Blikkið strákar, blikkið Ellert B. Schram skrifar 10. september 2015 09:30 Það var stór stund á sunnudaginn, þegar íslenska knattspyrnulandsliðið tryggði okkur þátttöku í úrslitakeppni Evrópu, sem fram fer á næsta ári. En þetta hefur verið löng þrautarganga, löng saga, á bak við þennan árangur. Ég er nógu gamall til að muna eftir fyrstu landsleikjunum. Á Melavellinum fyrir rúmum sextíu árum, kannske tveir landsleikir á ári, með Albert og Ríkharð í fararbroddi. Og þúsundir manna á áhorfendapöllunum, standandi, því stúkan tók ekki nema hundrað manns í sæti. Og sjálfur var ég liðsmaður og seinna formaður og kynntist tugum manna, sem lögðu sig fram í þágu þessarar íþróttar. Ég man eldmóðinn og áhugann og kappleiki sem allir voru háðir á möl og ég man lika eftir því þegar fyrstu grasvellirnir komu til sögunnar og stundum komu líka dömur að horfa á leikina, því kvennaknattspyrna þekktist ekki og þá var bara einn bolti til hjá vallarverði og þegar öðru liðinu tókst að skora mark, kölluðu menn „blikkið, strákar, blikkið“ sem þýddi að sparka átti boltanum yfir blikk og bárujárnsgirðingarnar í kringum völlinn, til að tefja leik. Það tíðkaðist ekki að bæta við leiktímann, enda þótt boltinn væri kominn úr augsýn. Á mínum sokkabandsárum voru kannske spilaðir tveir, þrír landsleikir á ári og það var stór stund þegar Laugardalsvöllurinn var vígður 1957 og áhorfendur skiptu þúsundum, þegar landslið frá Bermuda og Færeyjum komu og léku og þótti stórir atburðir. Flestir, ef ekki allir sem lögðu stund á knattspyrnu gerðu það í hjáverkum og æfðu þegar þeir nenntu. Svo komu Akurnesingarnir og unnu allt. En það er önnur saga. Það voru engir peningar með í spilinu, hvað þá atvinnumennska eða sjónvarp en stundum beinar útsendingar í útvarpi þegar mikið lá við. Við vorum amatörar eins og þeir gerast bestir. Fótboltaskórnir voru með harða tá og skrúfaða takka. Það var bylting, þegar adidas skórnir komu á markaðinn. Keppniskyrturnar þurfti maður sjálfur að þvo (þeas mamma).Landsliðið fagnar miðanum á EM í leikslok á sunnudag.vísir/vilhelmEn þetta var heimur sem var skemmtilegur og lifandi og við hlustuðum stundum á laugardögum á BBC og veðjuðum á úrslit í Englandi. Þar skapaðist jarðvegurinn fyrir getraunum. Og auðvitað fjarlæga aðdáun á knattspyrnumönnum, sem maður hafði aldrei séð. Og svo hefur þetta allt þróast hægt og sígandi og við höfum eignast framúrskarandi leikmenn og maður hefur fylgst með því á undanförnum árum, hvernig þessi íþrótt hefur vaxið og í landsliðinu okkar eru flestir leikmannanna (ef ekki allir) spilandi fótbolta í útlöndum og hafa það að atvinnu. Þeir hafa verið aldir upp undir leiðsögn og forystu þúsunda manna og kvenna sem af áhuga og þrautseigju og metnaði, hafa lagt grunninn að útbreiddri þátttöku æskufólks í íþróttum. Og búið til þá sem hafa skarað fram úr. Þetta allt er löng saga og skemmtileg og þess vegna á hún rætur og samkennd og þjóðin sameinast um að gleðjast yfir þeim tímamótum, þegar íslenska landsliðið nær þeim áfanga að taka þátt í úrslitakeppni Evrópu. Raunar urðu stúlkurnar á undan okkur körlunum, sem enn og aftur segir okkur, að knattspyrna og sigrar á þeim vettvangi, er afrek hjá fámennri þjóð. En árangurinn á sunnudaginn er punkturinn yfir iið. Ávöxtur áratugauppbyggingu, eldmóðs, áhuga, sleitulausu starfi í marga áratugi. Við eigum glæsilega landsliðsmenn og fögnum þessum áfanga. En ekki gleyma að þetta hefur tekið svita og tár um langa hríð. Það er ekki tilviljun né heldur heppni, sem veldur þessum áfanga, heldur linnulaust framlag margra kynslóða, sem hafa lagt grundvöllinn að sögulegum sigri og ótrúlegum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það var stór stund á sunnudaginn, þegar íslenska knattspyrnulandsliðið tryggði okkur þátttöku í úrslitakeppni Evrópu, sem fram fer á næsta ári. En þetta hefur verið löng þrautarganga, löng saga, á bak við þennan árangur. Ég er nógu gamall til að muna eftir fyrstu landsleikjunum. Á Melavellinum fyrir rúmum sextíu árum, kannske tveir landsleikir á ári, með Albert og Ríkharð í fararbroddi. Og þúsundir manna á áhorfendapöllunum, standandi, því stúkan tók ekki nema hundrað manns í sæti. Og sjálfur var ég liðsmaður og seinna formaður og kynntist tugum manna, sem lögðu sig fram í þágu þessarar íþróttar. Ég man eldmóðinn og áhugann og kappleiki sem allir voru háðir á möl og ég man lika eftir því þegar fyrstu grasvellirnir komu til sögunnar og stundum komu líka dömur að horfa á leikina, því kvennaknattspyrna þekktist ekki og þá var bara einn bolti til hjá vallarverði og þegar öðru liðinu tókst að skora mark, kölluðu menn „blikkið, strákar, blikkið“ sem þýddi að sparka átti boltanum yfir blikk og bárujárnsgirðingarnar í kringum völlinn, til að tefja leik. Það tíðkaðist ekki að bæta við leiktímann, enda þótt boltinn væri kominn úr augsýn. Á mínum sokkabandsárum voru kannske spilaðir tveir, þrír landsleikir á ári og það var stór stund þegar Laugardalsvöllurinn var vígður 1957 og áhorfendur skiptu þúsundum, þegar landslið frá Bermuda og Færeyjum komu og léku og þótti stórir atburðir. Flestir, ef ekki allir sem lögðu stund á knattspyrnu gerðu það í hjáverkum og æfðu þegar þeir nenntu. Svo komu Akurnesingarnir og unnu allt. En það er önnur saga. Það voru engir peningar með í spilinu, hvað þá atvinnumennska eða sjónvarp en stundum beinar útsendingar í útvarpi þegar mikið lá við. Við vorum amatörar eins og þeir gerast bestir. Fótboltaskórnir voru með harða tá og skrúfaða takka. Það var bylting, þegar adidas skórnir komu á markaðinn. Keppniskyrturnar þurfti maður sjálfur að þvo (þeas mamma).Landsliðið fagnar miðanum á EM í leikslok á sunnudag.vísir/vilhelmEn þetta var heimur sem var skemmtilegur og lifandi og við hlustuðum stundum á laugardögum á BBC og veðjuðum á úrslit í Englandi. Þar skapaðist jarðvegurinn fyrir getraunum. Og auðvitað fjarlæga aðdáun á knattspyrnumönnum, sem maður hafði aldrei séð. Og svo hefur þetta allt þróast hægt og sígandi og við höfum eignast framúrskarandi leikmenn og maður hefur fylgst með því á undanförnum árum, hvernig þessi íþrótt hefur vaxið og í landsliðinu okkar eru flestir leikmannanna (ef ekki allir) spilandi fótbolta í útlöndum og hafa það að atvinnu. Þeir hafa verið aldir upp undir leiðsögn og forystu þúsunda manna og kvenna sem af áhuga og þrautseigju og metnaði, hafa lagt grunninn að útbreiddri þátttöku æskufólks í íþróttum. Og búið til þá sem hafa skarað fram úr. Þetta allt er löng saga og skemmtileg og þess vegna á hún rætur og samkennd og þjóðin sameinast um að gleðjast yfir þeim tímamótum, þegar íslenska landsliðið nær þeim áfanga að taka þátt í úrslitakeppni Evrópu. Raunar urðu stúlkurnar á undan okkur körlunum, sem enn og aftur segir okkur, að knattspyrna og sigrar á þeim vettvangi, er afrek hjá fámennri þjóð. En árangurinn á sunnudaginn er punkturinn yfir iið. Ávöxtur áratugauppbyggingu, eldmóðs, áhuga, sleitulausu starfi í marga áratugi. Við eigum glæsilega landsliðsmenn og fögnum þessum áfanga. En ekki gleyma að þetta hefur tekið svita og tár um langa hríð. Það er ekki tilviljun né heldur heppni, sem veldur þessum áfanga, heldur linnulaust framlag margra kynslóða, sem hafa lagt grundvöllinn að sögulegum sigri og ótrúlegum árangri.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun