Fótbolti

Fulltrúar Pepsi-deildarinnar gegn Hollandi báðir Blikar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristinn Jónsson í leik gegn Fjölni í Pepsi-deildinni í sumar.
Kristinn Jónsson í leik gegn Fjölni í Pepsi-deildinni í sumar. Vísir/Valli
Aðeins tveir leikmenn í landsliðshópi karla í knattspyrnu fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM 2016 spila í Pepsi-deildinni, efstu deild hér á landi. Aðrir eru atvinnumenn úti í löndum.

Umræddir leikmenn eru markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson og vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson. Breiðablik á leik á sunnudaginn gegn Leikni en Kópavogsliðið reynir hvað það getur til að halda í við FH í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Gunnleifur hefur leikið 26 landsleiki fyrir Íslands hönd og Kristinn fjóra.


Tengdar fréttir

Engar breytingar á landsliðshópnum

Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hóp sinn fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM. Þeir völdu sama hóp og síðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×