Körfubolti

James segir að Smith megi klúðra 100 skotum | myndband

LeBron James og Stephen Curry eigast hér við fjórða leik liðanna.
LeBron James og Stephen Curry eigast hér við fjórða leik liðanna. vísir/afp
Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers mætast í fjórða leik liðanna í úrslitum NBA í nótt. Staðan í einvíginu er 2-2 en leikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Golden State í Oakland.

Cleveland þótti ekki spila vel í síðasta leik. LeBron James virkaði þreyttur enda mæðir mikið á honum í fjarveru Kevin Love og Kyrie Irving.

Slök skotnýting leikmanns eins og J.R. Smith hjálpaði heldur ekki til. Gegn Atlanta var Smith með 18 stig að meðaltali og 50% skotnýtingu en í síðasta leik setti hann ekkert af 8 þriggja stiga skotum sínum niður.

LeBron James hefur komið Smith til varnar í viðtölum í aðdraganda fimmta leiksins og segir að Smith þurfi að einbeita sér að því að finna sitt form á nýjan leik en ekki svekkja sig á síðasta leik.

"Mér er alveg sama hvað hann klikkaði á mörgum skotum. Ég vil ekki að hann svekki sig á leik fjögur. J.R. leggur mikið á sig á æfingum. Við erum allir atvinnumenn í íþróttinni og reynum sífellt að bæta okkur.

Við megum aldrei láta neinn, hvorki fjölmiðla, stuðningsmenn, andstæðinga né fjölskyldu okkar sjá að við séum niðurlútir yfir því sem gengið hefur á. Hann verður að hafa trú á sér," segir LeBron James um liðsfélaga sinn.

"Hann [Smith] má klúðra 100 skotum. Ef hann hefur trú á sínum hæfileikum, þá hef ég trú á honum. En sem keppnismaður, ef þú missir trú á sjálfum þér, þá er erfitt að vinna sig út úr því. En ef hann hefur trú á sér, þá verður allt í lagi með hann," segir James um félaga sinn.

Ekki voru þó allir jafn afslappaðir yfir frammistöðu Cleveland í síðasta leik líkt og myndbandið hér fyrir neðan sýnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×