Lífsreynsla föður í fæðingar„orlofi“ Geir Gunnar Markússon skrifar 3. júlí 2015 16:00 Það berast sífellt fréttir af því að þeim feðrum fækki stöðugt sem nýta sér rétt sinn til fæðingarorlofs. Ég vil með þessum skrifum hvetja sem flesta feður til að taka fæðingarorlof og helst að þeir hafi það sem lengst. Það er sorgleg staðreynd að greiðslugeta Fæðingarorlofssjóð er á pari við greiðslugetu gríska ríkisins, eftir að hið margumtalaða hrun varð hér árið 2008. Við getum þó þakkað fyrir að við búum í landi sem býður feðrum upp á fæðingarorlof þó vissulega væri óskandi að vera ekki á sultarlaunum á meðan. Það ætti að vera hægt að gera betur á okkar ríka Íslandi. Mig langar að byrja á að benda þeim feðrum sem ekki hafa tekið fæðingarorlof áður hversu mikið rangnefni „fæðingarorlof“ er. Það á ekkert skylt við eiginlegt „orlof“ þar sem maður liggur t.d í leti með fætur upp í loft á sólarströnd með einn kaldan í hendi. Réttara væri að kalla fæðingarorlof fæðingarvinnu og það í rúmlega 100% stöðu. Þau eru ýmis verkin sem heimavinnandi húsfaðir þarf að huga að og ber þar hæst að nefna að fæða, klæða, svæfa, skipta á bleyjum og þvo þvott. Þar sem ég vill standa mig vel í öllum þeim störfum sem ég tek að mér þá er það full dagskrá að sinna þessu öllu þær 8-9 klukkustundir sem ég og dóttir mín erum ein saman heima við . Oft dugir sá tími ekki til og margt af þessum verkum eru ógerð er mamman kemur heim. Fæðingarvinnan ein sú erfiðasta Ég hef sinnt þó nokkrum störfum um ævina og er fæðingarvinnan ein sú erfiðasta sem ég hef tekið að mér, ekki líkamlega þó heldur andlega. Kæru kynbræður; prófið t.d. að skipta á stútfullri kúkableyju með barnið organdi og spriklandi og komast að því að blautþurrkurnar eru búnar þegar bleyjan er komin af (að kaupa nýjar var eitt af verkum gærdagsins sem þú komst ekki í). Áður en þú veist af er allt herbergið útatað í kúk og eina ráðið að setja bæði þig og barnið í bað, róa það niður og þrífa bæði herbergið og stóran hluta íbúðarinnar að því loknu. Svona barningur er einmitt góð ástæða þess að allir feður ættu að taka fæðingarorlof því þá fyrst skilur maður hvað móðirin gekk í gengum þegar hún var heima við með barnið allan daginn. Fæðingarvinnan er vanmetið starf en þar kristallast ákveðið skilningsleysi og fordómar sem eru líklega ástæður lélegra launa í þessari „kvenna“stétt. Nú skil ég miklu betur hvers vegna konan var úttauguð með bauga þegar ég kom seint heim úr vinnu og rétti mér barnið með orðunum; „Nú er komið að þér“. Ég var líka dauðþreyttur eftir erfiðan dag í vinnunni og skildi ekkert hvernig á því stæði að konan gæti verið þreytt í fæðingar-ORLOFINU sínu? En eftir að hafa upplifað þetta sjálfur mun ég aldrei aftur vanmeta þann sem er í fæðingarorlofi. Ekki bara kvöl og pína Fæðingarorlofið er langt frá því að vera bara kvöl og pína, þvert á móti er það líka ótrúlega skemmtilegt, gefandi og lærdómsríkt. Ég fæ að upplifa frábærar og ómetanlegar stundir með 10 mánaða dóttur minni, stundir sem munu aldrei koma aftur. Þær fengi ég ekki að upplifa nema vegna þess að ég fékk tækifæri til þess að vera í fæðingarorlofi. Ég fæ t.d. að sjá hana brosa, byrja að skríða, byrja að labba, leika við hana, sjá hana kanna heiminn og fæ að kynnast henni á allan hátt. Ég mundi ekki skipta á einum milljarði króna og öllum þeim skemmtilegu stundum sem ég hef átt með dóttur minni í fæðingarvinnunni okkar. Þessar stundir styrkja okkar samband og fylla mig þakklæti. Dóttir mín er yfirmaður minn í þessari vinnu og markmið mitt er að verða starfsmaður mánaðarins. Það er alveg rétt að þetta eru fátækralaun sem manni er skammtað sem vinnandi heimilisfaðir í fæðingarvinnu. Ég fer ekki í rándýra sólarlandaferð með dóttur minni á þessum launum en ég get átt jafngóðar og langtum ódýrari stundir með henni hér heima. Við getum farið í göngutúr í Nauthólsvík eða einhverri annarri íslenskri náttúruparadís. Það er nefnilega málið með þessa blessaðu peninga sem þessi heimur snýst í kringum, þeir kaupa ekki það sem skiptir mestu máli í þessu lífi. Peningar geta jú keypt skemmtun en ekki hamingju, þægilegt rúm en ekki góðan nætursvefn, lyf en ekki góða heilsu, dýrasta og flottasta hús í heimi en ekki ástríkt heimili. Við getum átt alveg yndislegar stundir með börnunum okkar án þess að það kosti of mikið, það þarf jafnvel ekki að kosta neitt. Það að fá að eiga stundir með börnunum er svo dýrmætt fyrir barnið, föðurinn og fjölskylduna að við feður megum ekki setja peningaleysi fyrir okkur, það er bara léleg afsökun. Kæru kynbræður; við vitum ekki af hverju við erum að missa nema við nýtum rétt okkur til fæðingarorlofs og megum ekki gleyma því að þessi tími með börnunum okkar kemur ekki aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Það berast sífellt fréttir af því að þeim feðrum fækki stöðugt sem nýta sér rétt sinn til fæðingarorlofs. Ég vil með þessum skrifum hvetja sem flesta feður til að taka fæðingarorlof og helst að þeir hafi það sem lengst. Það er sorgleg staðreynd að greiðslugeta Fæðingarorlofssjóð er á pari við greiðslugetu gríska ríkisins, eftir að hið margumtalaða hrun varð hér árið 2008. Við getum þó þakkað fyrir að við búum í landi sem býður feðrum upp á fæðingarorlof þó vissulega væri óskandi að vera ekki á sultarlaunum á meðan. Það ætti að vera hægt að gera betur á okkar ríka Íslandi. Mig langar að byrja á að benda þeim feðrum sem ekki hafa tekið fæðingarorlof áður hversu mikið rangnefni „fæðingarorlof“ er. Það á ekkert skylt við eiginlegt „orlof“ þar sem maður liggur t.d í leti með fætur upp í loft á sólarströnd með einn kaldan í hendi. Réttara væri að kalla fæðingarorlof fæðingarvinnu og það í rúmlega 100% stöðu. Þau eru ýmis verkin sem heimavinnandi húsfaðir þarf að huga að og ber þar hæst að nefna að fæða, klæða, svæfa, skipta á bleyjum og þvo þvott. Þar sem ég vill standa mig vel í öllum þeim störfum sem ég tek að mér þá er það full dagskrá að sinna þessu öllu þær 8-9 klukkustundir sem ég og dóttir mín erum ein saman heima við . Oft dugir sá tími ekki til og margt af þessum verkum eru ógerð er mamman kemur heim. Fæðingarvinnan ein sú erfiðasta Ég hef sinnt þó nokkrum störfum um ævina og er fæðingarvinnan ein sú erfiðasta sem ég hef tekið að mér, ekki líkamlega þó heldur andlega. Kæru kynbræður; prófið t.d. að skipta á stútfullri kúkableyju með barnið organdi og spriklandi og komast að því að blautþurrkurnar eru búnar þegar bleyjan er komin af (að kaupa nýjar var eitt af verkum gærdagsins sem þú komst ekki í). Áður en þú veist af er allt herbergið útatað í kúk og eina ráðið að setja bæði þig og barnið í bað, róa það niður og þrífa bæði herbergið og stóran hluta íbúðarinnar að því loknu. Svona barningur er einmitt góð ástæða þess að allir feður ættu að taka fæðingarorlof því þá fyrst skilur maður hvað móðirin gekk í gengum þegar hún var heima við með barnið allan daginn. Fæðingarvinnan er vanmetið starf en þar kristallast ákveðið skilningsleysi og fordómar sem eru líklega ástæður lélegra launa í þessari „kvenna“stétt. Nú skil ég miklu betur hvers vegna konan var úttauguð með bauga þegar ég kom seint heim úr vinnu og rétti mér barnið með orðunum; „Nú er komið að þér“. Ég var líka dauðþreyttur eftir erfiðan dag í vinnunni og skildi ekkert hvernig á því stæði að konan gæti verið þreytt í fæðingar-ORLOFINU sínu? En eftir að hafa upplifað þetta sjálfur mun ég aldrei aftur vanmeta þann sem er í fæðingarorlofi. Ekki bara kvöl og pína Fæðingarorlofið er langt frá því að vera bara kvöl og pína, þvert á móti er það líka ótrúlega skemmtilegt, gefandi og lærdómsríkt. Ég fæ að upplifa frábærar og ómetanlegar stundir með 10 mánaða dóttur minni, stundir sem munu aldrei koma aftur. Þær fengi ég ekki að upplifa nema vegna þess að ég fékk tækifæri til þess að vera í fæðingarorlofi. Ég fæ t.d. að sjá hana brosa, byrja að skríða, byrja að labba, leika við hana, sjá hana kanna heiminn og fæ að kynnast henni á allan hátt. Ég mundi ekki skipta á einum milljarði króna og öllum þeim skemmtilegu stundum sem ég hef átt með dóttur minni í fæðingarvinnunni okkar. Þessar stundir styrkja okkar samband og fylla mig þakklæti. Dóttir mín er yfirmaður minn í þessari vinnu og markmið mitt er að verða starfsmaður mánaðarins. Það er alveg rétt að þetta eru fátækralaun sem manni er skammtað sem vinnandi heimilisfaðir í fæðingarvinnu. Ég fer ekki í rándýra sólarlandaferð með dóttur minni á þessum launum en ég get átt jafngóðar og langtum ódýrari stundir með henni hér heima. Við getum farið í göngutúr í Nauthólsvík eða einhverri annarri íslenskri náttúruparadís. Það er nefnilega málið með þessa blessaðu peninga sem þessi heimur snýst í kringum, þeir kaupa ekki það sem skiptir mestu máli í þessu lífi. Peningar geta jú keypt skemmtun en ekki hamingju, þægilegt rúm en ekki góðan nætursvefn, lyf en ekki góða heilsu, dýrasta og flottasta hús í heimi en ekki ástríkt heimili. Við getum átt alveg yndislegar stundir með börnunum okkar án þess að það kosti of mikið, það þarf jafnvel ekki að kosta neitt. Það að fá að eiga stundir með börnunum er svo dýrmætt fyrir barnið, föðurinn og fjölskylduna að við feður megum ekki setja peningaleysi fyrir okkur, það er bara léleg afsökun. Kæru kynbræður; við vitum ekki af hverju við erum að missa nema við nýtum rétt okkur til fæðingarorlofs og megum ekki gleyma því að þessi tími með börnunum okkar kemur ekki aftur.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun