Körfubolti

Cleveland í úrslit í annað sinn | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James skoraði 23 stig fyrir Cleveland í nótt.
James skoraði 23 stig fyrir Cleveland í nótt. vísir/getty
LeBron James fer með lið sitt í úrslit NBA-deildarinnar fimmta árið í röð. Þetta var ljóst eftir 20 stiga sigur Cleveland Cavaliers á Atlanta Hawks í fjórða leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Lokatölur 118-88, Cleveland í vil.

James skoraði 23 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar í liði Cleveland sem er á leið í úrslit NBA í annað sinn í sögu félagsins.

Kyrie Irving sneri aftur í lið Cleveland eftir tveggja leikja fjarveru vegna meiðsla og skoraði 16 stig líkt og Tristan Thompson sem tók einnig 11 fráköst. Þá átti J.R. Smith góðan leik með 18 stig og 10 fráköst.

Jeff Teague var stigahæstur í liði Atlanta með 17 stig. Paul Millsap kom næstur með 16 stig og 10 fráköst en Atlanta-liðið hitti afleitlega fyrir utan þriggja stiga línuna, eða 15,6%.

Cleveland mætir annað hvort Golden State Warriors eða Houston Rockets í úrslitunum sem hefjast 4. júní.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×