Karl bað Árna Pál afsökunar á ummælum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. júní 2015 16:23 Sagði að formaður Samfylkingarinnar hefði unnið með hag kröfuhafa að leiðarljósi. Vísir/Vilhelm Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, hafa haft hag kröfuhafa slitabúa föllnu bankanna að leiðarljósi fyrir kosningar. Þingmenn Samfylkingarinnar stigur hver á fætur öðrum í pontu til að kalla eftir afsökunarbeiðni – sem hann varð við að loknum nokkrum umræðum. Krafðist afsökuanrbeiðni Fyrst krafðist Oddný G. Harðardóttir þess að Karl myndi draga ummælin til baka en annars yrði kallað til fundar í forsætisnefnd þar sem málið yrði rætt. Össur Skarphéðinsson tók undir þessa ósk Oddnýjar. Hann sagði að ef Karl vildi ekki draga ummælin til baka væri það ásetningur hans að sverta mannorð Árna Páls með ummælunum. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að líða ummælin. „Hér er beinlínis verið að saka þingmann um glæp í þessum ræðustól.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagði að þingmenn flokksins hefðu ekki trúað eigin eyrum og því hafi þau ekki brugðist við ummælunum fyrr en búið væri að hlusta á upptöku af ræðu hans. Valgerður Bjarnadóttir spurði þingheim hvað ummælin gætu þýtt annað en að fara gegn þjóð sinni. Óheppinn að heyra ummælin Mörður Árnason sagðist vera svo ógæfusamur að hafa verið í þingsalnum þegar ummæli Karls féllu. Hann sagði að Karl hafi haft tækifæri á að leiðrétta sig strax í lokinni ræðunnar; ummælin hafi fallið í fyrra andsvari hans og hafði því það síðara til að leiðrétta ummælin. Þingmennirnir kölluðu eftir því að hlé yrði gert á þingfundi til að hægt væri að kalla forsætisnefnd saman til að fara yfir málið. Þreyttur á málflutningnum Auk þeirra stigu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í pontu til að ræða ummælin. Guðmundur sagði að málflutningur Framsóknarmanna um að aðrir þingmenn væru að vinna á grundvelli annarrar hagsmuna en þjóðarinnar væri ólíðandi. „Hér fór háttvirtur þingmaður Karl Garðarsson yfir mörkin. Nú er komið nóg,“ sagði hann. Karl Garðarsson yfirgaf salinn tímabundið á meðan umræðunum stóð en tók svo til máls í lok hennar þar sem hann baðst afsökunar. „Ég vil biðja háttvirtan þingmann Árna Pál Árnason afsökunar á því. Þetta var sagt í hita leiksins,“ sagði hann og bætti við að hann hefði gengið of langt. Alþingi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, hafa haft hag kröfuhafa slitabúa föllnu bankanna að leiðarljósi fyrir kosningar. Þingmenn Samfylkingarinnar stigur hver á fætur öðrum í pontu til að kalla eftir afsökunarbeiðni – sem hann varð við að loknum nokkrum umræðum. Krafðist afsökuanrbeiðni Fyrst krafðist Oddný G. Harðardóttir þess að Karl myndi draga ummælin til baka en annars yrði kallað til fundar í forsætisnefnd þar sem málið yrði rætt. Össur Skarphéðinsson tók undir þessa ósk Oddnýjar. Hann sagði að ef Karl vildi ekki draga ummælin til baka væri það ásetningur hans að sverta mannorð Árna Páls með ummælunum. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að líða ummælin. „Hér er beinlínis verið að saka þingmann um glæp í þessum ræðustól.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagði að þingmenn flokksins hefðu ekki trúað eigin eyrum og því hafi þau ekki brugðist við ummælunum fyrr en búið væri að hlusta á upptöku af ræðu hans. Valgerður Bjarnadóttir spurði þingheim hvað ummælin gætu þýtt annað en að fara gegn þjóð sinni. Óheppinn að heyra ummælin Mörður Árnason sagðist vera svo ógæfusamur að hafa verið í þingsalnum þegar ummæli Karls féllu. Hann sagði að Karl hafi haft tækifæri á að leiðrétta sig strax í lokinni ræðunnar; ummælin hafi fallið í fyrra andsvari hans og hafði því það síðara til að leiðrétta ummælin. Þingmennirnir kölluðu eftir því að hlé yrði gert á þingfundi til að hægt væri að kalla forsætisnefnd saman til að fara yfir málið. Þreyttur á málflutningnum Auk þeirra stigu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í pontu til að ræða ummælin. Guðmundur sagði að málflutningur Framsóknarmanna um að aðrir þingmenn væru að vinna á grundvelli annarrar hagsmuna en þjóðarinnar væri ólíðandi. „Hér fór háttvirtur þingmaður Karl Garðarsson yfir mörkin. Nú er komið nóg,“ sagði hann. Karl Garðarsson yfirgaf salinn tímabundið á meðan umræðunum stóð en tók svo til máls í lok hennar þar sem hann baðst afsökunar. „Ég vil biðja háttvirtan þingmann Árna Pál Árnason afsökunar á því. Þetta var sagt í hita leiksins,“ sagði hann og bætti við að hann hefði gengið of langt.
Alþingi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira