Fótbolti

Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson. Vísir/Getty
Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn.

„Jón Daði fékk högg á hnéð en hann fór í myndatöku og þeir fundu ekkert alvarlegt. Hann mun hvíla á æfingu í dag og svo sjáum við til hvort hann geti æft á morgun," sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska landsliðsins, í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu íslenska liðsins í dag.

„Jón er ennþá spurningamerki en eftir því sem ég veit þá var blæddi bara inn á vöðva og hann ætti því að ná sér á einum eða tveimur dögum," sagði Lars.

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði íslenska landsliðsins í síðustu tveimur leikjum liðsins á móti Hollandi og Kasakstan og hann hefur komið við sögu í öllum átta leikjum Íslands í keppninni.

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson þurfa því mögulega að gera breytingar á framlínu liðsins fyrir leikinn við Letta sem er eftir aðeins tvo daga og þetta gæti þýtt að Alfreð Finnbogason fái langþráð tækifæri í byrjunarliði Íslands í keppnisleik.

Alfreð er hinsvegar ekki sá eini sem kemur til greina enda hafa fleiri sterkir sóknarmenn verið á bekknum hjá íslenska landsliðinu í undanförnum leikjum.


Tengdar fréttir

Jón Daði: Þetta er bara lygilegt

"Þetta er bara lygilegt ef maður á að segja alveg eins og er,“ segir Jón Daði Böðvarsson, leikmaður íslenska landsliðins, eftir leikinn gegn Kasakstan í kvöld. Ísland tryggði sér sæti á fyrsta stórmótið í sögu þjóðarinnar eftir 0-0 jafntefli.

Jón Daði: Fékk gæsahúð yfir þjóðsöngnum

Jón Daði Böðvarsson var hrærður þegar blaðamaður Vísis hitti á hann að leik loknum í kvöld en hann sagði það mikil forréttindi að fá að spila með þessu liði.

Jón Daði: Var fúll og reiður innra með mér

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er á sínum síðustu mánuðum hjá norska félaginu Viking því hann hefur samið við þýska liðið Kaiserslautern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×