Fótbolti

Engin þjóð haldið boltanum jafnmikið og Holland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arjen Robben verður með fyrirliðabandið í kvöld.
Arjen Robben verður með fyrirliðabandið í kvöld. Vísir/Andri Marinó
Reikna má með því að leikmenn hollenska karlalandsliðsins í knattspyrnu verði töluvert meira með boltann gegn íslenska landsliðinu á Amsterdam Arena í kvöld. Ekkert lið í Evrópu heldur boltanum jafnmikið og þeir appelsínugulu.

Í tölfræðisamantekt hollenska knattspyrnusambandsins kemur fram að hollenska liðið hafi verið með boltann að meðaltali 69 prósent leiktímans í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni. Þrátt fyrir það hefur liðið aðeins nælt í tíu stig af þeim átján sem í boði eru.

Hollendingar voru mun meira með boltann í 2-0 tapinu á Laugardalsvelli. Okkar menn skelltu hins vegar í lás, allir sem einn, og héldu þeim í skefjum nokkuð framarlega á vellinum. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×