Utanríkisráðherra fjarverandi í fyrirspurnatíma: „Ráðherrar kannski komnir í andlegt sumarfrí“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júní 2015 11:14 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm/daníel Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun og ræddu fundarstjórn forseta. Fyrsta mál á dagskrá voru óundirbúnar fyrirspurnir til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og félags-og húsnæðismálaráðherra en utanríkisráðherra forfallaðist á seinustu stundu. Þetta voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ósáttir við. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði ríkisstjórnina líta svo á að þingið væri ekki í fyrsta sæti. Flokkssystir hennar, Katrín Jakobsdóttir, hafði þetta um málið að segja: „Ég tel einsýnt að ráðherrar eru orðnir lúnir eftir veturinn og kannski bara komnir í andlegt sumarfrí þegar einungis tveir þeirra treysta sér til að mæta hér í óundirbúnar fyrirspurnir. [...] Ég lýsi yfir ákveðnum áhyggjum af heilsufari ráðherra.“ Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði þessi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar óásættanleg og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði ráðherra ríkisstjórnarinnar sýna þinginu vanvirðu. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, sagði við upphaf umræðunnar um fundarstjórn að honum hafi orðið ljóst fyrr en skömmu áður að einungis forsætisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra yrðu viðstaddir fyrirspurnatímann. Þetta þætti honum óheppilegt en lítið hefði verið hægt að gera með svo skömmum fyrirvara.Uppfært klukkan 12:20: Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem send var nú rétt fyrir hádegi kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hafi í gær og í dag fundað með nýrri ríkisstjórn Finnlands. Hann hefur meðal annars fundað með utanríkisráðherranum Timo Soini, ráðherra utanríkisviðskipta og þróunarmála, Lenita Toivakka, formanni þingflokks Miðflokksins, Matti Vanhanen, formanni utanríkismalanefndar finnska þingsins, Antti Kaikkonen, og Antero Vartia, sem tók nýlega sæti á finnska þinginu fyrir Græningja en hann er af íslenskum ættum. Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun og ræddu fundarstjórn forseta. Fyrsta mál á dagskrá voru óundirbúnar fyrirspurnir til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og félags-og húsnæðismálaráðherra en utanríkisráðherra forfallaðist á seinustu stundu. Þetta voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ósáttir við. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði ríkisstjórnina líta svo á að þingið væri ekki í fyrsta sæti. Flokkssystir hennar, Katrín Jakobsdóttir, hafði þetta um málið að segja: „Ég tel einsýnt að ráðherrar eru orðnir lúnir eftir veturinn og kannski bara komnir í andlegt sumarfrí þegar einungis tveir þeirra treysta sér til að mæta hér í óundirbúnar fyrirspurnir. [...] Ég lýsi yfir ákveðnum áhyggjum af heilsufari ráðherra.“ Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði þessi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar óásættanleg og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði ráðherra ríkisstjórnarinnar sýna þinginu vanvirðu. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, sagði við upphaf umræðunnar um fundarstjórn að honum hafi orðið ljóst fyrr en skömmu áður að einungis forsætisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra yrðu viðstaddir fyrirspurnatímann. Þetta þætti honum óheppilegt en lítið hefði verið hægt að gera með svo skömmum fyrirvara.Uppfært klukkan 12:20: Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem send var nú rétt fyrir hádegi kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hafi í gær og í dag fundað með nýrri ríkisstjórn Finnlands. Hann hefur meðal annars fundað með utanríkisráðherranum Timo Soini, ráðherra utanríkisviðskipta og þróunarmála, Lenita Toivakka, formanni þingflokks Miðflokksins, Matti Vanhanen, formanni utanríkismalanefndar finnska þingsins, Antti Kaikkonen, og Antero Vartia, sem tók nýlega sæti á finnska þinginu fyrir Græningja en hann er af íslenskum ættum.
Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira