Samfélag fyrir alla? Katrín Jakobsdóttir skrifar 10. september 2015 08:00 Umræða um misskiptingu auðæfa hefur orðið æ háværari undanfarin misseri. Við erum daglega minnt á þá staðreynd að ekki hafa allir sömu tækifæri til að láta drauma sína rætast. Við búum við ójöfnuð. Ójöfnuð innan okkar litla samfélags milli stétta og landshluta. Enn meiri ójöfnuð milli heimshluta. Og á sama tíma sjáum við að það eru peningar og tækifæri til. Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur verið ötull í að greina ójöfnuðinn í heiminum og bendir á að sagan sýni að þeir sem eigi mikla peninga bregðist aldrei í því að verja hagsmuni sína. Samkvæmt Piketty á ríkasta 0,1% prósentið um það bil 20% af öllu auðmagni í heiminum og auðugasta eina prósentið á um 50% af öllum auði heimsins. Peningarnir eru til. En þeim er ekki skipt jafnt. Ef við viljum í raun að allir eigi rétt á sömu tækifærum þarf að endurskoða það hvernig við skiptum kökunni. Til þess þarf hins vegar róttækar aðgerðir og breytta hugsun. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem eiga mestu auðæfin hafi líka bestu tækifærin til að safna sér enn meiri auði þó að talsmenn óbreytts ástands tali stundum þannig. Við megum ekki gleyma því að kerfið á að þjóna fjöldanum en ekki fáum útvöldum. Ef nýtt fjárlagafrumvarp er lesið með gleraugum jafnaðar stingur það í augu að sjá öryrkja og eldri borgara fá hækkun undir tíu prósentum. Sú hækkun slagar ekki upp í kröfuna um þrjú hundruð þúsund króna lágmarkslaun en þessir hópar þurfa eigi að síður að lifa í sama samfélagi og við hin. Borða mat, borga leigu, kaupa lyf og allt hitt sem þrjú hundruð þúsund krónurnar duga vart fyrir – hvað þá elli- og örorkulífeyrir. Það ætti að vera metnaðarmál okkar allra að tryggja þessum hópum viðunandi grunnframfærslu. Þannig stígum við eitt skref í átt til aukins jafnaðar og betra samfélags fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hver er að hlusta? Ólafur Þ. Stephensen Fastir pennar Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Umræða um misskiptingu auðæfa hefur orðið æ háværari undanfarin misseri. Við erum daglega minnt á þá staðreynd að ekki hafa allir sömu tækifæri til að láta drauma sína rætast. Við búum við ójöfnuð. Ójöfnuð innan okkar litla samfélags milli stétta og landshluta. Enn meiri ójöfnuð milli heimshluta. Og á sama tíma sjáum við að það eru peningar og tækifæri til. Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur verið ötull í að greina ójöfnuðinn í heiminum og bendir á að sagan sýni að þeir sem eigi mikla peninga bregðist aldrei í því að verja hagsmuni sína. Samkvæmt Piketty á ríkasta 0,1% prósentið um það bil 20% af öllu auðmagni í heiminum og auðugasta eina prósentið á um 50% af öllum auði heimsins. Peningarnir eru til. En þeim er ekki skipt jafnt. Ef við viljum í raun að allir eigi rétt á sömu tækifærum þarf að endurskoða það hvernig við skiptum kökunni. Til þess þarf hins vegar róttækar aðgerðir og breytta hugsun. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem eiga mestu auðæfin hafi líka bestu tækifærin til að safna sér enn meiri auði þó að talsmenn óbreytts ástands tali stundum þannig. Við megum ekki gleyma því að kerfið á að þjóna fjöldanum en ekki fáum útvöldum. Ef nýtt fjárlagafrumvarp er lesið með gleraugum jafnaðar stingur það í augu að sjá öryrkja og eldri borgara fá hækkun undir tíu prósentum. Sú hækkun slagar ekki upp í kröfuna um þrjú hundruð þúsund króna lágmarkslaun en þessir hópar þurfa eigi að síður að lifa í sama samfélagi og við hin. Borða mat, borga leigu, kaupa lyf og allt hitt sem þrjú hundruð þúsund krónurnar duga vart fyrir – hvað þá elli- og örorkulífeyrir. Það ætti að vera metnaðarmál okkar allra að tryggja þessum hópum viðunandi grunnframfærslu. Þannig stígum við eitt skref í átt til aukins jafnaðar og betra samfélags fyrir alla.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar