi ekki svona tækifærum.“ 


Tengdar fréttir

Hannes Þór fór úr axlarlið

Íslenska landsliðið varð fyrir áfalli í morgun þegar markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson meiddist á æfingu. Hannes lenti illa á annarri öxlinni og fór úr axlarlið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×