Davíð Þór: Mín heitasta ósk er að Bjarni sýni hvers hann er megnugur Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2015 09:30 Davíð Þór Viðarsson. mynd/skjáskot FH hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en er spáð titlinum að þessu sinni. Liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitaleik fjórða október á síðasta ári, en er það leikur sem FH-ingar hugsa um? „Auðvitað pælir maður í þessu sjálfur. Þetta voru rosaleg vonbrigði enda titill sem við ætluðum okkur. Við erum ekkert búnir að tala um þetta hópurinn en þeir sem voru í fyrra hljóta að vilja ná í titilinn aftur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi. „Við erum staðráðnir í að breyta því og okkar markmið er að vinna titilinn í ár.“Pressa hluti af þessu FH er spáð titilinum af nánast öllum enda leikmannahópurinn gríðarlega sterkur. „Umtalið er búið að vera þannig að við séum með besta hóp í sögu Íslands og ýmislegt annað sem ég er ekki dómbær á,“ segir Davíð Þór, en hvað með pressuna? „Pressa er hluti af þessu og ef þú ætlar að vera á toppnum þarftu að geta tekist á við hana. Við verðum bara að gjöra svo vel að kúpla okkur út úr því og vera klárir fjórða maí.“Vona að Bjarni komist í stand Davíð Þór mun spila með bróður sínum Bjarna Þór í sumar, en Bjarni er kominn heim úr atvinnumennsku þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla. „Það verður skemmtilegt að spila með honum held ég. Við spiluðum nokkra leiki saman með U21 landsliðinu á sínum tíma en annars höfum við aldrei spilað eða æft saman,“ segir Davíð Þór. „Ég á reyndar eftir að spila með honum núna því ég var tæpur í byrjun undirbúningstímabilsins og svo hefur hann verið tæpur síðustu daga. Við erum að forðast það að spila með hvor öðrum,“ segir hann og hlær. „Bjarni er frábær leikmaður. Ég er bara ánægður fyrir hans hönd að vera kominn heim og vonandi getur hann komið sér almennilega af stað. Mín heitasta ósk er að hann nái sér á strik, standi sig og sýni fólki hvers hann er megnugur,“ segir Davíð Þór Viðarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
FH hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en er spáð titlinum að þessu sinni. Liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitaleik fjórða október á síðasta ári, en er það leikur sem FH-ingar hugsa um? „Auðvitað pælir maður í þessu sjálfur. Þetta voru rosaleg vonbrigði enda titill sem við ætluðum okkur. Við erum ekkert búnir að tala um þetta hópurinn en þeir sem voru í fyrra hljóta að vilja ná í titilinn aftur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi. „Við erum staðráðnir í að breyta því og okkar markmið er að vinna titilinn í ár.“Pressa hluti af þessu FH er spáð titilinum af nánast öllum enda leikmannahópurinn gríðarlega sterkur. „Umtalið er búið að vera þannig að við séum með besta hóp í sögu Íslands og ýmislegt annað sem ég er ekki dómbær á,“ segir Davíð Þór, en hvað með pressuna? „Pressa er hluti af þessu og ef þú ætlar að vera á toppnum þarftu að geta tekist á við hana. Við verðum bara að gjöra svo vel að kúpla okkur út úr því og vera klárir fjórða maí.“Vona að Bjarni komist í stand Davíð Þór mun spila með bróður sínum Bjarna Þór í sumar, en Bjarni er kominn heim úr atvinnumennsku þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla. „Það verður skemmtilegt að spila með honum held ég. Við spiluðum nokkra leiki saman með U21 landsliðinu á sínum tíma en annars höfum við aldrei spilað eða æft saman,“ segir Davíð Þór. „Ég á reyndar eftir að spila með honum núna því ég var tæpur í byrjun undirbúningstímabilsins og svo hefur hann verið tæpur síðustu daga. Við erum að forðast það að spila með hvor öðrum,“ segir hann og hlær. „Bjarni er frábær leikmaður. Ég er bara ánægður fyrir hans hönd að vera kominn heim og vonandi getur hann komið sér almennilega af stað. Mín heitasta ósk er að hann nái sér á strik, standi sig og sýni fólki hvers hann er megnugur,“ segir Davíð Þór Viðarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00