Auschwitz til sölu Sabine Leskopf skrifar 26. september 2015 07:00 Árið 1976 kom þýskur rannsóknarlögreglumaður að nafni Karl Schütz til Íslands vegna Geirfinnsmálsins. Skömmu seinna birtist skopmynd af honum með hakakrossi í Morgunblaðinu. Hann sætti sig ekki við það og fór í mál vegna þess að þetta þykir hin mesta móðgun við Þjóðverja sem hægt er að hugsa sér. Hæstiréttur dæmdi svo ritstjórnina til að greiða honum bætur þó að teiknarinn sjálfur hafi verið sýknaður. Ég er Þjóðverji og hef búið á Íslandi í 15 ár. Fyrstu árin gat ég verið mjög sár yfir lélegum nasistabröndurum og enn lélegri og óviðeigandi nasistasamlíkingum. Stundum var vísað til meints húmorsleysis Þjóðverja þegar ég hló ekki að slíkum bröndurum. Svona eins og svart fólk – eða blámaður? – hlær ekki að niggarabröndurum þegar þeir eru sagðir af hvítu fólki. Þetta er flókið og vandmeðfarið mál. Langoftast hef ég þó tamið mér með árunum að hugsa í hljóði um vanþekkingu, ónærgætni og áhugaleysi um sögu og framþróun Þýskalands. Fyrir utan Suður-Afríku hefur nefnilega ekkert land unnið eins mikið í því að læra af sögu sinni og Þýskaland, svo mikið, að ég ólst upp með því hugarfari að það mætti ekki vera gaman að vera Þjóðverji, að saklaus þjóðernisvitund eins og við upplifum hér 17. júní eða eftir sigur í handboltanum var ekki í boði þá, þó miklar breytingar hafi orðið á síðustu árum.Ímyndaðir nasistar Sl. þriðjudag vísaði borgarfulltrúinn Áslaug María Friðriksdóttir til ímyndaðra nasista í borgarstjórn í umræðunni um tillögu meirihluta borgarinnar um sniðgöngusamþykktina. Næsta dag kom víst hálf afsökunarbeiðni á Facebook-síðu hennar þar sem hún segist sjá eftir að hafa sagt þetta, en segir samt að í rauninni ætti hún ekki að þurfa að biðjast afsökunar af því að hún gerði eiginlega ekkert rangt. Það sem hún virðist ekki gera sér grein fyrir er að hún, og aðrir sem nota slíka orðræðu svona léttvægt í engu samræmi við tilefnið, er að hún sýnir ekki bara mér persónulega og félögum mínum vanvirðingu, heldur líka öllum þeim 6 milljónum gyðinga sem týndu lífi í útrýmingarbúðum nasista. Ég sat þennan fund og undir þessum lítt dulbúna samanburði minna starfa við nasista. Fundurinn snerist í huga minnihlutans aðallega um það hvaða verðmiða mætti setja á mannréttindi. Af málflutningi Áslaugar hefði mátt halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri til í að selja jafnvel Auschwitz ef einungis væri nóg að græða á því. Ég er ekki þeirrar skoðunar, einmitt af því að ég er í dag stoltur Íslendingur af þýskum uppruna. Góða fólkið sem sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Árið 1976 kom þýskur rannsóknarlögreglumaður að nafni Karl Schütz til Íslands vegna Geirfinnsmálsins. Skömmu seinna birtist skopmynd af honum með hakakrossi í Morgunblaðinu. Hann sætti sig ekki við það og fór í mál vegna þess að þetta þykir hin mesta móðgun við Þjóðverja sem hægt er að hugsa sér. Hæstiréttur dæmdi svo ritstjórnina til að greiða honum bætur þó að teiknarinn sjálfur hafi verið sýknaður. Ég er Þjóðverji og hef búið á Íslandi í 15 ár. Fyrstu árin gat ég verið mjög sár yfir lélegum nasistabröndurum og enn lélegri og óviðeigandi nasistasamlíkingum. Stundum var vísað til meints húmorsleysis Þjóðverja þegar ég hló ekki að slíkum bröndurum. Svona eins og svart fólk – eða blámaður? – hlær ekki að niggarabröndurum þegar þeir eru sagðir af hvítu fólki. Þetta er flókið og vandmeðfarið mál. Langoftast hef ég þó tamið mér með árunum að hugsa í hljóði um vanþekkingu, ónærgætni og áhugaleysi um sögu og framþróun Þýskalands. Fyrir utan Suður-Afríku hefur nefnilega ekkert land unnið eins mikið í því að læra af sögu sinni og Þýskaland, svo mikið, að ég ólst upp með því hugarfari að það mætti ekki vera gaman að vera Þjóðverji, að saklaus þjóðernisvitund eins og við upplifum hér 17. júní eða eftir sigur í handboltanum var ekki í boði þá, þó miklar breytingar hafi orðið á síðustu árum.Ímyndaðir nasistar Sl. þriðjudag vísaði borgarfulltrúinn Áslaug María Friðriksdóttir til ímyndaðra nasista í borgarstjórn í umræðunni um tillögu meirihluta borgarinnar um sniðgöngusamþykktina. Næsta dag kom víst hálf afsökunarbeiðni á Facebook-síðu hennar þar sem hún segist sjá eftir að hafa sagt þetta, en segir samt að í rauninni ætti hún ekki að þurfa að biðjast afsökunar af því að hún gerði eiginlega ekkert rangt. Það sem hún virðist ekki gera sér grein fyrir er að hún, og aðrir sem nota slíka orðræðu svona léttvægt í engu samræmi við tilefnið, er að hún sýnir ekki bara mér persónulega og félögum mínum vanvirðingu, heldur líka öllum þeim 6 milljónum gyðinga sem týndu lífi í útrýmingarbúðum nasista. Ég sat þennan fund og undir þessum lítt dulbúna samanburði minna starfa við nasista. Fundurinn snerist í huga minnihlutans aðallega um það hvaða verðmiða mætti setja á mannréttindi. Af málflutningi Áslaugar hefði mátt halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri til í að selja jafnvel Auschwitz ef einungis væri nóg að græða á því. Ég er ekki þeirrar skoðunar, einmitt af því að ég er í dag stoltur Íslendingur af þýskum uppruna. Góða fólkið sem sagt.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun