Birkir Bjarna bætir við sig fimmta tungumálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2015 14:00 Birkir fagnar markinu gegn Lech Poznan. Vísir/Getty Birkir Bjarnason segir að honum líka lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar.„Mér líður mjög vel í Sviss. Ég er búinn að koma mér vel fyrir, hef spilað vel og liðið líka,“ segir Birki. Basel hefur unnið alla sjö leiki sína og er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Hins vegar er liðið úr leik í Meistaradeildinni án þess að hafa tapað leik. Liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Maccabi Tel Aviv í síðari leiknum eftir 2-2 jafntelfi heima. Ísraelska liðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Það var mjög svekkjandi, sérstaklega ef þú skoðar þessa tvo leiki,“ segir Birki augljóslega svekktur. Nú sé hins vegar ekkert annað í stöðunni en að einbeita sér að Evrópudeildinni.Sigurmarkið gegn Lech Poznan Birkir hefur verið inn og út úr liðinu frá því hann kom frá Pescara í sumar. Hann hefur byrjað þrjá leiki í deildinni og tvisvar komið inn á sem varamaður. Þá opnaði hann markareikning sinn fyrir Basel í 1-0 sigri gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar. „Svissneska deildin er mjög svipuð þeirri ítölsku. Auðvitað er sú ítalska sterkari en leikstíllinn og kerfin eru svipuð,“ segir Birkir. Hann ræðir sem fyrr við blaðamenn á íslensku þrátt fyrir að hafa búið meirihluta ævi sinnar utan Íslands. Fyrst í Noregi, svo Belgíu og Ítalíu áður en Sviss varð lendingin. „Það eru þó nokkrir í liðinu sem tala ítölsku þannig að ég nota bæði ítölsku og ensku - já og norsku,“ segir Birkir. Tungumálin eru því orðin fjögur sem hann getur talað og það fimmta á leiðinni. „Ég fer að byrja að læra þýsku.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45 „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Birkir Bjarnason segir að honum líka lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar.„Mér líður mjög vel í Sviss. Ég er búinn að koma mér vel fyrir, hef spilað vel og liðið líka,“ segir Birki. Basel hefur unnið alla sjö leiki sína og er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Hins vegar er liðið úr leik í Meistaradeildinni án þess að hafa tapað leik. Liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Maccabi Tel Aviv í síðari leiknum eftir 2-2 jafntelfi heima. Ísraelska liðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Það var mjög svekkjandi, sérstaklega ef þú skoðar þessa tvo leiki,“ segir Birki augljóslega svekktur. Nú sé hins vegar ekkert annað í stöðunni en að einbeita sér að Evrópudeildinni.Sigurmarkið gegn Lech Poznan Birkir hefur verið inn og út úr liðinu frá því hann kom frá Pescara í sumar. Hann hefur byrjað þrjá leiki í deildinni og tvisvar komið inn á sem varamaður. Þá opnaði hann markareikning sinn fyrir Basel í 1-0 sigri gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar. „Svissneska deildin er mjög svipuð þeirri ítölsku. Auðvitað er sú ítalska sterkari en leikstíllinn og kerfin eru svipuð,“ segir Birkir. Hann ræðir sem fyrr við blaðamenn á íslensku þrátt fyrir að hafa búið meirihluta ævi sinnar utan Íslands. Fyrst í Noregi, svo Belgíu og Ítalíu áður en Sviss varð lendingin. „Það eru þó nokkrir í liðinu sem tala ítölsku þannig að ég nota bæði ítölsku og ensku - já og norsku,“ segir Birkir. Tungumálin eru því orðin fjögur sem hann getur talað og það fimmta á leiðinni. „Ég fer að byrja að læra þýsku.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45 „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45
„Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06
Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti