Innlent

Fékk sýn og vakti heims­at­hygli

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Vopnahlé á Gaza tók gildi í hádeginu og tugþúsundir Palestínumanna héldu heim. Margra beið þó ekkert annað en húsarústir. Stærsta mannúðaraðgerð frá seinni heimstyrjöld er fram undan og í kvöldfréttum sjáum við myndir frá Gaza og ræðum við framkvæmdastjóra Rauða krossins.

Hjólreiðamaður segir beygjuvasa við stærri gatnamót vera stórhættulega. Við hittum hann á hjólinu en beygjuvasar við fjölfarin gatnamót hafa verið fjarlægðir.

Við hittum átta mánaða íslenska stúlku sem hefur vakið heimsathygli eftir að hún fékk gleraugu og sá heiminn í nýju ljósi. Milljónir hafa horft á myndband af augnablikinu á samfélagsmiðlum, en það kom fjölskyldunni nokkuð í opna skjöldu þegar heimsfræg poppstjarna deildi myndbandinu á dögunum. Nánar í kvöldfrétum.

Þá sjáum við myndir frá hópknúsi á Austurvelli, verðum í beinni frá opnunarhófi listahátíðar og í beinni með sonum Rúnna Júl sem heiðra minningu föður síns með tónleikum í kvöld.

Í Sportpakkanum verðum við að sjálfsögðu í beinni frá Laugardalsvelli þar sem stórleikur Íslands gegn Úkraínu fer fram í kvöld. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×