Mótmæla áframhaldandi hrefnuveiðum við hvalaskoðunarsvæði Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2015 16:01 Í tilkynningu frá samtökunum segir að umfang hvalaskoðunar og þjóðhagslegs mikilvægi þeirra hafi vaxið á undanförnum árum. Vísir/Vilhelm Hvalaskoðunarsamtök Íslands, eða IceWhale, lýsa furðu sinni á því að hrefnuveiðar séu hafnar enn á ný við eitt mikilvægasta hvalaskoðunarsvæði landsins; Faxaflóa. Þau mótmæla harðlega áframhaldi veiðanna og segja það áhyggjuefni að talning Hafrannsóknarstofnunar hafi sýnt fram á fækkun hvala. Í tilkynningu frá samtökunum segir að veiðarnar hafi farið af stað þrátt fyrir þverpólitískan vilja borgarstjórnar Reykjavíkur um stækkun friðarsvæðisins í Faxaflóa. Í tilkynningu frá samtökunum segir að umfang hvalaskoðunar og þjóðhagslegs mikilvægi þeirra hafi vaxið á undanförnum árum. „118.000 farþegar fóru í hvalaskoðun frá Reykjavík á síðasta ári en gera má ráð fyrir að hver farþegi hafi að meðaltali greitt 8.000 krónur fyrir farmiðann sem gerir 944 milljónir króna aðeins í farmiðasölu.“ Sömuleiðis benda samtökin á að ýmis merki séu uppi um slæma afkomu hrefnuveiða. Þá kemur fram í svari Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur á Alþingi að útgerðin fái um eina milljón króna fyrir hvert landað dýr. „Til samanburðar má nefna að miðasala í einni hvalaskoðunarferð með um 125 farþega skilar sömu innkomu. Sá fjöldi farþega er algengur í hverri hvalaskoðunarferð í Reykjavík yfir sumarið og farnar eru margar ferðir á degi hverjum.“ „Ljóst er að veidd hrefna verður hvorki veidd né sýnd aftur.“ Veiðarnar hafa að mestu farið fram við Faxaflóa, sem er gríðarlega mikilvægur hvalaskoðun. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar veiðarnar hafa farið fram. Kortið er unnið upp úr svarinu sem minnst er á hér að ofan. „Sérstaklega má benda á að tvö dýr virðast hafa verið skotin innan við afmarkað bannsvæði hvalveiða og önnur tvö á línunni.“ Einnig má sjá kort af veiðunum í heild árin 2013-2014 hér. Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hvalaskoðunarsamtök Íslands, eða IceWhale, lýsa furðu sinni á því að hrefnuveiðar séu hafnar enn á ný við eitt mikilvægasta hvalaskoðunarsvæði landsins; Faxaflóa. Þau mótmæla harðlega áframhaldi veiðanna og segja það áhyggjuefni að talning Hafrannsóknarstofnunar hafi sýnt fram á fækkun hvala. Í tilkynningu frá samtökunum segir að veiðarnar hafi farið af stað þrátt fyrir þverpólitískan vilja borgarstjórnar Reykjavíkur um stækkun friðarsvæðisins í Faxaflóa. Í tilkynningu frá samtökunum segir að umfang hvalaskoðunar og þjóðhagslegs mikilvægi þeirra hafi vaxið á undanförnum árum. „118.000 farþegar fóru í hvalaskoðun frá Reykjavík á síðasta ári en gera má ráð fyrir að hver farþegi hafi að meðaltali greitt 8.000 krónur fyrir farmiðann sem gerir 944 milljónir króna aðeins í farmiðasölu.“ Sömuleiðis benda samtökin á að ýmis merki séu uppi um slæma afkomu hrefnuveiða. Þá kemur fram í svari Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur á Alþingi að útgerðin fái um eina milljón króna fyrir hvert landað dýr. „Til samanburðar má nefna að miðasala í einni hvalaskoðunarferð með um 125 farþega skilar sömu innkomu. Sá fjöldi farþega er algengur í hverri hvalaskoðunarferð í Reykjavík yfir sumarið og farnar eru margar ferðir á degi hverjum.“ „Ljóst er að veidd hrefna verður hvorki veidd né sýnd aftur.“ Veiðarnar hafa að mestu farið fram við Faxaflóa, sem er gríðarlega mikilvægur hvalaskoðun. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar veiðarnar hafa farið fram. Kortið er unnið upp úr svarinu sem minnst er á hér að ofan. „Sérstaklega má benda á að tvö dýr virðast hafa verið skotin innan við afmarkað bannsvæði hvalveiða og önnur tvö á línunni.“ Einnig má sjá kort af veiðunum í heild árin 2013-2014 hér.
Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira