Fótbolti

Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandslisðins í fótbolta, stýrði fjöldasöng eða "fjöldapeppi" á Ingólfstorgi eftir jafnteflið gegn Kasakstan í kvöld.

Fjöldinn allur var kominn saman til að fagna með strákunum okkar sem komust á stórmót í fyrsta sinn eftir jafnteflið í kvöld.

Stemningin var mögnuð eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

Vel tekið á móti leikmönnum í bænum!

Posted by KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands on Sunday, September 6, 2015

Tengdar fréttir

Raggi um plönin í kvöld: "No comment"

"Eftir þennan leik þá er ekki hægt að vera sáttur með spilamennskuna, hún var ömurlegt en þetta afrek er alveg hreint ótrúlegt,“ segir Ragnar Sigurðsson, eftir að hafa tryggt sér á EM í knattspyrnu á næsta ári í Frakklandi.

Jón Daði: Þetta er bara lygilegt

"Þetta er bara lygilegt ef maður á að segja alveg eins og er,“ segir Jón Daði Böðvarsson, leikmaður íslenska landsliðins, eftir leikinn gegn Kasakstan í kvöld. Ísland tryggði sér sæti á fyrsta stórmótið í sögu þjóðarinnar eftir 0-0 jafntefli.

Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld

"Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld.

Gæsahúðarmyndbönd frá Laugardalsvelli

Fögnuður íslensku strákanna var ósvikinn í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sig í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×