Þjóðverjar segja ekkert tilefni til áframhaldandi viðræðna Samúel Karl Ólason skrifar 27. júní 2015 15:26 Alexis Tsipras og Angela Merkel. Vísir/EPA Fjármálaráðherra Evrópu eru myrkir í máli eftir að ákvörðun stjórnvalda í Grikklandi um þjóðaratkvæðagreiðslu var tilkynnt í gær. Atkvæðagreiðslan á að fara fram þann 5. júlí, en nú á þriðjudaginn þarf Grikkland að greiða rúmlega einn og hálfan milljarð til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Án samkomulags um neyðaraðstoð er útlit fyrir að Grikkland verði gjaldþrota. Alxesis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefur beðið um frest á gjalddaganum en ekki er gott útlit fyrir að sú beiðni verði samþykkt. „Það er ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi viðræðum,“ segir Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands. „Augljóslega getum við ekki útilokað óvænt atvik í Grikklandi, svo þar er alltaf hægt að halda í vonina. Hins vegar sér enginn af kollegum mínum sem ég hef rætt við, hvaða leiðir hægt sé að fara núna.“ „Grikkland hefur yfirgefið samningaborðið og nú erum við í þeirri stöðu að á þriðjudaginn mun aðstoðaráætlunin enda, þar sem viðræður eiga sér ekki stað.“ Fjármálaráðherra Finnlands sló á svipaða strengi og sagði þetta hugsanlega vera mjög sorglegan dag. Stjórnarandstaðan í Grikklandi segir að afstaða Syriza flokksins hafi leitt Grikkland í glötun. Fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, Antonis Samaras, segir að þjóðaratkvæðagreiðslan sé í raun um hvort að Grikklandi ætli að vera í Evrópusambandinu.Uppfært 16:20 Fjármálaráðherra evruríkjana hafa neitað að framlengja gjalddagan lánsins til AGS fram yfir atkvæðagreiðsluna. Beiðnin fjallaði einnig um framhald á neyðaraðstoð, en Seðlabanki Evrópu mun ákveða hvort að hann muni halda áfram að útvega bankakerfi Grikklands neyðaraðstoð. Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, segir að ákvörðun evruríkjanna muni draga úr trúverðugleika þeirra. Varoufakis sagði að þeir hefðu eingöngu beðið um nokkra daga, en talsmaður evruríkjanna sagði að Grikkir hefðu beðið um frest í einn mánuð.Uppfært 17:00 Varoufakis segir að enn sé verið að vinna að samkomulagi og hann vill ekki ræða hvað gerist takist ekki að semja um neyðarhjálp fyrir Grikki. Hann segir að komist deiluaðilar að samkomulagi muni ríkisstjórnin hvetja Grikki til að samþykkja það í þjóðaratkvæðagreiðslunni 5. júlí. Ennfremur sagði hann að það að bola Grikkjum úr evrusamstarfinu færi gegn grundvallarsamningi ESB. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Hafa helgina til að ná samkomulagi um aðgerðir Grikkja Ekki náðist samkomulag um aðgerðir í gær eftir langan fund í Brussel. 26. júní 2015 07:19 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fjármálaráðherra Evrópu eru myrkir í máli eftir að ákvörðun stjórnvalda í Grikklandi um þjóðaratkvæðagreiðslu var tilkynnt í gær. Atkvæðagreiðslan á að fara fram þann 5. júlí, en nú á þriðjudaginn þarf Grikkland að greiða rúmlega einn og hálfan milljarð til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Án samkomulags um neyðaraðstoð er útlit fyrir að Grikkland verði gjaldþrota. Alxesis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefur beðið um frest á gjalddaganum en ekki er gott útlit fyrir að sú beiðni verði samþykkt. „Það er ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi viðræðum,“ segir Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands. „Augljóslega getum við ekki útilokað óvænt atvik í Grikklandi, svo þar er alltaf hægt að halda í vonina. Hins vegar sér enginn af kollegum mínum sem ég hef rætt við, hvaða leiðir hægt sé að fara núna.“ „Grikkland hefur yfirgefið samningaborðið og nú erum við í þeirri stöðu að á þriðjudaginn mun aðstoðaráætlunin enda, þar sem viðræður eiga sér ekki stað.“ Fjármálaráðherra Finnlands sló á svipaða strengi og sagði þetta hugsanlega vera mjög sorglegan dag. Stjórnarandstaðan í Grikklandi segir að afstaða Syriza flokksins hafi leitt Grikkland í glötun. Fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, Antonis Samaras, segir að þjóðaratkvæðagreiðslan sé í raun um hvort að Grikklandi ætli að vera í Evrópusambandinu.Uppfært 16:20 Fjármálaráðherra evruríkjana hafa neitað að framlengja gjalddagan lánsins til AGS fram yfir atkvæðagreiðsluna. Beiðnin fjallaði einnig um framhald á neyðaraðstoð, en Seðlabanki Evrópu mun ákveða hvort að hann muni halda áfram að útvega bankakerfi Grikklands neyðaraðstoð. Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, segir að ákvörðun evruríkjanna muni draga úr trúverðugleika þeirra. Varoufakis sagði að þeir hefðu eingöngu beðið um nokkra daga, en talsmaður evruríkjanna sagði að Grikkir hefðu beðið um frest í einn mánuð.Uppfært 17:00 Varoufakis segir að enn sé verið að vinna að samkomulagi og hann vill ekki ræða hvað gerist takist ekki að semja um neyðarhjálp fyrir Grikki. Hann segir að komist deiluaðilar að samkomulagi muni ríkisstjórnin hvetja Grikki til að samþykkja það í þjóðaratkvæðagreiðslunni 5. júlí. Ennfremur sagði hann að það að bola Grikkjum úr evrusamstarfinu færi gegn grundvallarsamningi ESB.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Hafa helgina til að ná samkomulagi um aðgerðir Grikkja Ekki náðist samkomulag um aðgerðir í gær eftir langan fund í Brussel. 26. júní 2015 07:19 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46
Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24
Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27
Hafa helgina til að ná samkomulagi um aðgerðir Grikkja Ekki náðist samkomulag um aðgerðir í gær eftir langan fund í Brussel. 26. júní 2015 07:19