Er hótelborgin að verða óbyggileg? Halldór Þorsteinsson skrifar 29. september 2015 07:00 Ég veit ekki hverju þú svarar því, lesandi góður, en ég svara því hiklaust játandi. Hótel og svokallaðar „lundabúðir“ blasa við manni á öðru hverju götuhorni og flest ef ekki allt virðist miðast við ætlaðar þarfir og viðskipti við erlenda ferðamenn, sem er að vissu marki ósköp skiljanlegt, þar sem við lifum að verulegu leyti á þeim, en hins vegar eiga borgarbúar alls ekki skilið að vera vanræktir þeirra vegna. Það er svo ótalmargt sem er ámælisvert í rekstri borgarstjórnarinnar, eins og til að mynda sorphirðan, sem er í fullkomnum ólestri. Væri ekki þjóðráð að bjóða hana út eins og tíðkast hjá flestum sveitarfélögum? Ekki bætir heldur úr skák að borgarsjóður skuli vera rekinn með sívaxandi halla eftir því sem hermt er. Maður hefur það ósjálfrátt á tilfinningunni að þeir valdamenn sem borginni stjórna séu í einskonar sandkassaleik og hagi sér eiginlega eins og hálfgerðir óvitar eftir verkum þeirra að dæma og líka skoðunum á flestum hlutum. Einkabíllinn er greinilega þyrnir í þeirra augum. Að þrengja og mjókka götur höfuðborgarinnar er þeim þrálátt keppikefli svo ekki sé minnst á gjörsamlega ótímabæra fækkun bílastæða. Svo er ekki úr vegi að geta þess að þessa óvita dreymir um að reisa glannalega háar íbúðarbyggingar á frekar óheppilegum stöðum, sem myndi víða byrgja fyrir útsýni yfir Sundin blá og Esjuna.Víða pottur brotinn Sumum kann að finnast helst til nokkuð djúpt í árinni tekið að kalla Dag B. Eggertsson og alla hans blindu meðreiðarsveina óvita, en óhætt er engu að síður að fullyrða að ekki sé sláandi skynsemisbragur yfir breytni þeirra og framkvæmdabrölti í samgöngu- og borgarskipulagsmálum. Á þeim vettvangi er því miður víða pottur brotinn. Nú langar mig til að leggja eftirfarandi spurningu fyrir borgarstjórann og hans fylgispaka lið. Hvernig vogið þið ykkur að ætla að hrófla við Reykjavíkurflugvellinum, þegar meirihluti þjóðarinnar vill hafa hann á sínum gamla, góða og rétta stað? Skiljið þið ekki hvað felst í orðinu lýðræði? Greinilega ekki eftir skoðunum ykkar og viðbrögðum að dæma. Að lokum skora ég á alla sanna og skynsama Íslendinga að róa öllum árum að því að koma Degi B. Eggertssyni burt úr borgarstjórastólnum ásamt allri þeirri spöku hirð jákálfa sem situr í kringum hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ég veit ekki hverju þú svarar því, lesandi góður, en ég svara því hiklaust játandi. Hótel og svokallaðar „lundabúðir“ blasa við manni á öðru hverju götuhorni og flest ef ekki allt virðist miðast við ætlaðar þarfir og viðskipti við erlenda ferðamenn, sem er að vissu marki ósköp skiljanlegt, þar sem við lifum að verulegu leyti á þeim, en hins vegar eiga borgarbúar alls ekki skilið að vera vanræktir þeirra vegna. Það er svo ótalmargt sem er ámælisvert í rekstri borgarstjórnarinnar, eins og til að mynda sorphirðan, sem er í fullkomnum ólestri. Væri ekki þjóðráð að bjóða hana út eins og tíðkast hjá flestum sveitarfélögum? Ekki bætir heldur úr skák að borgarsjóður skuli vera rekinn með sívaxandi halla eftir því sem hermt er. Maður hefur það ósjálfrátt á tilfinningunni að þeir valdamenn sem borginni stjórna séu í einskonar sandkassaleik og hagi sér eiginlega eins og hálfgerðir óvitar eftir verkum þeirra að dæma og líka skoðunum á flestum hlutum. Einkabíllinn er greinilega þyrnir í þeirra augum. Að þrengja og mjókka götur höfuðborgarinnar er þeim þrálátt keppikefli svo ekki sé minnst á gjörsamlega ótímabæra fækkun bílastæða. Svo er ekki úr vegi að geta þess að þessa óvita dreymir um að reisa glannalega háar íbúðarbyggingar á frekar óheppilegum stöðum, sem myndi víða byrgja fyrir útsýni yfir Sundin blá og Esjuna.Víða pottur brotinn Sumum kann að finnast helst til nokkuð djúpt í árinni tekið að kalla Dag B. Eggertsson og alla hans blindu meðreiðarsveina óvita, en óhætt er engu að síður að fullyrða að ekki sé sláandi skynsemisbragur yfir breytni þeirra og framkvæmdabrölti í samgöngu- og borgarskipulagsmálum. Á þeim vettvangi er því miður víða pottur brotinn. Nú langar mig til að leggja eftirfarandi spurningu fyrir borgarstjórann og hans fylgispaka lið. Hvernig vogið þið ykkur að ætla að hrófla við Reykjavíkurflugvellinum, þegar meirihluti þjóðarinnar vill hafa hann á sínum gamla, góða og rétta stað? Skiljið þið ekki hvað felst í orðinu lýðræði? Greinilega ekki eftir skoðunum ykkar og viðbrögðum að dæma. Að lokum skora ég á alla sanna og skynsama Íslendinga að róa öllum árum að því að koma Degi B. Eggertssyni burt úr borgarstjórastólnum ásamt allri þeirri spöku hirð jákálfa sem situr í kringum hann.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun