Hvað segir fæðingarvottorðið þitt? Ísak Gabríel Regal skrifar 10. ágúst 2015 18:39 Fyrir nokkrum árum varð ákveðin vitundarvakning í íslensku samfélagi þar sem fólk tók upp á því að skrá sig úr íslensku þjóðkirkjunni. Langflest íslensk börn fæðast nefnilega inn í þjóðkirkjuna þ.e.a.s. ef að viðkomandi tilheyrir ekki öðru trúarfélagi við fæðingu, en nýfædd börn voru lögum samkvæmt skráð í trúfélag móður sinnar. Árið 2013 tóku ný lög gildi þar sem segir að ef að foreldrar tilheyra sama trúfélagi að þá verður barnið skráð sama hátt og foreldrar þess, en ef að foreldrar tilheyra ekki sama trúfélagi að þá verður staða þess ótilgreind. Lengi vel töldu menn að gríðar mikill meirihluti Íslendinga væru kristnir inn við beinið og iðkuðu trú sína annað hvort á opinberum vettvangi eða á heimilum sínum en í kjölfar þessara úrskráninga hafa tölfræðilegar upplýsingar leitt í ljós að svo sé ekki. Nú eru 73 prósent Íslendinga skráðir í þjóðkirkjuna en þessi 90 eða svo prósent sem að áttu að tákna dygga kristna trú fólks hér a landi heyra sögunni til. Ég geri mér grein fyrir því að margvíslegar ástæður kunna að liggja að baki þessari þróun síðustu ára. Almennt trúleysi, veraldarleg vísindahyggja, hneykslismál innan kirkjunnar o.s.frv. Ég hef þó sterkan grun um að það hafi aðeins verið tímaspursmál hvenær fólk myndi gera trúleysi sitt opinbert og ekki síst skriflegt, en það gildir einu. Ég er enn skráður í þjóðkirkjuna og hyggst ekki að skrá mig úr henni í náinni framtíð. Ég trúi hvorki á guð né biblíuna, en ég sé ekki tilganginn í því að skrá mig úr einu félagi sem ég hef enga trú á og í annað sem ég trúi ekki á heldur. Segjum sem svo að ég myndi skrá mig úr þjóðkirkjunni að þá myndu þeir skattpeningar sem að ég greiði þeim árlega fara beint í ríkið og þar af leiðandi væntanlega í glænýjan sportbíl handa sjálfskipuðum prestum vinsælasta rétttrúnaðarins hér á landi, ríkisvaldinu. Við skulum ekki gleyma því að ríkisvaldið hefur í gegnum tíðina greitt prestum hærri upphafslaun en læknum og að þjóðkirkjan hlýtur heilmikinn pening frá ríkinu til að reka starfsemi sína enda á ríkið að styðja og vernda kirkjuna lögum samkvæmt. Ég trúi ekki á þá stefnu eða trú sem að þjóð okkar er rekin á hvort sem það sé innan veggja alþingis eða kirkju, eða einhvers staðar þar á milli. Ef að kostur gæfi til að þá myndi ég skrá mig úr bæði þjóðkirkjunni og ríkinu og hætta að styðja trúfélög sem að einkennast af lygum og blekkingu almennings, en eins og staðan er í dag að þá fæðumst við öll inn í ákveðið trúfélag, hvort sem að við viljum það eður ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum varð ákveðin vitundarvakning í íslensku samfélagi þar sem fólk tók upp á því að skrá sig úr íslensku þjóðkirkjunni. Langflest íslensk börn fæðast nefnilega inn í þjóðkirkjuna þ.e.a.s. ef að viðkomandi tilheyrir ekki öðru trúarfélagi við fæðingu, en nýfædd börn voru lögum samkvæmt skráð í trúfélag móður sinnar. Árið 2013 tóku ný lög gildi þar sem segir að ef að foreldrar tilheyra sama trúfélagi að þá verður barnið skráð sama hátt og foreldrar þess, en ef að foreldrar tilheyra ekki sama trúfélagi að þá verður staða þess ótilgreind. Lengi vel töldu menn að gríðar mikill meirihluti Íslendinga væru kristnir inn við beinið og iðkuðu trú sína annað hvort á opinberum vettvangi eða á heimilum sínum en í kjölfar þessara úrskráninga hafa tölfræðilegar upplýsingar leitt í ljós að svo sé ekki. Nú eru 73 prósent Íslendinga skráðir í þjóðkirkjuna en þessi 90 eða svo prósent sem að áttu að tákna dygga kristna trú fólks hér a landi heyra sögunni til. Ég geri mér grein fyrir því að margvíslegar ástæður kunna að liggja að baki þessari þróun síðustu ára. Almennt trúleysi, veraldarleg vísindahyggja, hneykslismál innan kirkjunnar o.s.frv. Ég hef þó sterkan grun um að það hafi aðeins verið tímaspursmál hvenær fólk myndi gera trúleysi sitt opinbert og ekki síst skriflegt, en það gildir einu. Ég er enn skráður í þjóðkirkjuna og hyggst ekki að skrá mig úr henni í náinni framtíð. Ég trúi hvorki á guð né biblíuna, en ég sé ekki tilganginn í því að skrá mig úr einu félagi sem ég hef enga trú á og í annað sem ég trúi ekki á heldur. Segjum sem svo að ég myndi skrá mig úr þjóðkirkjunni að þá myndu þeir skattpeningar sem að ég greiði þeim árlega fara beint í ríkið og þar af leiðandi væntanlega í glænýjan sportbíl handa sjálfskipuðum prestum vinsælasta rétttrúnaðarins hér á landi, ríkisvaldinu. Við skulum ekki gleyma því að ríkisvaldið hefur í gegnum tíðina greitt prestum hærri upphafslaun en læknum og að þjóðkirkjan hlýtur heilmikinn pening frá ríkinu til að reka starfsemi sína enda á ríkið að styðja og vernda kirkjuna lögum samkvæmt. Ég trúi ekki á þá stefnu eða trú sem að þjóð okkar er rekin á hvort sem það sé innan veggja alþingis eða kirkju, eða einhvers staðar þar á milli. Ef að kostur gæfi til að þá myndi ég skrá mig úr bæði þjóðkirkjunni og ríkinu og hætta að styðja trúfélög sem að einkennast af lygum og blekkingu almennings, en eins og staðan er í dag að þá fæðumst við öll inn í ákveðið trúfélag, hvort sem að við viljum það eður ei.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun