Flúði Boko Haram en er neitað um hæli á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. maí 2015 20:45 Nígerískur flóttamaður, sem flúði heimaland sitt vegna árása hryðjuverkasamtakanna Boko Haram og hefur beðið eftir hæli hér á landi í rúmlega þrjú ár, segir ástandiðí heimalandi sínu hræðilegt. Yfirvöldum í Nígeríu hefur gengið illa að stöðva uppgang Boko Haram, en talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna hafi banað um tíu þúsund manns í landinu frá árinu 2009. Amnesty International ávítti nígeríska herinn á síðasta ári fyrir grimmdarverk í norð-austur hlua landsins í baráttu sinni gegn Boko Haram, en almennir borgarar verða oftar en ekki fyrir barðinu á átökunum. Eze Okafor fæddist í þorpi nálægt Maidunguri-borg í norðaustur Nígeríu. Hann flúði land eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið árið 2011, fór fyrst til Svíþjóðar og þaðan til Íslands ári síðar. „Ástæðan fyrir því að ég yfirhgaf heimaland mitt var sú að Boko Haram vildu mig feigan, en þeir reyndu að fá mig til að ganga til liðs við sig,“ segir hann. Eze segir að samtökin hafi einn daginn ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin. Hann bendir á ör á enninu á sér og segir það vera eftir af völdum liðsmanna hryðjuverkasamtakanna. „Einkabróðir minn var myrtur þegar þeir réðust inn í húsið okkar, og þeir réðust á mig og stungu mig með hnífi. Þess vegna varð ég að flýja,“ segir hann. Eze var nýlega neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar, þar sem hann óttast að verða sendur aftur til Nígeríu. Hann hefur nú áfrýjað þeim úrskurði til innanríkisráðuneytisins og bíður örlaga sinna. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, harmar stöðuna. „Mér finnst þetta ómannúðleg staða,“ segir hann. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Nígerískur flóttamaður, sem flúði heimaland sitt vegna árása hryðjuverkasamtakanna Boko Haram og hefur beðið eftir hæli hér á landi í rúmlega þrjú ár, segir ástandiðí heimalandi sínu hræðilegt. Yfirvöldum í Nígeríu hefur gengið illa að stöðva uppgang Boko Haram, en talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna hafi banað um tíu þúsund manns í landinu frá árinu 2009. Amnesty International ávítti nígeríska herinn á síðasta ári fyrir grimmdarverk í norð-austur hlua landsins í baráttu sinni gegn Boko Haram, en almennir borgarar verða oftar en ekki fyrir barðinu á átökunum. Eze Okafor fæddist í þorpi nálægt Maidunguri-borg í norðaustur Nígeríu. Hann flúði land eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið árið 2011, fór fyrst til Svíþjóðar og þaðan til Íslands ári síðar. „Ástæðan fyrir því að ég yfirhgaf heimaland mitt var sú að Boko Haram vildu mig feigan, en þeir reyndu að fá mig til að ganga til liðs við sig,“ segir hann. Eze segir að samtökin hafi einn daginn ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin. Hann bendir á ör á enninu á sér og segir það vera eftir af völdum liðsmanna hryðjuverkasamtakanna. „Einkabróðir minn var myrtur þegar þeir réðust inn í húsið okkar, og þeir réðust á mig og stungu mig með hnífi. Þess vegna varð ég að flýja,“ segir hann. Eze var nýlega neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar, þar sem hann óttast að verða sendur aftur til Nígeríu. Hann hefur nú áfrýjað þeim úrskurði til innanríkisráðuneytisins og bíður örlaga sinna. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, harmar stöðuna. „Mér finnst þetta ómannúðleg staða,“ segir hann.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira