Hjörtur: Kassim Doumbia er svindlari | Sjáðu umræðuna um atvik gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. september 2015 14:45 „Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinu sem líkist þessu atviki, maður er hálf orðlaus og Ási var eflaust nær því að hlæja en að grenja,“ sagði Hjörtur Hjartarson, annar sérfræðingur Pepsi-markanna í gær um atvikið þegar Kassim Doumbia sló boltann úr markinu og Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, dæmdi aðeins hornspyrnu. Í endursýningu sést að ekki aðeins fór boltinn langt yfir línuna heldur notaði Doumbia hendina til þess að slá boltann út úr markinu. „Þóroddur hefði mátt færa sig aðeins til vinstri, það eru margir leikmenn fyrir honum sem leiðir til þess að hann sér þetta ekki nægilega vel. Það er einfaldlega ekki hægt að skalla boltann út eins og hann gerir með hendinni þarna,“ sagði Kristján Guðmundsson. Hefði Þóroddur dæmt þetta rétt hefði ÍBV skorað mark og Doumbia hefði fengið áminningu fyrir að reyna þetta. „Fyrir utan það að Doumbia hefði misst af leiknum gegn Breiðablik þá var ÍBV í dauðafæri að taka eitthvað úr þessum leik. Það voru 35 mínútur eftir og manni fleiri hefðu þeir fengið meðbyr. Þetta eru risamistök hjá Þóroddi og aðstoðardómurunum,“ sagði Hjörtur sem hélt ekki aftur af sér þegar spurt var út í aðild Doumbia að þessu. „Það er búið að tala um að Þóroddur hafi klikkað en segjum að Doumbia hefði fiskað víti í teig ÍBV. Þá væri allt brjálað út í hann, umræða um að hann væri svindlari. Það segir enginn neitt um að Doumbia sé svindlari núna? Menn geta sagt að hann geri allt til þess að vinna en þetta er bara svindlari. Dýfa virðist vera það versta sem menn gera,“ sagði Hjörtur og hélt áfram. „Þetta er alveg jafn mikið svindl og að henda sér niður í vítateig andstæðinga. Hann er að blekkja dómarana. Að mínu mati á að taka þetta fyrir alveg eins og þá sem henda sér niður í teig andstæðinganna,“ sagði Hjörtur og Kristján tók undir orð hans. „Fótbolti er spilaður með fótunum og að kasta sér niður og reyna að bjarga með hendinni er ekkert ósjálfsögð vinnubrögð, hann er bara að reyna að bjarga marki. Það sem er verst í þessu er að hann kemst upp með þetta og yfirleitt er það jákvætt að ná að svindla svona. Það er orðið samþykkt að svindla til þess að vinna fótboltaleik og það er alvarlegt mál.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atvikið sem allir eru að tala um | Myndband Þóroddur Hjaltalín var í sviðsljósinu í Kaplakrika í dag. 13. september 2015 22:25 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - ÍBV 3-1 | Sjöundi sigur FH í röð FH lagði ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í 19. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Staðan í hálfleik var 1-1. 13. september 2015 00:01 Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur. 13. september 2015 20:13 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
„Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinu sem líkist þessu atviki, maður er hálf orðlaus og Ási var eflaust nær því að hlæja en að grenja,“ sagði Hjörtur Hjartarson, annar sérfræðingur Pepsi-markanna í gær um atvikið þegar Kassim Doumbia sló boltann úr markinu og Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, dæmdi aðeins hornspyrnu. Í endursýningu sést að ekki aðeins fór boltinn langt yfir línuna heldur notaði Doumbia hendina til þess að slá boltann út úr markinu. „Þóroddur hefði mátt færa sig aðeins til vinstri, það eru margir leikmenn fyrir honum sem leiðir til þess að hann sér þetta ekki nægilega vel. Það er einfaldlega ekki hægt að skalla boltann út eins og hann gerir með hendinni þarna,“ sagði Kristján Guðmundsson. Hefði Þóroddur dæmt þetta rétt hefði ÍBV skorað mark og Doumbia hefði fengið áminningu fyrir að reyna þetta. „Fyrir utan það að Doumbia hefði misst af leiknum gegn Breiðablik þá var ÍBV í dauðafæri að taka eitthvað úr þessum leik. Það voru 35 mínútur eftir og manni fleiri hefðu þeir fengið meðbyr. Þetta eru risamistök hjá Þóroddi og aðstoðardómurunum,“ sagði Hjörtur sem hélt ekki aftur af sér þegar spurt var út í aðild Doumbia að þessu. „Það er búið að tala um að Þóroddur hafi klikkað en segjum að Doumbia hefði fiskað víti í teig ÍBV. Þá væri allt brjálað út í hann, umræða um að hann væri svindlari. Það segir enginn neitt um að Doumbia sé svindlari núna? Menn geta sagt að hann geri allt til þess að vinna en þetta er bara svindlari. Dýfa virðist vera það versta sem menn gera,“ sagði Hjörtur og hélt áfram. „Þetta er alveg jafn mikið svindl og að henda sér niður í vítateig andstæðinga. Hann er að blekkja dómarana. Að mínu mati á að taka þetta fyrir alveg eins og þá sem henda sér niður í teig andstæðinganna,“ sagði Hjörtur og Kristján tók undir orð hans. „Fótbolti er spilaður með fótunum og að kasta sér niður og reyna að bjarga með hendinni er ekkert ósjálfsögð vinnubrögð, hann er bara að reyna að bjarga marki. Það sem er verst í þessu er að hann kemst upp með þetta og yfirleitt er það jákvætt að ná að svindla svona. Það er orðið samþykkt að svindla til þess að vinna fótboltaleik og það er alvarlegt mál.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atvikið sem allir eru að tala um | Myndband Þóroddur Hjaltalín var í sviðsljósinu í Kaplakrika í dag. 13. september 2015 22:25 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - ÍBV 3-1 | Sjöundi sigur FH í röð FH lagði ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í 19. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Staðan í hálfleik var 1-1. 13. september 2015 00:01 Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur. 13. september 2015 20:13 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Atvikið sem allir eru að tala um | Myndband Þóroddur Hjaltalín var í sviðsljósinu í Kaplakrika í dag. 13. september 2015 22:25
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - ÍBV 3-1 | Sjöundi sigur FH í röð FH lagði ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í 19. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Staðan í hálfleik var 1-1. 13. september 2015 00:01
Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur. 13. september 2015 20:13