Launaseðill hjúkrunarfræðings Ingibjörg Guðmundsdóttir skrifar 11. júní 2015 10:01 Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á. Ég útskrifaðist fyrir 7 árum síðan og hækkaði upp í þessi laun núna síðastliðin áramót og á því ekki von á því að hækka neitt í launum næstu 2 árin. Ég er í 90% vinnu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga í mjög krefjandi starfi sem krefst viðamikillar þekkingar og fagmennsku. Að sinna mörgum sjúklingum í einu sem þurfa á flókinni krabbameinslyfjagjöf að halda þarfnast mikillar nákvæmni, kunnáttu og hæfni til þess að bregðast við öllum mögulegum fylgikvillum sem upp geta komið. Það má ekkert bregða út af og mistök geta orðið ansi dýrkeypt. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla og þá 4 ára háskólamenntun sem ég hef lokið til þess að sinna minni vinnu. Við hjúkrunarfræðingar erum ekki með óraunhæfar kröfur. Við erum einfaldlega að biðja um að menntun okkar sé metin til launa líkt og aðrir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn með sambærilega menntun. Einnig erum við með þá sjálfsögðu kröfu að árið 2015 sé kynbundnum launamun útrýmt. Árið 2015 verður það að vera raunhæfur möguleiki að „hin hefðbundnu kvennastörf“ geti eftir 4 ára krefjandi háskólagöngu verið fyrirvinnur á sínu heimili. Ef við viljum tryggja heilbrigðiskerfi til framtíðar er algjört grundvallaratriði að halda í mannauðinn. Án hans er spítali ekkert nema auð bygging. Íslendingar eiga vel menntaða hjúkrunarfræðinga sem eru eftirsóknarverðir í öllum heiminum. Veljum hágæða heilbrigðiskerfi á Íslandi og semjum um réttlát laun í takt við menntun og ábyrgð og metum mannauðinn okkar að verðleikum áður en að það verður um seinan.Launaseðill Ingibjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á. Ég útskrifaðist fyrir 7 árum síðan og hækkaði upp í þessi laun núna síðastliðin áramót og á því ekki von á því að hækka neitt í launum næstu 2 árin. Ég er í 90% vinnu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga í mjög krefjandi starfi sem krefst viðamikillar þekkingar og fagmennsku. Að sinna mörgum sjúklingum í einu sem þurfa á flókinni krabbameinslyfjagjöf að halda þarfnast mikillar nákvæmni, kunnáttu og hæfni til þess að bregðast við öllum mögulegum fylgikvillum sem upp geta komið. Það má ekkert bregða út af og mistök geta orðið ansi dýrkeypt. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla og þá 4 ára háskólamenntun sem ég hef lokið til þess að sinna minni vinnu. Við hjúkrunarfræðingar erum ekki með óraunhæfar kröfur. Við erum einfaldlega að biðja um að menntun okkar sé metin til launa líkt og aðrir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn með sambærilega menntun. Einnig erum við með þá sjálfsögðu kröfu að árið 2015 sé kynbundnum launamun útrýmt. Árið 2015 verður það að vera raunhæfur möguleiki að „hin hefðbundnu kvennastörf“ geti eftir 4 ára krefjandi háskólagöngu verið fyrirvinnur á sínu heimili. Ef við viljum tryggja heilbrigðiskerfi til framtíðar er algjört grundvallaratriði að halda í mannauðinn. Án hans er spítali ekkert nema auð bygging. Íslendingar eiga vel menntaða hjúkrunarfræðinga sem eru eftirsóknarverðir í öllum heiminum. Veljum hágæða heilbrigðiskerfi á Íslandi og semjum um réttlát laun í takt við menntun og ábyrgð og metum mannauðinn okkar að verðleikum áður en að það verður um seinan.Launaseðill Ingibjargar.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun