Uppsagnir myndu lama Landspítalann Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 14. júní 2015 19:30 Að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga hafa ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna lagasetningar Alþingis í gær. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að uppsagnir myndu lama spítalann og að öryggi sjúklinga yrði ekki tryggt. Lög á verkfall félagsmanna Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru samþykkt á Alþingi á áttunda tímanum í gærkvöldi, með 30 atkvæðum gegn 19. Lögin tóku þegar gildi og er verkfallsaðgerðum þar með lokið en hjúkrunarfræðingar voru kallaðir til vinnu strax í gærkvöldi. „Það er nokkuð þung staða á spítalanum. Margir sem bíða á bráðamóttökunni til dæmis eftir því að fá innlögn. Svona hvað mannskapinn varðar að þá er þungt hljóð í fólki. Það eru ákveðin vonbrigði og svona, maður skynjar bæði vonbrigði og reiði meðal starfsfólksins,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Tugir hafa eða munu segja starfi sínu lausuÞví fer þannig fjarri að lagasetning Alþingis í gær hafi leyst öll vandamál. Þannig hafa samkvæmt upplýsingum fréttastofu að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna laganna. Því vaknar spurningin – hvaða áhrif kæmu slíkar uppsagnir til með að hafa á starfsemi Landspítalans? „Það myndi bara lama spítalann. Við megum engann mann missa, hvorki hjúkrunarfræðinga eða aðra. Þannig að það hefur alveg gríðarleg áhrif ef að fólk segir hérna störfum sínum lausum og við missum það frá okkur,“ segir Sigríður. Á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans starfa 20 hjúkrunarfræðingar, en að minnsta kosti 11 þeirra ætla að segja starfi sínu lausu í fyrramálið. Sigríður segir að á deildinni starfi hópur hjúkrunarfræðinga með mikla reynslu og sérhæfða þekkingu á þessum sjúklingahóp. Sú þekking verði ekki byggð upp á einum degi.Öryggi sjúklinga ekki tryggtEn er hægt að tryggja mönnun og þannig öryggi sjúklinga ef til allra þessara uppsagna kemur? „Nei, það er ekki hægt. Og við höfum bent á það hér stjórnendur á spítalanum að það er fyrirsjáanlegur verulegur skortur á heilbrigðisstarfsfólki á næstu árum, þó að þetta hefði ekki komið til. Það að fólk kjósi að hverfa frá störfum og jafnvel flytja úr landi, það eykur enn á þann vanda. Það er bara gríðarlega mikið áhyggjuefni,“ segir Sigríður. Verkfall 2016 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga hafa ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna lagasetningar Alþingis í gær. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að uppsagnir myndu lama spítalann og að öryggi sjúklinga yrði ekki tryggt. Lög á verkfall félagsmanna Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru samþykkt á Alþingi á áttunda tímanum í gærkvöldi, með 30 atkvæðum gegn 19. Lögin tóku þegar gildi og er verkfallsaðgerðum þar með lokið en hjúkrunarfræðingar voru kallaðir til vinnu strax í gærkvöldi. „Það er nokkuð þung staða á spítalanum. Margir sem bíða á bráðamóttökunni til dæmis eftir því að fá innlögn. Svona hvað mannskapinn varðar að þá er þungt hljóð í fólki. Það eru ákveðin vonbrigði og svona, maður skynjar bæði vonbrigði og reiði meðal starfsfólksins,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Tugir hafa eða munu segja starfi sínu lausuÞví fer þannig fjarri að lagasetning Alþingis í gær hafi leyst öll vandamál. Þannig hafa samkvæmt upplýsingum fréttastofu að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna laganna. Því vaknar spurningin – hvaða áhrif kæmu slíkar uppsagnir til með að hafa á starfsemi Landspítalans? „Það myndi bara lama spítalann. Við megum engann mann missa, hvorki hjúkrunarfræðinga eða aðra. Þannig að það hefur alveg gríðarleg áhrif ef að fólk segir hérna störfum sínum lausum og við missum það frá okkur,“ segir Sigríður. Á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans starfa 20 hjúkrunarfræðingar, en að minnsta kosti 11 þeirra ætla að segja starfi sínu lausu í fyrramálið. Sigríður segir að á deildinni starfi hópur hjúkrunarfræðinga með mikla reynslu og sérhæfða þekkingu á þessum sjúklingahóp. Sú þekking verði ekki byggð upp á einum degi.Öryggi sjúklinga ekki tryggtEn er hægt að tryggja mönnun og þannig öryggi sjúklinga ef til allra þessara uppsagna kemur? „Nei, það er ekki hægt. Og við höfum bent á það hér stjórnendur á spítalanum að það er fyrirsjáanlegur verulegur skortur á heilbrigðisstarfsfólki á næstu árum, þó að þetta hefði ekki komið til. Það að fólk kjósi að hverfa frá störfum og jafnvel flytja úr landi, það eykur enn á þann vanda. Það er bara gríðarlega mikið áhyggjuefni,“ segir Sigríður.
Verkfall 2016 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent