Landspítali við Hringbraut Kristján Þór Júlíusson og Páll Matthíasson og Dagur B Eggertsson skrifa 4. september 2015 07:00 Víðtæk samstaða er um nauðsyn þess að endurnýja húsakost Landspítalans. Spítalinn nýtur trausts og velvildar landsmanna sem vilja hlúa að starfsemi hans. Vilji Alþingis er skýr og hefur verið staðfestur með lögum. Stefna borgarstjórnar liggur fyrir í samþykktu skipulagi. Kyrrstaðan hefur verið rofin, tími uppbyggingar er runninn upp. Uppbygging Landspítalans verður við Hringbraut. Mikil vinna var lögð í að finna þann stað sem best hentaði uppbyggingu og rekstri til framtíðar og fékkst niðurstaðan eftir yfirlegu og ítarlega skoðun fagfólks með breiða þekkingu á skipulagsmálum og spítalarekstri. Ólíkir hópar hafa endurmetið forsendur og skoðað staðarvalið frá ýmsum hliðum. Einkum þrír þættir hafa verið hafðir að leiðarljósi; gott aðgengi, hagkvæmni í uppbyggingu og samstarf við aðrar mikilvægar stofnanir í nágrenninu. Niðurstaðan er alltaf sú sama – staðsetning við Hringbraut hefur þá kosti sem vega þyngst, hvort sem horft er til faglegra eða fjárhagslegra þátta. Niðurstöður í nýrri skýrslu KPMG þar sem rýnt var í gögn um kostnað og hagkvæmni þess að byggja við nýjar sjúkrahúsbyggingar við Hringbraut eru enn ein staðfestingin á þessu.Kostir uppbyggingar við Hringbraut Aðgengi: Aðkomuleiðir að Hringbrautarlóðinni hafa reynst bestar af þeim kostum sem skoðaðir hafa verið. Aðgengi sjúklinga er gott og verður enn betra með uppbyggingu samgöngumiðstöðvar í túnfæti spítalans, líkt og skipulag gerir ráð fyrir. Um helmingur starfsfólks spítalans getur gengið eða hjólað til vinnu við Hringbraut á innan við 14 mínútum sem felur í sér mikið hagræði fyrir fólkið, spítalann og umhverfið. Meirihluti starfsmanna kemur til vinnu á undan aðaltoppi morgunumferðar. Landspítalinn vinnur að því að auka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænan ferðamáta, þ.e. koma í strætó, gangandi eða hjólandi. Hlutfallið er nú um fjórðungur og fer hækkandi. Þessi jákvæða þróun mun skipta miklu máli og auðvelda umferð við og í nágrenni spítalans. Hagkvæmni: Mikil hagkvæmni felst í uppbyggingu við Hringbraut í ljósi þeirrar staðreyndar að stærstur hluti húsakostsins sem þar er fyrir nýtist áfram, alls um 56.000 fermetrar. Þar vegur þungt nýlegt og vel búið húsnæði barnaspítalans sem kennt er við Hringinn. Annað staðarval krefst miklu fleiri nýbygginga með tilheyrandi kostnaðarauka. Ljúka þyrfti öllum byggingum áður en nýr spítali á nýjum stað gæti tekið til starfa. Slíkar aðstæður skapa þrýsting sem leiðir til enn frekari kostnaðarauka. Bið eftir bættum húsakosti Landspítala - sem þegar er orðin allt of löng – yrði miklu lengri ef leita þyrfti að nýrri lóð og vinna tilheyrandi skipulag, hanna nýjar byggingar og ný samgöngumannvirki og skipuleggja aðkomu á nýjum stað. Ljóst er að nýr spítali tæki ekki til starfa fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2030 ef hefja þyrfti undirbúningsferlið að nýju. Slíkt er ekki boðlegt, hvorki sjúklingum né starfsfólki. Nágrenni: Landspítali á í nánu samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og líftæknifyrirtæki sem nú eru að byggjast upp í nágrenni hans. Í því felast mikil tækifæri fyrir uppbyggingu Landspítala sem háskólasjúkrahúss landsins og nálægðin við þekkingarsamfélagið í Vatnsmýrinni skiptir verulegu máli.Hefjumst handa Stórar ákvarðanir sem varða ríka hagsmuni margra eru oft umdeildar. Ákvörðun um framtíðaruppbyggingu sjúkrahúss allra landsmanna er svo sannarlega stór og mikilvæg og því var viðbúið að skoðanir yrðu skiptar. Rík áhersla hefur verið lögð á það í ákvarðanaferlinu að vanda til verka og að eiga svör við allri málefnalegri gagnrýni. Niðurstaðan sem liggur fyrir er skýr og afdráttarlaus. Uppbygging við Hringbraut er skynsamleg og rétt niðurstaða. Þess vegna er mikilvægt að hefjast handa svo ljúka megi verkinu og endurbyggja þjóðarsjúkrahús Íslendinga sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Víðtæk samstaða er um nauðsyn þess að endurnýja húsakost Landspítalans. Spítalinn nýtur trausts og velvildar landsmanna sem vilja hlúa að starfsemi hans. Vilji Alþingis er skýr og hefur verið staðfestur með lögum. Stefna borgarstjórnar liggur fyrir í samþykktu skipulagi. Kyrrstaðan hefur verið rofin, tími uppbyggingar er runninn upp. Uppbygging Landspítalans verður við Hringbraut. Mikil vinna var lögð í að finna þann stað sem best hentaði uppbyggingu og rekstri til framtíðar og fékkst niðurstaðan eftir yfirlegu og ítarlega skoðun fagfólks með breiða þekkingu á skipulagsmálum og spítalarekstri. Ólíkir hópar hafa endurmetið forsendur og skoðað staðarvalið frá ýmsum hliðum. Einkum þrír þættir hafa verið hafðir að leiðarljósi; gott aðgengi, hagkvæmni í uppbyggingu og samstarf við aðrar mikilvægar stofnanir í nágrenninu. Niðurstaðan er alltaf sú sama – staðsetning við Hringbraut hefur þá kosti sem vega þyngst, hvort sem horft er til faglegra eða fjárhagslegra þátta. Niðurstöður í nýrri skýrslu KPMG þar sem rýnt var í gögn um kostnað og hagkvæmni þess að byggja við nýjar sjúkrahúsbyggingar við Hringbraut eru enn ein staðfestingin á þessu.Kostir uppbyggingar við Hringbraut Aðgengi: Aðkomuleiðir að Hringbrautarlóðinni hafa reynst bestar af þeim kostum sem skoðaðir hafa verið. Aðgengi sjúklinga er gott og verður enn betra með uppbyggingu samgöngumiðstöðvar í túnfæti spítalans, líkt og skipulag gerir ráð fyrir. Um helmingur starfsfólks spítalans getur gengið eða hjólað til vinnu við Hringbraut á innan við 14 mínútum sem felur í sér mikið hagræði fyrir fólkið, spítalann og umhverfið. Meirihluti starfsmanna kemur til vinnu á undan aðaltoppi morgunumferðar. Landspítalinn vinnur að því að auka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænan ferðamáta, þ.e. koma í strætó, gangandi eða hjólandi. Hlutfallið er nú um fjórðungur og fer hækkandi. Þessi jákvæða þróun mun skipta miklu máli og auðvelda umferð við og í nágrenni spítalans. Hagkvæmni: Mikil hagkvæmni felst í uppbyggingu við Hringbraut í ljósi þeirrar staðreyndar að stærstur hluti húsakostsins sem þar er fyrir nýtist áfram, alls um 56.000 fermetrar. Þar vegur þungt nýlegt og vel búið húsnæði barnaspítalans sem kennt er við Hringinn. Annað staðarval krefst miklu fleiri nýbygginga með tilheyrandi kostnaðarauka. Ljúka þyrfti öllum byggingum áður en nýr spítali á nýjum stað gæti tekið til starfa. Slíkar aðstæður skapa þrýsting sem leiðir til enn frekari kostnaðarauka. Bið eftir bættum húsakosti Landspítala - sem þegar er orðin allt of löng – yrði miklu lengri ef leita þyrfti að nýrri lóð og vinna tilheyrandi skipulag, hanna nýjar byggingar og ný samgöngumannvirki og skipuleggja aðkomu á nýjum stað. Ljóst er að nýr spítali tæki ekki til starfa fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2030 ef hefja þyrfti undirbúningsferlið að nýju. Slíkt er ekki boðlegt, hvorki sjúklingum né starfsfólki. Nágrenni: Landspítali á í nánu samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og líftæknifyrirtæki sem nú eru að byggjast upp í nágrenni hans. Í því felast mikil tækifæri fyrir uppbyggingu Landspítala sem háskólasjúkrahúss landsins og nálægðin við þekkingarsamfélagið í Vatnsmýrinni skiptir verulegu máli.Hefjumst handa Stórar ákvarðanir sem varða ríka hagsmuni margra eru oft umdeildar. Ákvörðun um framtíðaruppbyggingu sjúkrahúss allra landsmanna er svo sannarlega stór og mikilvæg og því var viðbúið að skoðanir yrðu skiptar. Rík áhersla hefur verið lögð á það í ákvarðanaferlinu að vanda til verka og að eiga svör við allri málefnalegri gagnrýni. Niðurstaðan sem liggur fyrir er skýr og afdráttarlaus. Uppbygging við Hringbraut er skynsamleg og rétt niðurstaða. Þess vegna er mikilvægt að hefjast handa svo ljúka megi verkinu og endurbyggja þjóðarsjúkrahús Íslendinga sem fyrst.
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun