Vísbendingar um frekari blekkingar Finnur Thorlacius og Jón Hákon Halldórsson skrifa 24. september 2015 07:00 Talið er að ellefu milljón bílar hafi verið með svindlhugbúnaði. Fréttablaðið/EPA Hlutabréf í Volkswagen hækkuðu um 6,5 prósent í gær, eftir að hafa fallið um samtals yfir 30 prósent í upphafi vikunnar. Ástæða verðfallsins var fréttir um að í bílum, sem framleiddir eru af Volkswagen, hafi verið hugbúnaður sem lætur líta svo út að dísilvélar bílanna losi minni koltvísýring en þær gera í raun. Stjórn Volkswagen í Þýskalandi hittist á fundi í gær til þess að fara yfir stöðu fyrirtækisins. Martin Winterkorn, forstjóri fyrirtækisins, hefur beðist afsökunar og fyrirtækið hefur lagt til hliðar 6,5 milljarða evra (jafnvirði 930 milljarða króna) vegna kostnaðar við innköllun bílanna og annars kostnaðar sem hlýst af þessu máli. Winterkorn sagði upp störfum í gær. CNN segir málið verulegt áfall fyrir Þýskaland, þar sem bílaiðnaðurinn er stór þáttur í efnahagslífinu. Tuttugu prósent af heildarverðmæti útflutnings séu bílar og 775 þúsund manns hafi bein störf af iðnaðinum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að málið sé erfitt og hvatti fyrirtækið til að skýra mál sitt að fullu. En það eru upplýsingar um að fleiri aðilar en Volkswagen hafi notað sambærilegan búnað. Fyrir fjórum eða fimm árum hitti starfsmaður Umhverfisstofnunar, Þorsteinn Jóhannsson, mann sem hann segir hafa verið annaðhvort starfsmann Environmental Protection Agency (EPA) eða umhverfisstofnunar Kaliforníu á fundi í Bandaríkjunum. Það er umhverfisstofnunin EPA sem uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen sem upplýst var um í síðustu viku. „Í léttu spjalli okkar í milli tjáði hann mér að stofnunin hefði komist að því að þrír stórir og þekktir dísilvélaframleiðendur í Bandaríkjunum hefðu orðið uppvísir að því að vera með sams konar hugbúnað tengdan dísilvélum sínum og Volkswagen hefur orðið uppvíst að nú,“ segir Þorsteinn í samtali við Fréttablaðið. „Sá hugbúnaður stjórnar bruna véla þeirra við mælingar og minnkar bæði mengun þeirra og afl. Var það því um alveg sömu aðferð og ræða og í tilviki Volkswagen. Ekki kom þó til sekta til handa þessum dísilvélaframleiðendum, en allir voru þeir innlendir,“ sagði Þorsteinn enn fremur. Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40 Hlutabréfaverð Volkswagen hækkar á ný Hlutabréfaverð Volkswagen hefur hækkað um 6% það sem af er degi. 23. september 2015 14:48 Framtíð Winterkorn ræðst á stjórnarfundi Volkswagen í dag Hlutabréf í Volkswagen hafa nú fallið um 41%. 23. september 2015 09:56 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Hlutabréf í Volkswagen hækkuðu um 6,5 prósent í gær, eftir að hafa fallið um samtals yfir 30 prósent í upphafi vikunnar. Ástæða verðfallsins var fréttir um að í bílum, sem framleiddir eru af Volkswagen, hafi verið hugbúnaður sem lætur líta svo út að dísilvélar bílanna losi minni koltvísýring en þær gera í raun. Stjórn Volkswagen í Þýskalandi hittist á fundi í gær til þess að fara yfir stöðu fyrirtækisins. Martin Winterkorn, forstjóri fyrirtækisins, hefur beðist afsökunar og fyrirtækið hefur lagt til hliðar 6,5 milljarða evra (jafnvirði 930 milljarða króna) vegna kostnaðar við innköllun bílanna og annars kostnaðar sem hlýst af þessu máli. Winterkorn sagði upp störfum í gær. CNN segir málið verulegt áfall fyrir Þýskaland, þar sem bílaiðnaðurinn er stór þáttur í efnahagslífinu. Tuttugu prósent af heildarverðmæti útflutnings séu bílar og 775 þúsund manns hafi bein störf af iðnaðinum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að málið sé erfitt og hvatti fyrirtækið til að skýra mál sitt að fullu. En það eru upplýsingar um að fleiri aðilar en Volkswagen hafi notað sambærilegan búnað. Fyrir fjórum eða fimm árum hitti starfsmaður Umhverfisstofnunar, Þorsteinn Jóhannsson, mann sem hann segir hafa verið annaðhvort starfsmann Environmental Protection Agency (EPA) eða umhverfisstofnunar Kaliforníu á fundi í Bandaríkjunum. Það er umhverfisstofnunin EPA sem uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen sem upplýst var um í síðustu viku. „Í léttu spjalli okkar í milli tjáði hann mér að stofnunin hefði komist að því að þrír stórir og þekktir dísilvélaframleiðendur í Bandaríkjunum hefðu orðið uppvísir að því að vera með sams konar hugbúnað tengdan dísilvélum sínum og Volkswagen hefur orðið uppvíst að nú,“ segir Þorsteinn í samtali við Fréttablaðið. „Sá hugbúnaður stjórnar bruna véla þeirra við mælingar og minnkar bæði mengun þeirra og afl. Var það því um alveg sömu aðferð og ræða og í tilviki Volkswagen. Ekki kom þó til sekta til handa þessum dísilvélaframleiðendum, en allir voru þeir innlendir,“ sagði Þorsteinn enn fremur.
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40 Hlutabréfaverð Volkswagen hækkar á ný Hlutabréfaverð Volkswagen hefur hækkað um 6% það sem af er degi. 23. september 2015 14:48 Framtíð Winterkorn ræðst á stjórnarfundi Volkswagen í dag Hlutabréf í Volkswagen hafa nú fallið um 41%. 23. september 2015 09:56 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40
Hlutabréfaverð Volkswagen hækkar á ný Hlutabréfaverð Volkswagen hefur hækkað um 6% það sem af er degi. 23. september 2015 14:48
Framtíð Winterkorn ræðst á stjórnarfundi Volkswagen í dag Hlutabréf í Volkswagen hafa nú fallið um 41%. 23. september 2015 09:56