Uppsagnir myndu lama Landspítalann Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 14. júní 2015 19:30 Að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga hafa ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna lagasetningar Alþingis í gær. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að uppsagnir myndu lama spítalann og að öryggi sjúklinga yrði ekki tryggt. Lög á verkfall félagsmanna Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru samþykkt á Alþingi á áttunda tímanum í gærkvöldi, með 30 atkvæðum gegn 19. Lögin tóku þegar gildi og er verkfallsaðgerðum þar með lokið en hjúkrunarfræðingar voru kallaðir til vinnu strax í gærkvöldi. „Það er nokkuð þung staða á spítalanum. Margir sem bíða á bráðamóttökunni til dæmis eftir því að fá innlögn. Svona hvað mannskapinn varðar að þá er þungt hljóð í fólki. Það eru ákveðin vonbrigði og svona, maður skynjar bæði vonbrigði og reiði meðal starfsfólksins,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Tugir hafa eða munu segja starfi sínu lausuÞví fer þannig fjarri að lagasetning Alþingis í gær hafi leyst öll vandamál. Þannig hafa samkvæmt upplýsingum fréttastofu að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna laganna. Því vaknar spurningin – hvaða áhrif kæmu slíkar uppsagnir til með að hafa á starfsemi Landspítalans? „Það myndi bara lama spítalann. Við megum engann mann missa, hvorki hjúkrunarfræðinga eða aðra. Þannig að það hefur alveg gríðarleg áhrif ef að fólk segir hérna störfum sínum lausum og við missum það frá okkur,“ segir Sigríður. Á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans starfa 20 hjúkrunarfræðingar, en að minnsta kosti 11 þeirra ætla að segja starfi sínu lausu í fyrramálið. Sigríður segir að á deildinni starfi hópur hjúkrunarfræðinga með mikla reynslu og sérhæfða þekkingu á þessum sjúklingahóp. Sú þekking verði ekki byggð upp á einum degi.Öryggi sjúklinga ekki tryggtEn er hægt að tryggja mönnun og þannig öryggi sjúklinga ef til allra þessara uppsagna kemur? „Nei, það er ekki hægt. Og við höfum bent á það hér stjórnendur á spítalanum að það er fyrirsjáanlegur verulegur skortur á heilbrigðisstarfsfólki á næstu árum, þó að þetta hefði ekki komið til. Það að fólk kjósi að hverfa frá störfum og jafnvel flytja úr landi, það eykur enn á þann vanda. Það er bara gríðarlega mikið áhyggjuefni,“ segir Sigríður. Verkfall 2016 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga hafa ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna lagasetningar Alþingis í gær. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að uppsagnir myndu lama spítalann og að öryggi sjúklinga yrði ekki tryggt. Lög á verkfall félagsmanna Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru samþykkt á Alþingi á áttunda tímanum í gærkvöldi, með 30 atkvæðum gegn 19. Lögin tóku þegar gildi og er verkfallsaðgerðum þar með lokið en hjúkrunarfræðingar voru kallaðir til vinnu strax í gærkvöldi. „Það er nokkuð þung staða á spítalanum. Margir sem bíða á bráðamóttökunni til dæmis eftir því að fá innlögn. Svona hvað mannskapinn varðar að þá er þungt hljóð í fólki. Það eru ákveðin vonbrigði og svona, maður skynjar bæði vonbrigði og reiði meðal starfsfólksins,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Tugir hafa eða munu segja starfi sínu lausuÞví fer þannig fjarri að lagasetning Alþingis í gær hafi leyst öll vandamál. Þannig hafa samkvæmt upplýsingum fréttastofu að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna laganna. Því vaknar spurningin – hvaða áhrif kæmu slíkar uppsagnir til með að hafa á starfsemi Landspítalans? „Það myndi bara lama spítalann. Við megum engann mann missa, hvorki hjúkrunarfræðinga eða aðra. Þannig að það hefur alveg gríðarleg áhrif ef að fólk segir hérna störfum sínum lausum og við missum það frá okkur,“ segir Sigríður. Á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans starfa 20 hjúkrunarfræðingar, en að minnsta kosti 11 þeirra ætla að segja starfi sínu lausu í fyrramálið. Sigríður segir að á deildinni starfi hópur hjúkrunarfræðinga með mikla reynslu og sérhæfða þekkingu á þessum sjúklingahóp. Sú þekking verði ekki byggð upp á einum degi.Öryggi sjúklinga ekki tryggtEn er hægt að tryggja mönnun og þannig öryggi sjúklinga ef til allra þessara uppsagna kemur? „Nei, það er ekki hægt. Og við höfum bent á það hér stjórnendur á spítalanum að það er fyrirsjáanlegur verulegur skortur á heilbrigðisstarfsfólki á næstu árum, þó að þetta hefði ekki komið til. Það að fólk kjósi að hverfa frá störfum og jafnvel flytja úr landi, það eykur enn á þann vanda. Það er bara gríðarlega mikið áhyggjuefni,“ segir Sigríður.
Verkfall 2016 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira