Fótbolti

Sveitastemning hjá strákunum á EM | Sjáðu hvar þeir munu búa og æfa

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Glæsileg aðstaða.
Glæsileg aðstaða. vísir/valli/uefa
Þrátt fyrir að EM 2016 í fótbolta fari ekki fram fyrr en á næsta ári er nú þegar ljóst hvar íslenska liðið mun halda til á meðan mótinu stendur.

Allar þjóðir sem áttu möguleika á að komast á Evrópumótið eftir leikina í mars þurftu að velja sér stað þar sem þær hyggðust búa og æfa á.

Íslenska liðið valdi sér að gera út frá  Annecy, gríðarlega fallegum og sveitalegum bæ í suðaustur hluta Frakklands, um einum og hálfum tíma frá Lyon þar sem verður spilað á EM.

Annecy stendur við norðurhluta Annecy-vatns og er 22 kílómetrum frá Genf í Sviss.

Í lýsingu á bænum segir að hann hafi meira upp á að bjóða heldur en bara fallegt landslag. Þar í bæ eru tveir garðar og tvær heimsþekktar rannsóknarstofur. Þá hafa margir franskir íþróttamenn æft í Savoie-háskólanum sem er þar í bæ.

Nokkuð ljóst er að Lars og Heimir vildu hafa liðið í mikilli ró og kyrrð í skóglendinu í Annecy, en af myndunum hér að neðan að dæma má sjá að það mun fara vel um strákana okkar.

Fallegt.mynd/wikipedia
Vellirnir sem hægt er að æfa á.mynd/uefa
mynd/uefa
Menn fá allavega nóg súrefni.mynd/uefa
Klefinn nokkuð venjulegur.mynd/uefa
Herbergi á hótelinu.mynd/uefa
Það þarf líka að slaka á.mynd/uefa

Tengdar fréttir

Biðin er loksins á enda

Íslenska karlalandsliðið er komið áfram á stórmót í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni en jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvelli í gærkvöldi dugði strákunum okkar til að tryggja sér farseðilinn á EM 2016 í Frakklandi. Eftir erfiðar 90 mínútur braust út gríðarlegur fagnaður í leikslok.

England, Tékkland og svo litla Ísland

Þjóðirnar sem búnar eru að tryggja sig á EM hafa 24 sinnum tekið þátt í lokakeppni EM þrátt fyrir að nýliðar Ísland séu í hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×