Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2025 12:57 +I umsögn segir að hugmyndafræði tillögunnar sé mjög góð, heildstæð og með sterka tengingu við náttúru og útivistarsvæði Kópavogsdals. Tendra arkitektar Sérstök valnefnd á vegum Kópavogsbæjar hefur samþykkt tillögu fasteignafélagsins Klasa um þróun lóðar að Dalvegi 1 þar sem endurvinnslustöð Sorpu hefur verið staðsett síðustu ár. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að valnefndinni hafi þótt tillaga Klasa hafa skýra tengingu við heildarsýn Kópavogsdals og húsnæði sem lagt sé til að verði reist á Dalvegi bjóði upp á fjölbreytta starfsemi. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að hugmyndafræði tillögunnar sé mjög góð, heildstæð og með sterka tengingu við náttúru og útivistarsvæði Kópavogsdals. „Gert er ráð fyrir fjölbreyttri starfsemi innan og utandyra, til að mynda verslanir, verkstæði, veitingastað, ísbúð, markaðssvæði og leiksvæði. Tryggir slík fjölbreytni í starfsemi líf og virkni allt árið um kring sem hefur alla burði til að stuðla að góðum staðaranda og rekstrarforsendum,“ segir í umsögninni. Fram kemur að Tendra arkitektar hafi unnið tillöguna að húsunum sem lagt sé til að verði reist að Dalvegi 1. „Í tillögunni er tekið er fram að byggingarnar verða Svansvottaðar, byggðar að mestu úr endurunnu efni, umhverfi verður í samræmi við Kópavogsdal og hugað vel að góðum tengingum stíga og gatna. Áætlað byggingarmagn er samtals 1.750 m2 . Auglýst eftir áhugasömum Kópavogsbær auglýsti á fyrri hluta árs eftir áhugasömum aðilum til að þróa lóðina að Dalvegi 1, þar sem nú er endurvinnslustöð Sorpu. Auglýst var eftir hugmyndum um fyrirhugaða starfsemi á lóðinni, áætlað byggingarmagn, tillögu að staðsetningu byggingareita, áætlun um fjármögnun lóðar og tilboð í hvern fermetra byggingarréttar. Gerð var krafa um að tekin væri mið af hugmyndum Kópavogsbæjar sem settar voru fram í skýrslu er bar heitið Heildarsýn fyrir Kópavogsdal. Níu tillögur bárust en fjórar voru teknar til nánari skoðunar, tillögur Eikar fasteignafélags, Fasteignaumsýslunnar, Klasa og Reita fasteignafélags. Byggingarnar eiga að vera Svansvottaðar, byggðar að mestu úr endurunnu efni, umhverfi verður í samræmi við Kópavogsdal og hugað vel að góðum tengingum stíga og gatna. Tendra arkitektar Í valnefnd sátu Hjördís Ýr Johnson, formaður, Kristinn Dagur Gissurarson og Tryggvi Felixson. Tillagan hefur verið kynnt í bæjarráði sem samþykkti niðurstöðu nefndar sem leggur til að Klasa verði veitt vilyrði fyrir lóðinni og hafin verði vinna að breyttu deiliskipulagi,“ segir í tilkynningunni. Til stendur að loka endurvinnslustöðinni 1. febrúar næstkomandi og stendur til að opna nýja endurvinnslustöð á Glaðheimasvæðinu um svipað leyti. Um Klasa Um Klasi segir að það sé fasteignaþróunarfélag með yfir tuttugu ára reynslu af þróun og uppbyggingu húsnæðis. „Félagið lauk meðal annars nýlega við þróun og uppbyggingu á íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæði í 201 Smára, sunnan við Smáralind í Kópavogi. Auk þess að vinna nú meðal annars að uppbyggingu og hönnun sambærilegra verkefna víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Má þar nefna rúmlega 700 íbúða og atvinnuhúsnæðis á Ártúnshöfða og umhverfisvæna uppbyggingu verslunar- og skrifstofuhúsnæðis í Lágmúla.“ Skipulag Kópavogur Byggingariðnaður Sorpa Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að valnefndinni hafi þótt tillaga Klasa hafa skýra tengingu við heildarsýn Kópavogsdals og húsnæði sem lagt sé til að verði reist á Dalvegi bjóði upp á fjölbreytta starfsemi. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að hugmyndafræði tillögunnar sé mjög góð, heildstæð og með sterka tengingu við náttúru og útivistarsvæði Kópavogsdals. „Gert er ráð fyrir fjölbreyttri starfsemi innan og utandyra, til að mynda verslanir, verkstæði, veitingastað, ísbúð, markaðssvæði og leiksvæði. Tryggir slík fjölbreytni í starfsemi líf og virkni allt árið um kring sem hefur alla burði til að stuðla að góðum staðaranda og rekstrarforsendum,“ segir í umsögninni. Fram kemur að Tendra arkitektar hafi unnið tillöguna að húsunum sem lagt sé til að verði reist að Dalvegi 1. „Í tillögunni er tekið er fram að byggingarnar verða Svansvottaðar, byggðar að mestu úr endurunnu efni, umhverfi verður í samræmi við Kópavogsdal og hugað vel að góðum tengingum stíga og gatna. Áætlað byggingarmagn er samtals 1.750 m2 . Auglýst eftir áhugasömum Kópavogsbær auglýsti á fyrri hluta árs eftir áhugasömum aðilum til að þróa lóðina að Dalvegi 1, þar sem nú er endurvinnslustöð Sorpu. Auglýst var eftir hugmyndum um fyrirhugaða starfsemi á lóðinni, áætlað byggingarmagn, tillögu að staðsetningu byggingareita, áætlun um fjármögnun lóðar og tilboð í hvern fermetra byggingarréttar. Gerð var krafa um að tekin væri mið af hugmyndum Kópavogsbæjar sem settar voru fram í skýrslu er bar heitið Heildarsýn fyrir Kópavogsdal. Níu tillögur bárust en fjórar voru teknar til nánari skoðunar, tillögur Eikar fasteignafélags, Fasteignaumsýslunnar, Klasa og Reita fasteignafélags. Byggingarnar eiga að vera Svansvottaðar, byggðar að mestu úr endurunnu efni, umhverfi verður í samræmi við Kópavogsdal og hugað vel að góðum tengingum stíga og gatna. Tendra arkitektar Í valnefnd sátu Hjördís Ýr Johnson, formaður, Kristinn Dagur Gissurarson og Tryggvi Felixson. Tillagan hefur verið kynnt í bæjarráði sem samþykkti niðurstöðu nefndar sem leggur til að Klasa verði veitt vilyrði fyrir lóðinni og hafin verði vinna að breyttu deiliskipulagi,“ segir í tilkynningunni. Til stendur að loka endurvinnslustöðinni 1. febrúar næstkomandi og stendur til að opna nýja endurvinnslustöð á Glaðheimasvæðinu um svipað leyti. Um Klasa Um Klasi segir að það sé fasteignaþróunarfélag með yfir tuttugu ára reynslu af þróun og uppbyggingu húsnæðis. „Félagið lauk meðal annars nýlega við þróun og uppbyggingu á íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæði í 201 Smára, sunnan við Smáralind í Kópavogi. Auk þess að vinna nú meðal annars að uppbyggingu og hönnun sambærilegra verkefna víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Má þar nefna rúmlega 700 íbúða og atvinnuhúsnæðis á Ártúnshöfða og umhverfisvæna uppbyggingu verslunar- og skrifstofuhúsnæðis í Lágmúla.“
Skipulag Kópavogur Byggingariðnaður Sorpa Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira