Íslenski boltinn

Goðsögnin Ragnar Margeirsson á Stöð 2 Sport á föstudag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þættirnir Goðsagnir efstu deildar verða á dagskrá á Stöð 2 Sport á föstudögum og nú er komið að þætti tvö.

Ferill Ragnars Margeirssonar er tekinn fyrir í þætti númer tvö sem fer í loftið klukkan 21.00 a föstudaginn kemur en á síðasta föstudag var fjallað um feril Inga Björns Albertssonar.

Ragnar Margeirsson er einn af markahæstu leikmönnum efstu deildar karla frá upphafi en hann skoraði 83 mörk í 224 leikjum fyrir Keflavík, KR og Fram á árunum 1979 til 1996 auk þess að spila 46 A-landsleiki.

Ragnar vann bikarinn tvisvar sinnum með Fram og náði að skora í þremur bikarúrslitaleikjum en hann spilað fimm af sex bikarúrslitaleikjum frá 1985 til 1990.

Garðar Örn Arnarson er leikstjóri þáttanna. Hér að ofan má sjá stiklu úr þættinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×