Viðskipti erlent

Grikkir komnir á síðasta séns

Samúel Karl Ólason skrifar
Jeroen Dijsselbloem.
Jeroen Dijsselbloem. Vísir/EPA
„Boltinn er hjá Grikkjum og þeir geta gripið þetta síðasta tækifæri,“ sagði Jeroen Dijsselbloem, formaður fjármálaráðherranefndar evruþjóðanna. Þetta sagði hann eftir fund ráðherranna um skuldir Grikkja, sem endaði án niðurstöðu nú í kvöld.

Hann kallaði eftir raunhæfum tilboðum frá Grikkjum á næstu dögum. Neyðarfundur leiðtoga evruþjóðanna hefur verið boðaður á mánudaginn.

Dijsselbloem sagði að skammur tími væri til stefnu, en grísk stjórnvöld þurfa að greiða stóra afborgun af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þann 30. júní. Gangi það ekki eftir þarf Grikkland mögulega að yfirgefa evrusamstarfið og jafnvel ESB, samkvæmt BBC.

Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, sagði að Grikkir hefðu þegar gert umfangsmiklar breytingar á síðustu fimm árum. Hann þvertók fyrir allar tillögur sem myndu leiða til hærri skatta og draga úr lífeyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×