Karl bað Árna Pál afsökunar á ummælum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. júní 2015 16:23 Sagði að formaður Samfylkingarinnar hefði unnið með hag kröfuhafa að leiðarljósi. Vísir/Vilhelm Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, hafa haft hag kröfuhafa slitabúa föllnu bankanna að leiðarljósi fyrir kosningar. Þingmenn Samfylkingarinnar stigur hver á fætur öðrum í pontu til að kalla eftir afsökunarbeiðni – sem hann varð við að loknum nokkrum umræðum. Krafðist afsökuanrbeiðni Fyrst krafðist Oddný G. Harðardóttir þess að Karl myndi draga ummælin til baka en annars yrði kallað til fundar í forsætisnefnd þar sem málið yrði rætt. Össur Skarphéðinsson tók undir þessa ósk Oddnýjar. Hann sagði að ef Karl vildi ekki draga ummælin til baka væri það ásetningur hans að sverta mannorð Árna Páls með ummælunum. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að líða ummælin. „Hér er beinlínis verið að saka þingmann um glæp í þessum ræðustól.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagði að þingmenn flokksins hefðu ekki trúað eigin eyrum og því hafi þau ekki brugðist við ummælunum fyrr en búið væri að hlusta á upptöku af ræðu hans. Valgerður Bjarnadóttir spurði þingheim hvað ummælin gætu þýtt annað en að fara gegn þjóð sinni. Óheppinn að heyra ummælin Mörður Árnason sagðist vera svo ógæfusamur að hafa verið í þingsalnum þegar ummæli Karls féllu. Hann sagði að Karl hafi haft tækifæri á að leiðrétta sig strax í lokinni ræðunnar; ummælin hafi fallið í fyrra andsvari hans og hafði því það síðara til að leiðrétta ummælin. Þingmennirnir kölluðu eftir því að hlé yrði gert á þingfundi til að hægt væri að kalla forsætisnefnd saman til að fara yfir málið. Þreyttur á málflutningnum Auk þeirra stigu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í pontu til að ræða ummælin. Guðmundur sagði að málflutningur Framsóknarmanna um að aðrir þingmenn væru að vinna á grundvelli annarrar hagsmuna en þjóðarinnar væri ólíðandi. „Hér fór háttvirtur þingmaður Karl Garðarsson yfir mörkin. Nú er komið nóg,“ sagði hann. Karl Garðarsson yfirgaf salinn tímabundið á meðan umræðunum stóð en tók svo til máls í lok hennar þar sem hann baðst afsökunar. „Ég vil biðja háttvirtan þingmann Árna Pál Árnason afsökunar á því. Þetta var sagt í hita leiksins,“ sagði hann og bætti við að hann hefði gengið of langt. Alþingi Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, hafa haft hag kröfuhafa slitabúa föllnu bankanna að leiðarljósi fyrir kosningar. Þingmenn Samfylkingarinnar stigur hver á fætur öðrum í pontu til að kalla eftir afsökunarbeiðni – sem hann varð við að loknum nokkrum umræðum. Krafðist afsökuanrbeiðni Fyrst krafðist Oddný G. Harðardóttir þess að Karl myndi draga ummælin til baka en annars yrði kallað til fundar í forsætisnefnd þar sem málið yrði rætt. Össur Skarphéðinsson tók undir þessa ósk Oddnýjar. Hann sagði að ef Karl vildi ekki draga ummælin til baka væri það ásetningur hans að sverta mannorð Árna Páls með ummælunum. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að líða ummælin. „Hér er beinlínis verið að saka þingmann um glæp í þessum ræðustól.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagði að þingmenn flokksins hefðu ekki trúað eigin eyrum og því hafi þau ekki brugðist við ummælunum fyrr en búið væri að hlusta á upptöku af ræðu hans. Valgerður Bjarnadóttir spurði þingheim hvað ummælin gætu þýtt annað en að fara gegn þjóð sinni. Óheppinn að heyra ummælin Mörður Árnason sagðist vera svo ógæfusamur að hafa verið í þingsalnum þegar ummæli Karls féllu. Hann sagði að Karl hafi haft tækifæri á að leiðrétta sig strax í lokinni ræðunnar; ummælin hafi fallið í fyrra andsvari hans og hafði því það síðara til að leiðrétta ummælin. Þingmennirnir kölluðu eftir því að hlé yrði gert á þingfundi til að hægt væri að kalla forsætisnefnd saman til að fara yfir málið. Þreyttur á málflutningnum Auk þeirra stigu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í pontu til að ræða ummælin. Guðmundur sagði að málflutningur Framsóknarmanna um að aðrir þingmenn væru að vinna á grundvelli annarrar hagsmuna en þjóðarinnar væri ólíðandi. „Hér fór háttvirtur þingmaður Karl Garðarsson yfir mörkin. Nú er komið nóg,“ sagði hann. Karl Garðarsson yfirgaf salinn tímabundið á meðan umræðunum stóð en tók svo til máls í lok hennar þar sem hann baðst afsökunar. „Ég vil biðja háttvirtan þingmann Árna Pál Árnason afsökunar á því. Þetta var sagt í hita leiksins,“ sagði hann og bætti við að hann hefði gengið of langt.
Alþingi Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira