Trúir ekki á samkomulagið en skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2015 21:28 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. vísir/epa Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sagði í viðtali við gríska ríkissjónvarpið fyrr í kvöld að þrátt fyrir að samkomulaginu við lánardrottna hafi verið þröngvað upp á Grikkja, þá hafi það bjargað Grikklandi frá því að yfirgefa evrusamstarfið. Samkomulagið verði að ná fram að ganga. Grikkland sé að hans mati ekki í neinni aðstöðu til að taka aftur upp drökmuna; ekki aðeins muni bankarnir fara í þrot heldur myndi það leiða til mikilla vandamála annars staðar í samfélaginu. „Ég axla fulla ábyrgð, á ýmsum mistökum, og á því að hafa skrifað undir samkomulag sem ég trúi ekki á, en ég skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys í Grikklandi, hrun fjármálakerfisins. Nú ber mér skylda til að innleiða samkomulagið,“ sagði Tsipras.Leitaði til Kína, Rússlands og Bandaríkjanna Tsipras kvaðst hafa barist fyrir því laun og lífeyrisgreiðslur yrðu ekki lækkuð. Þá sagði hann þær aðgerðir í ríkisfjármálum sem samkomulagið felur í sér mun mildari en þær aðgerðir sem áður höfðu verið lagðar til. Tsipras að þetta hafi verið eina samkomulagið sem var í boði; hann hafi meðal annars leitað til Kína, Rússlands og Bandaríkjanna en þar hafi ekkert verið á boðstólnum. Aðspurður um tilgátur þess efnis að samkomulagið á sunnudaginn hafi á einhvern hátt verið tilraun til valdaráns sagði Tsipras: „Ég er viss um að sumir íhaldsflokkar í Evrópu yrðu ánægðir með að sjá okkar ríkisstjórn hverfa.“ Forsætisráðherrann hefur mætt mikilli andstöðu í flokki sínum, Syriza, eftir að hann kom frá Brussel til Aþenu með samkomulagið í ferðatöskunni. Kosið verður um samkomulagið á gríska þinginu á morgun og mun mikið mæða á Tsipras til að fá það samþykkt. Hann hyggst ekki segja af sér sama hvernig fer. „Skipstjórinn getur ekki yfirgefið skipið.“ Guardian fjallaði um viðtalið „í beinni“ hér. Grikkland Tengdar fréttir Samkomulagið við Grikki felur þetta í sér Samkomulagið felur í sér fjölda umbóta og aðhaldsaðgerða af hálfu gríska ríkisins. 13. júlí 2015 11:55 Segir engan vilja ræða efnahagsmál innan evruhópsins: „Þú gætir allt eins verið að syngja sænska þjóðsönginn“ Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, ber evruhópnum og fjármálaráðherra Þýskalands ekki góða söguna. 13. júlí 2015 00:01 Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Samkomulag um neyðaraðstoð til Grikkja í höfn. 13. júlí 2015 07:09 Tusk meinaði Tsipras og Merkel útgöngu úr fundarherberginu Minnstu munaði að upp úr slitnaði á samningafundi varðandi málefni Grikklands í Brussel klukkan sex í morgun. 13. júlí 2015 13:45 Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sagði í viðtali við gríska ríkissjónvarpið fyrr í kvöld að þrátt fyrir að samkomulaginu við lánardrottna hafi verið þröngvað upp á Grikkja, þá hafi það bjargað Grikklandi frá því að yfirgefa evrusamstarfið. Samkomulagið verði að ná fram að ganga. Grikkland sé að hans mati ekki í neinni aðstöðu til að taka aftur upp drökmuna; ekki aðeins muni bankarnir fara í þrot heldur myndi það leiða til mikilla vandamála annars staðar í samfélaginu. „Ég axla fulla ábyrgð, á ýmsum mistökum, og á því að hafa skrifað undir samkomulag sem ég trúi ekki á, en ég skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys í Grikklandi, hrun fjármálakerfisins. Nú ber mér skylda til að innleiða samkomulagið,“ sagði Tsipras.Leitaði til Kína, Rússlands og Bandaríkjanna Tsipras kvaðst hafa barist fyrir því laun og lífeyrisgreiðslur yrðu ekki lækkuð. Þá sagði hann þær aðgerðir í ríkisfjármálum sem samkomulagið felur í sér mun mildari en þær aðgerðir sem áður höfðu verið lagðar til. Tsipras að þetta hafi verið eina samkomulagið sem var í boði; hann hafi meðal annars leitað til Kína, Rússlands og Bandaríkjanna en þar hafi ekkert verið á boðstólnum. Aðspurður um tilgátur þess efnis að samkomulagið á sunnudaginn hafi á einhvern hátt verið tilraun til valdaráns sagði Tsipras: „Ég er viss um að sumir íhaldsflokkar í Evrópu yrðu ánægðir með að sjá okkar ríkisstjórn hverfa.“ Forsætisráðherrann hefur mætt mikilli andstöðu í flokki sínum, Syriza, eftir að hann kom frá Brussel til Aþenu með samkomulagið í ferðatöskunni. Kosið verður um samkomulagið á gríska þinginu á morgun og mun mikið mæða á Tsipras til að fá það samþykkt. Hann hyggst ekki segja af sér sama hvernig fer. „Skipstjórinn getur ekki yfirgefið skipið.“ Guardian fjallaði um viðtalið „í beinni“ hér.
Grikkland Tengdar fréttir Samkomulagið við Grikki felur þetta í sér Samkomulagið felur í sér fjölda umbóta og aðhaldsaðgerða af hálfu gríska ríkisins. 13. júlí 2015 11:55 Segir engan vilja ræða efnahagsmál innan evruhópsins: „Þú gætir allt eins verið að syngja sænska þjóðsönginn“ Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, ber evruhópnum og fjármálaráðherra Þýskalands ekki góða söguna. 13. júlí 2015 00:01 Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Samkomulag um neyðaraðstoð til Grikkja í höfn. 13. júlí 2015 07:09 Tusk meinaði Tsipras og Merkel útgöngu úr fundarherberginu Minnstu munaði að upp úr slitnaði á samningafundi varðandi málefni Grikklands í Brussel klukkan sex í morgun. 13. júlí 2015 13:45 Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samkomulagið við Grikki felur þetta í sér Samkomulagið felur í sér fjölda umbóta og aðhaldsaðgerða af hálfu gríska ríkisins. 13. júlí 2015 11:55
Segir engan vilja ræða efnahagsmál innan evruhópsins: „Þú gætir allt eins verið að syngja sænska þjóðsönginn“ Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, ber evruhópnum og fjármálaráðherra Þýskalands ekki góða söguna. 13. júlí 2015 00:01
Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Samkomulag um neyðaraðstoð til Grikkja í höfn. 13. júlí 2015 07:09
Tusk meinaði Tsipras og Merkel útgöngu úr fundarherberginu Minnstu munaði að upp úr slitnaði á samningafundi varðandi málefni Grikklands í Brussel klukkan sex í morgun. 13. júlí 2015 13:45
Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40