Fótbolti

Myndasyrpa frá ógleymanlegu kvöldi á Amsterdam Arena

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir fagna sigurmarki Gylfa Þór Sigurðssonar.
Strákarnir fagna sigurmarki Gylfa Þór Sigurðssonar. Vísir/Valli
Íslenska fótboltalandsliðið er komið með níu tær inn á Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar eftir 1-0 sigur á Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld.

Gylfi Þór Sigurðsson skorað eina markið úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik eftir að brotið var á Birki Bjarnasyni.

Okkar menn spiluðu manni fleiri í sextíu mínútur eftir ða Bruno Martins Indi, varnarmanni Hollands, var réttilega vísað af velli eftir að hafa slegið til Kolbeins Sigþórssonar.

Valgarður Gíslason var á leiknum á Amsterdam í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan og fyrir neðan.

Íslenska liðið hefur náð í átján stig í fyrstu sjö leikjum sínum í riðlinum og hefur átta stiga forskot á Holland þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum.

Það þýðir að liðið vantar bara eitt stig til að tryggja það að Hollendingar geti ekki komist upp fyrir Ísland.

Um er að ræða sögulegan leik fyrir margar sakir. Aldrei hefur Ísland verið í svo góðri stöðu áður í undankeppni stórmóts þegar þrír leikir eru eftir. Hollendingar hafa auk þess aldrei tapað keppnisleik á Amsterdam Arena.

Engin þjóð hefur áður, frá upphafi stórmóta í knattspyrnu, lagt Holland að velli í báðum leikjunum í riðlinum.

Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli

Tengdar fréttir

Lars: Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×