Sjúkraþjálfarar og samkeppnin Unnur Pétursdóttir skrifar 22. júlí 2015 16:17 Nokkuð hefur verið rætt um möguleika þess að auka samkeppni í heilbrigðisþjónustu í þeim tilgangi að þrýsta á um samkeppnishæf laun til handa háskólamenntuðum starfsstéttum á Landspítalanum. Sjúkraþjálfarar eru ein þeirra stétta sem starfa á Landspítalanum. Störf þeirra fara ekki hátt en eru mikilvægur hlekkur í langri keðju verka sem þarf að vinna svo árangur náist af meðferð sjúklinga. Störf sjúkraþjálfara á bráðasjúkrahúsi krefjast mikillar sérhæfingar. Rétt um 15% sjúkraþjálfara landsins starfa á Landspítalanum. Sjúkraþjálfarar hafa allt frá árinu 1973 haft verktakasamning við Sjúkratryggingar Íslands auk þess sem stór hluti starfar á öldrunarheimilum, hjá íþróttafélögum, stoðtækjafyrirtækjum og víðar. Þar með er veruleg samkeppni um starfskrafta sjúkraþjálfara sem ætti, samkvæmt umræðunni, að endurspeglast í samkeppnishæfum launum sjúkraþjálfara starfandi á Landspítalanum. En er það svo? Napur raunveruleikinn er sá að á Landspítalanum, flaggskipi íslenskrar heilbrigðisþjónustu, háskólasjúkrahúsi landsins, starfa sjúkraþjálfarar eftir daprasta samningi sjúkraþjálfara og svo hefur verið um árabil. Samkeppnin er fólgin í því að ungir og upprennandi sjúkraþjálfarar koma inn með áhuga og eldmóði, fá nokkra launaseðla og svolitla starfsreynslu og hverfa svo á braut. Öflugur hópur reyndra sjúkraþjálfara með mikla sérhæfingu halda starfsemi endurhæfingar uppi á launum sem eru skammarleg. Starfsaldur þeirra er orðinn hár og innan fárra ára fara þeir fyrstu að fara á eftirlaun. Hverjir fást til að taka við þekkingu þeirra og reynslu? Samkeppni hefur ekki verið töfralausn að bættum kjörum sjúkraþjálfara á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt um möguleika þess að auka samkeppni í heilbrigðisþjónustu í þeim tilgangi að þrýsta á um samkeppnishæf laun til handa háskólamenntuðum starfsstéttum á Landspítalanum. Sjúkraþjálfarar eru ein þeirra stétta sem starfa á Landspítalanum. Störf þeirra fara ekki hátt en eru mikilvægur hlekkur í langri keðju verka sem þarf að vinna svo árangur náist af meðferð sjúklinga. Störf sjúkraþjálfara á bráðasjúkrahúsi krefjast mikillar sérhæfingar. Rétt um 15% sjúkraþjálfara landsins starfa á Landspítalanum. Sjúkraþjálfarar hafa allt frá árinu 1973 haft verktakasamning við Sjúkratryggingar Íslands auk þess sem stór hluti starfar á öldrunarheimilum, hjá íþróttafélögum, stoðtækjafyrirtækjum og víðar. Þar með er veruleg samkeppni um starfskrafta sjúkraþjálfara sem ætti, samkvæmt umræðunni, að endurspeglast í samkeppnishæfum launum sjúkraþjálfara starfandi á Landspítalanum. En er það svo? Napur raunveruleikinn er sá að á Landspítalanum, flaggskipi íslenskrar heilbrigðisþjónustu, háskólasjúkrahúsi landsins, starfa sjúkraþjálfarar eftir daprasta samningi sjúkraþjálfara og svo hefur verið um árabil. Samkeppnin er fólgin í því að ungir og upprennandi sjúkraþjálfarar koma inn með áhuga og eldmóði, fá nokkra launaseðla og svolitla starfsreynslu og hverfa svo á braut. Öflugur hópur reyndra sjúkraþjálfara með mikla sérhæfingu halda starfsemi endurhæfingar uppi á launum sem eru skammarleg. Starfsaldur þeirra er orðinn hár og innan fárra ára fara þeir fyrstu að fara á eftirlaun. Hverjir fást til að taka við þekkingu þeirra og reynslu? Samkeppni hefur ekki verið töfralausn að bættum kjörum sjúkraþjálfara á Landspítalanum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun