Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Linda Blöndal skrifar 20. júlí 2015 19:00 Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en fimmtíu þúsund manns um kvótamálin. Forsetinn sagði afdráttarlaust við það tilefni að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði festar í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútveginum Þjóðareign í stjórnarskráAlls skrifaði 53.571 Íslendingur á kosningaaldri undir þessa áskorun: „Við undirrituð skorum á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“ Um fimmtungur kjósenda á kjörskrá skrifuðu undir frá 1. maí til 9. júlí. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar afhentu forsetanum undirskriftirnar í dag. Undirskriftarsöfnunin hafi stöðvað málið á þingi Söfnunin fór af stað eftir að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á makríl til lengri tíma en eins árs. Aðstandendur hennar segja að það hafi átt að gera án ákvæðis í stjórnarskrá sem tryggði eign þjóðarinnar á auðlindinni og án þess að tryggt hafi verið að þjóðin fengi fullt gjald fyrir afnot hennar. Frumvarpið var ekki afgreitt af Alþingi fyrir þinglok og á meðan söfnuninni stóð og taldi Ólafur Ragnar hana hafa haft áhrif þar á. Hann sagði „nýja vídd” vera komna hvað varðar að virkja málskotsréttinn og 26. grein stjórnarskrárinnar þar um. Forsetinn hefur lýst þeirri skoðun sinni að sjávarútvegs- og kvótamál séu vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu Ítrekar fyrri yfirlýsingarForsetinn hafnaði þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp um veiðigjöld sumarið 2013 þar sem ekki væri um að ræða grundvallarbreytingu á nýtingu auðlindarinnar heldur breytingar á sköttum sem yrði afdrifaríkt fordæmi. Forsetinn sagði hins vegar þá yfirlýsingu sem hann birti þá um leið vera enn í gildi og eiga við núna. Þar hvatti hann stjórnvöld til að kappkosta boðaða endurskoða skipan fiskveiða og taka tilliti til vilja þjóðarinnar um réttlátararðgreiðslur. Hann sagði að þar hefði hann hvatt ríkisstjórn og Alþingi til „að ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðu til þjóðarinnar enda sýndi fjöldi undirskrifta vegna laganna um veiðigjald að almenningur hefur ríkan vilja og réttlætiskennd í þessum málum,“ sagði Ólafur Ragnar þegar afhendingin fór fram í dag. Og enn fremur að hann teldi ekki eðlilegt að hann brygðist við þessari áskorun nú með öðrum hætti en fyrir tveimur árum. „Á mínum borðum liggur ekkert frumvarp og mun ekki liggja á næstu mánuðum. En eins og kunnugt er, og það er ekkert leyndarmál, þá hef ég lengi verið þeirrar skoðunar, og lýst því yfir hvað eftir annað, að ég tel eðlilegt að ákvæði á þjóðarauðlindum séu sett í stjórnarskrá,“ sagði forsetinn.Sýn forsetans skýr eftir daginn í dagBolli Héðinsson hagfræðingur er einn af þeim sem stóð að undirskriftarsöfnuninni en í hópi þeirra eru einnig þeir sem stóðu að söfnuninni árið 2013 gegn frumvarpi um lækkað veiðigjald. Bolli taldi forsetann hafa talað skýrt í dag í samtali við Stöð 2. „Ég held að forsetinn hafi gefið í dag alveg ótvíræðar yfirlýsingar um að hann vill sjá ákvæði í stjórnarskrá um það að auðlindin, þar með fiskiauðlindin sé ótvírætt eign þjóðarinnar og fyrir afnot af henni þurfi að greiða fullt gjald.“ Bolli sagði telja að heimsókn sinna félaga með undirskriftirnar í dag á Bessastaði hafi orðið skýrt að hvað forsetinn vildi og hann hafi fyllilega sýnt fram á það með fyrrnefndri yfirlýsingu sem hann gaf frá sér fyrir tveimur árum. Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Afhentu forseta Þjóðareign í dag: „Það er alltaf verið að stoppa í götin“ „Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum.“ 20. júlí 2015 18:43 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Undirskriftasöfnuninni lokið: 51.296 skrifuðu undir Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti. 10. júlí 2015 00:05 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en fimmtíu þúsund manns um kvótamálin. Forsetinn sagði afdráttarlaust við það tilefni að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði festar í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútveginum Þjóðareign í stjórnarskráAlls skrifaði 53.571 Íslendingur á kosningaaldri undir þessa áskorun: „Við undirrituð skorum á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“ Um fimmtungur kjósenda á kjörskrá skrifuðu undir frá 1. maí til 9. júlí. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar afhentu forsetanum undirskriftirnar í dag. Undirskriftarsöfnunin hafi stöðvað málið á þingi Söfnunin fór af stað eftir að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á makríl til lengri tíma en eins árs. Aðstandendur hennar segja að það hafi átt að gera án ákvæðis í stjórnarskrá sem tryggði eign þjóðarinnar á auðlindinni og án þess að tryggt hafi verið að þjóðin fengi fullt gjald fyrir afnot hennar. Frumvarpið var ekki afgreitt af Alþingi fyrir þinglok og á meðan söfnuninni stóð og taldi Ólafur Ragnar hana hafa haft áhrif þar á. Hann sagði „nýja vídd” vera komna hvað varðar að virkja málskotsréttinn og 26. grein stjórnarskrárinnar þar um. Forsetinn hefur lýst þeirri skoðun sinni að sjávarútvegs- og kvótamál séu vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu Ítrekar fyrri yfirlýsingarForsetinn hafnaði þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp um veiðigjöld sumarið 2013 þar sem ekki væri um að ræða grundvallarbreytingu á nýtingu auðlindarinnar heldur breytingar á sköttum sem yrði afdrifaríkt fordæmi. Forsetinn sagði hins vegar þá yfirlýsingu sem hann birti þá um leið vera enn í gildi og eiga við núna. Þar hvatti hann stjórnvöld til að kappkosta boðaða endurskoða skipan fiskveiða og taka tilliti til vilja þjóðarinnar um réttlátararðgreiðslur. Hann sagði að þar hefði hann hvatt ríkisstjórn og Alþingi til „að ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðu til þjóðarinnar enda sýndi fjöldi undirskrifta vegna laganna um veiðigjald að almenningur hefur ríkan vilja og réttlætiskennd í þessum málum,“ sagði Ólafur Ragnar þegar afhendingin fór fram í dag. Og enn fremur að hann teldi ekki eðlilegt að hann brygðist við þessari áskorun nú með öðrum hætti en fyrir tveimur árum. „Á mínum borðum liggur ekkert frumvarp og mun ekki liggja á næstu mánuðum. En eins og kunnugt er, og það er ekkert leyndarmál, þá hef ég lengi verið þeirrar skoðunar, og lýst því yfir hvað eftir annað, að ég tel eðlilegt að ákvæði á þjóðarauðlindum séu sett í stjórnarskrá,“ sagði forsetinn.Sýn forsetans skýr eftir daginn í dagBolli Héðinsson hagfræðingur er einn af þeim sem stóð að undirskriftarsöfnuninni en í hópi þeirra eru einnig þeir sem stóðu að söfnuninni árið 2013 gegn frumvarpi um lækkað veiðigjald. Bolli taldi forsetann hafa talað skýrt í dag í samtali við Stöð 2. „Ég held að forsetinn hafi gefið í dag alveg ótvíræðar yfirlýsingar um að hann vill sjá ákvæði í stjórnarskrá um það að auðlindin, þar með fiskiauðlindin sé ótvírætt eign þjóðarinnar og fyrir afnot af henni þurfi að greiða fullt gjald.“ Bolli sagði telja að heimsókn sinna félaga með undirskriftirnar í dag á Bessastaði hafi orðið skýrt að hvað forsetinn vildi og hann hafi fyllilega sýnt fram á það með fyrrnefndri yfirlýsingu sem hann gaf frá sér fyrir tveimur árum.
Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Afhentu forseta Þjóðareign í dag: „Það er alltaf verið að stoppa í götin“ „Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum.“ 20. júlí 2015 18:43 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Undirskriftasöfnuninni lokið: 51.296 skrifuðu undir Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti. 10. júlí 2015 00:05 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00
Afhentu forseta Þjóðareign í dag: „Það er alltaf verið að stoppa í götin“ „Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum.“ 20. júlí 2015 18:43
Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05
Undirskriftasöfnuninni lokið: 51.296 skrifuðu undir Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti. 10. júlí 2015 00:05